Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 32

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 32
hefur þaS sýnt árangur í aukinni sölu á fyrri hluta þessa árs. Þriðja atriðiS var um aðstoð við smjör- sölu á niðursettu verði. Ákveðið var að selja smjör á niðursettu verði frá 18. janúar. Útsöluverðið var ákveðið 880 kr. á kg í stað kr. 1.342,00 á kg, sem það var í desember. Ríkið jók niðurgreiðslu sína um 432 kr. á kg eða í 1.010 kr. Bændur tóku á sig hækkun þá, sem koma átti á smjörið í byrjun desember, kr. 339 á kg. Síðan hækk- aði grunnverð smjörsins 1. mars um 207 kr. á kg, og var þá hlutur bænda kominn í kr. 546,00 og enn hækkaði það 1. júní um 317 kr., og þá var hlutur bænda kominn í kr. 836 á kg, og þótti þá sýnt, að ekki væri unnt að halda slíku lengur áfram. Smjörútsölunni var hætt 10. júlí og var þá búið að selja á niðursettu verði um 935 tonn af smjöri og birgðirnar höfðu minnkað úr 1.104 tonnum við áramótin í um 856 tonn 10. júlí. En 17. júlí ákvað ríkisstjórnin lækkun niðurgreiðslnanna aftur í hið fyrra horf, þ.e. 578 kr. á kg, og hefur niðurgreiðsl- an aldrei verið jafn lágt hlutfall af smjör- verði sem nú eða 21,7%. Hætt er við, að smjörsala verði lítil, meðan þannig er háttað verðlagi þess og niðurgreiðslu. Framleiðsla smjörs á útsölutímabilinu nam um 730 tonn- um. Til að standa straum af kostnaði við út- söluna o.fl. var ákveðið að taka í verðjöfn- unargjald kr. 5,50 á lítra mjólkur frá ára- mótum. En heildarútgjöld bænda af smjör- útsölunni eru um kr. 510 milljónir. Verð- jöfnunargjaldið var hækkað í 6 krónur á kg frá 1. júlí til ársloka. Nánar verður vikið að þessu í sambandi við sölumál búvara al- mennt. Úthlutað var úr styrktarsjóði Stéttarsam- bandsins til 45 aðila á síðasta ári kr. 4.471 þúsund, og voru upphæðir til hvers aðila frá 80 þúsund kr. til 181 þúsund kr. Á þessu ári hefur sjóðurinn til ráðstöfunar 8 milljónir króna. Nokkrir nýir aðilar hafa bæst við með fullgildar umsóknir, en samt er unnt að hækka greiðslur til hvers einstaklings nokkuð eða í 130 þúsund lægst og í 230 þúsund hæst. Stjórnin hefur tilnefnt eða kosið menn í ýmsar nefndir og stjórnir. í sexmannanefnd voru kosnir sem aðalmenn: Gunnar Guð- bjartsson og Þórarinn Þorvaldsson. í til- raunaráð Rannsóknastofnunar landbúnað- arins: Gunnar Guðbjartsson og Hermann Guðmundsson á Blesastöðum. í stjórn Framleiðnisjóðs var tilnefndur Gunnar Guð- bjartsson. Fulltrúar sambandsins á Landverndar- þingi voru kosnir sem aðalmenn: Ingi Tryggvason, Þórarinn Þorvaldsson og Árni Jónasson. Fulltrúi sambandsins á Náttúruverndar- þingi var Hákon Sigurgrímsson. í verðbólgunefnd var tilnefndur Gunnar Guðbjartsson. í nefnd, sem landbúnaðar- ráðherra ákvað að skipa skv. tillögu Búnað- arþings til að fjalla um vandamál landbún- aðarins í markaðs- og skipulagsmálum, voru tilnefndir af sambandsins hálfu: Gunn- ar Guðbjartsson, Sveinn Guðmundsson, Sellandi, og Þórarinn Þorvaldsson, Þór- oddsstöðum. Aðrir nefndarmenn eru: Sig- urður Jónsson, Kastalabrekku, Sveinn Jónsson, Kálfsskinni, og Jón Ólafsson í Geldingaholti, tilnefndir af Búnaðarfélagi íslands. Formaður var skipaður Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri. Tillaga Búnaðarþings, sem nefndin á að fjalla um, er í 7. hefti Freys frá aprílmánuði sl. Nefndin hóf störf í byrjun maímánaðar og hefur haldið allmarga fundi. Hún aflaði sér margvíslegra upplýsinga og ræddi við fjöl- marga menn um vandamálin. Á fundi sínum 14. þ.m. gekk hún frá drögum að tillögu til úrlausnar vandanum. Er það frumvarp, er felur í sér heimild til kvótakerfis og töku kjarnfóðurgjalds, er notað yrði bæði til að bæta upp útflutning búsafurða, er ekki fengjust greiddar að fullu með útflutnings- bótafé ríkissjóðs. Einnig til að verðlauna menn fyrir að draga úr óhagkvæmri fram- leiðslu, og fleira er í tillögum nefndarinnar, 642 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.