Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 31
komu til starfa í Framleiðsluráði, þeir Guð-
laugur Björgvinsson frá Mjólkursamsölunni,
í stað Stefáns Björnssonar, sem lengi hefur
setið í Framleiðsluráði, og Árni Jóhannsson
á Blönduósi, sem kom inn í stað Helga R.
Traustasonar sem fulltrúi mjólkursamlag-
anna utan 1. sölusvæðis. Ég vil nota þetta
tækifæri og þakka þeim Stefáni og Helga
heilladrjúg störf í Framleiðsluráði í þágu
landbúnaðarins á undanförnum árum, um
leið og nýju fulltrúarnir eru boðnir velkomn-
ir.
Fljótlega eftir aðalfundinn í fyrra hófust
störf í nefndinni, sem endurskoðar Fram-
leiðsluráðslögin. Starfið beindist einkum að
mótun lagaákvæða um heimildir til skipu-
lagsaðgerða. Var þar í meginatriðum stuðst
við tiliögur frá árinu 1972 um sama efni, en
reynt að samræma þær tillögum aðalfund-
arins. Nefndin lauk þessari tillögugerð í
byrjun nóvember. Þá ákvað stjórn sam-
bandsins að kynna bændum tillögurnar á
almennum fundum bænda, eftir því sem
fært væri, en að því búnu leggja þær fyrir
aukafund, sem var boðaður og haldinn 30.
nóvember sl. Margir bændafundir voru
haldnir í nóvembermánuði, en þó vannst
ekki tími til að fara í öll byggðarlög til að
kynna tillögurnar, enda var tíðarfar óhag-
stætt um þær mundir.
Aukafundurinn fjallaði síðan um tillög-
urnar og samþykkti þær að uppfylltum
þremur skilyrðum:
1. Breytt verði þeim reglum, sem Hagstofu
íslands hafa verið settar um útreikning
verðmætis aukabúgreina og hlunninda,
svo sem rök hafa verið færð fyrir, að rétt
sé, svo bændur þurfi ekki að taka á sig
hærri verðjöfnunargjöld vegna kjötfram-
leiðslu frá haustinu 1976 en þegar hafa
verið ákveðin.
2. Felldur verði niður söluskattur af kjöti og
kjötvörum, án þess að niðurgreiðslur
verði skertar.
3. Ríkissjóður veiti landbúnaðinum fjár-
hagslegan stuðning við sölu smjörs á
niðursettu verði.
Strax að loknum aukafundinum voru til-
lögur hans sendar landbúnaðarráðherra og
ríkisstjórn og óskað eftir framgangi þeirra.
En fljótlega eftir fundinn hófust fundahöld
meðal bænda, og komu allvíða fram mót-
mæli gegn samþykktum aukafundarins og
einkum þó tillögunni um heimild ti! töku
fóðurbætisgjalds. Var mörgum þessara til-
lagna beint til Alþingis og ríkisstjórnar og
var skorað á þessa aðila að stöðva fram-
gang tillagnanna. Ekki voru nærri allir
bændaíundirnir neikvæðir í þessu efni,
þvert á móti. Það komu margar tillögur,
sem studdu samþykktir aukafundarins. En
það lát svo hátt í andstæðingunum, að
stjórnvöldin heyktust á að breyta Fram-
leiðsluráðslögunum að þessu sinni. Málið
var því stöðvað. Augljóst var, að ýmsir
menn, sem hæst lét í, höfðu ekki hugsað
málið til enda, eða gert sér Ijóst, hvað við
tæki, ef ekkert yrði gert til að hamla gegn
vaxandi framleiðslu og engir nýir mögu-
leikar aðrir opnuðust.
Skilyrði þau, sem aukafundurinn setti fyr-
ir samþykkt sinni, voru ekki viðurkennd eða
framkvæmd beint í því formi, sem þau voru
samþykkt, heldur var komið til móts við
þau á annan hátt. Fyrsta atriðið um breyttar
reglur um verðmætamat búvöruframleiðsl-
unnar fékkst ekki fram. Hins vegar sam-
þykkti ríkisstjórnin að greiða eftirstöðvar
útflutningsbóta þriggja ára, sem samanlagt
námu um 521 milljón króna, og var það fé
notað til að greiða eftirstöðvar af reikning-
um frá síðasta verðlagsári og það, sem
búið var að taka í verðjöfnunargjald að
hálfu, og varð þó afgangur að upphæð kr.
70.331.226,00, sem var greiddur til sælgæt-
isgerða og á framleiðslu þessa árs (kr.
47.134.476,00).
Annað skilyrði um niðurfellingu sölu-
skatts af kjöti og kjötvörum fékkst alls ekki
fram, en því var að nokkru mætt með aukn-
um niðurgreiðslum kjöts frá 1. mars, og
F R E Y R
641