Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 46
Eigum á hættu að glata
þeirri viðurkenningu,
sem við höfðum á
sérkennum íslensku
ullarinnar.
Sanngjarnara að setja
kvóta á kjarnfóður.
við höfum á sérkennum íslensku ullarinnar. Auk þess
sem við lendum svo aftur í samkeppni við þær vörur,
sem unnar eru úr útflutta bandinu. Þarna er líka verið
að láta erlent vinnuafl vinna það, sem íslenskar hendur
gætu gert og ættu að gera.
Við ættum þarna að hafa algeran einkarétt á íslensku
ullinni og íslensku hefðinni og halda uppi verðinu á
grundvelli þess, að þetta sé eingöngu íslensk framleiðsla.
Ullariðnaðurinn er einmitt mjög vel fallinn til þess
að auka fjölbreytni atvinnulífsins í sveitum og á smærri
stöðum. Þetta er mjög þægilegur iðnaður, sem hægt er
að koma við án mikils stofnkostnaðar og ekki þarf bein-
línis að vera í stórum einingum.
Að lokum, Stefán, þessi sígildu deilumál, sem eru að
verða hér á fundinum, um kvótakerfi og kjarnfóðurskatt,
og nú birtast okkur í formi tillagna frá sjömannanefnd-
inni. Hvað viltu segja um þau eða þær tillögur?
Mér virðist sem sjömannanefndin hafi lagt nokkuð
rnikla vinnu í að móta álit sitt, þó að það sé nú ekki
fullbúið enn. Mér virðist einnig, að kvótakerfið í þeirri
mynd, sem hún setur það fram, muni á margan hátt
frekar sanngjarnt miðað við það, sem virðist nú raunar
alveg augljóst, að það þurfi að koma til takmörkunar
á framleiðslunni.
Aftur á móti er ég ekki sammála tillögum um kjarn-
fóðurskatt eins og þær komu fram í byrjun. Ég tel miklu
sanngjarnara að setja kvóta á kjarnfóður. Skammta hann
þannig, að menn fái ákveðið hámarksmagn af kjarn-
fóðri skattlaust á hvern framtalinn grip. Þannig að þeir
menn, sem mikinn fóðurbæti nota, mundu draga úr
notkun hans.
Hins vegar virðist mér af þeim tillögum, sem gerðar
eru um kvótakerfið nú, að hugsanlegt sé, að þær gangi
ekki það langt, að gjaldið sé ekki svo hátt, að það þyrfti
einnig að beita kjarnfóðurgjaldi, m. a. til að ná skyn-
samlegri takmörkun á framleiðslunni.
656
F R E Y R