Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 43
Búnaðarsamböndin
tengiliður bændanna í
hreppabúnaðarfélög-
unum, bæði við Stéttar-
sambandið og Búnaðar-
félag íslands.
Nauðsynlegt að styrkja
starfsgrundvöll
búnaðarsambandanna
í heild.
bands bænda og Búnaðarfélags íslands, þó að menn geri
sér auðvitað grein fyrir verkaskiptingu eða hlutverk-
um hvors fyrir sig.
Ég vil heldur ekki breyta neinu í þessari verkaskipt-
ingu eða slá neinu saman, en ég tel tvímælalaust rétt,
að búnaðarsamböndin séu sá aðili heima fyrir, sem er
tengiliður bændanna í hreppabúnaðarfélögunum, bæði
við Stéttarsambandið og Búnaðarfélag Islands, og þau
sameini hvort tveggja, kjaramálin og leiðbeininga- og
fagmálin.
Búnaðarsamböndin eru, skipulagslega séð, steinar í
byggingu Búnaðarfélags Islands, en strangt til tekið
hafa þau ekki annað hlutverk í skipulagi Stéttarsam-
bandsins en að boða til kjörmannafunda annað hvert
ár. En samt sem áður held ég, að bændum finnist, að
búnaðarsamböndin eigi þarna hlutverki að gegna, og
því finnst mér augljóst að einfalda megi þetta kerfi og
afnema þetta milliþrep, sem eru þessir kjörmenn.
Ég held, að þetta yrði í alla staði til að einfalda hlut-
ina og ætti að geta aukið skilning hins einstaka bónda
á því, hvernig hann tekur þátt í störfum stéttarsamtaka
sinna. Þá mundu menn líka líta á búnaðarsamböndin
sem lið í kjarabaráttutækjum sínum. Þannig finnst mér,
að búnaðarsamböndin verði, skipulagslega séð, bæði
fagfélög og kjarafélög. Eins mundi ég vera alveg á móti
því að kljúfa þessi félög niður með því að stofna ný
hagsmunafélög eða kjarafélög.
Þá væri líka rétt, að það kæmi fram, að ég tel rétt
og nauðsynlegt að styrkja starfsgrundvöll búnaðarsam-
bandanna í heildinni. Og ég gæli við þá hugmynd, að
þau geti eflst bæði fjárhagslega og félagslega þannig,
að þau verði okkar aðalfélagslegi vettvangur í héruðun-
um. Þar komi saman kjaramálin og leiðbeiningaþjónust-
an og þessari eflingu náum við ekki með því að dreifa
kröftunum.
Þú lagðir orð í belg um þær tillögur eða drög að til-
lögum, sem komu frá svonefndri sjömannanefnd. Þar
er bæði reiknað með heimildum til töku fóðurbœtisgjalds
og ákveðnu verðjöfnunargjaldskerfi, sem kalla má kvóta-
kerfi. Hvert er álit þitt á þessum tillögum?
Ég lýsti því í fyrra, að ég væri fylgjandi innflutnings-
gjaldi á fóðurbæti, sem mundi þá verða notað til verð-
jöfnunar, bæði þegar á skorti, að útflutningsbætur nægðu,
og annars. Þetta fé og ráðstöfun á því væri að öllu leyti
í höndum bændasamtakanna. Það er stórt atriði, að við
höfum fullt ráðstöfunarvald yfir því. Ég hef verið tor-
F R E Y R
653