Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 19

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 19
Fjárhagsnefnd: Taliö frá vinstri: Jón Snæbjörnsson, Engilbert Ingvarsson, Sigurður Sigurðsson, Páll Pálsson og Júlíus Jónsson. 13. Tillögur lánamálanefndar. Haukur Steindórsson flutti tillögu nefnd- arinnar um afgreiðslu afurða- og rekstrar- lána: Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn á Akur- eyri 29. og 30. ágúst 1978, telur ekki æskilegt að breyta því fyrirkomulagi, sem nú er, að afgreiða afurða- og rekstrarlán til sölufélaga bænda, þar sem þau eru þegar færð á afurðareikninga framleiðenda. Engilbert Ingvarsson bar fram þá breyt- ingartillögu, að orðið ,,ekki“ falli niður. Þórarinn Þorvaldsson gagnrýndi orðalag á niðurlagi tillögunnar. Sveinn Guðmundsson lýsti fylgi við til- löguna, en studdi gagnrýni Þórarins. Kristófer Kristjánsson lagði til, að síðasti málsliður tillögunnar félli niður. Haukur Steindórsson óskaði eftir, að nefndin fengi tillöguna til endurskoðunar. Var orðið við því og afgreiðslu hennar frestað. Aðra tillögu nefndarinnar flutti Haukur Steindórsson, um aukningu rekstrarlána: Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn á Akur- eyri 29. og 30. ágúst 1978, ítrekar kröfur síðasta aðalfundar um úrbætur varðandi rekstrar- og afurða- lán til bænda. Sérstaklega vill fundurinn taka fram nauðsyn þess, að rekstrarlánin séu aukin verulega og greidd eftir því, sem reksturskostnaður myndast, og nái að minnsta kosti 60% af skilaverði í byrjun sláturtíðar. Afurðalánin geri sölufélögunum kleift að greiða að minnsta kosti 90% af grundvallarverði varanna við móttöku. Samþykkt samhljóða. Þá kom til afgreiðslu þriðja tillaga lána- málanefndar, um lán til frumþýlinga. Fram- sögumaður Jón Kr. Magnússon: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 vekur sér- staka athygli á því ófremdarástandi, sem ríkir í sam- bandi við jarðakaupalán, og skorar á stjórnvöld að hlutast til um, að Stofnlánadeild landbúnaðarins verði nú þegar séð fyrir fjármagni til að sinna þessu verkefni. Fundurinn leggur ríka áherslu á, að jarða- kaupalánin verði óverðtryggð. Þá telur fundurinn brýnt að stórauka lánveitingar til þeirra, sem eru að hefja búskap, bæði til bú- stofns- og vélakaupa, og telur eðlilegt, að Byggða- sjóður sinni þessu verkefni, líkt og gert er á öðrum sviðum atvinnulífsins. Samþykkt samhljóða. Jón Kr. Magnússon flutti einnig tillögu lánamálanefndar um vaxta- og geymslu- kostnað. Gunnar Guðbjartsson bar fram orðalags- breytingu, sem var tekin til greina. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 felur stjórn sambandsins að vinna ötullega að því við viðkomandi stjórnvöld, að vaxta- og geymslukostn- aður á birgðir sláturleyfishafa verði þeim greiddur mánaðarlega samkvæmt birgðaskýrslum. Samþykkt samhljóða. F R E Y R 629
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.