Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 75
verður oft mjög áberandi, þegar á líður
sjúkdóminn. Stundum fylgir riðunni ákafur
kláði, einkum er þetta áberandi á þeim
stöðum, þar sem sjúkdómurinn hefur náð
fótfestu hin síðari ár. Sést þá oft, að kiridin
er að reyna að klóra sér með hornunum,
og síðar fer hún að aka sér upp við staura,
veggi og stoðir, viðþolslaus af kláða. Stund-
um sést riðusjúklingur naga eða sleikja
fæturna í sífeiíu vegna kláðans.
Þó að riðukindur hafi góða lyst og séu
oft venju fremur þorstlátar, horast þær samt
og rýrna jafní og þétt. Riðusjúklingar virðast
hafa fulla tilfinningu og skynjun til hins
síðasta.
Þegar líður á sjúkdóminn, missir kindin
þrótt, getur ekki gengið nema stuttan spöl
í einu og iiggur mikið fyrir. Jafnframt missir
hún vald yfir hreyfingum og getur ekki stað-
ig upp hjálparlaust, og er þess þá sjaldan
langt að bíða, að yfir Ijúki. Riðusjúklingar
á síðustu stigum veikinnar eru hin mesta
hryggðarmynd og sjúkdómsþrautir án efa
miklar, enda munu þá flestir grípa til byss-
unnar til að binda enda á kvalir þessara
vesalinga.
Mjög er það misjafnt, hve riða er lengi
að leggja sjúklinginn að velli, eftir að fyrstu
einkenni koma í Ijós. Veldur þar mestu,
hvernig ástæður eru, geldfé þraukar oft í
nokkra mánuði, lambfullar eða nýbornar ær
mun skemur, vart meir en 3—4 vikur.
Tjón af völdum veikinnar.
Þegar riðuveiki kemur upp í fjárbúi, veikjast
venjulega fáar kindur fyrstu árin, og getur
svo gengið árum saman. Oft færist veikin
þó í aukana, er frá líður, en hjaðnar svo á
ný. í stöku tilfellum getur tjón af völdum
veikinnar orðið mjög mikið, og þess eru
dæmi, að 20—30% af fjárstofninum hafi
farist á einu ári af riðuveiki. Stundum virðist
eins konar hópsmitun hafa átt sér stað, þar
sem heilir árgangar að kalla í hjörðum falla
um svipað leyti úr riðu. Oftast eru það kind-
ur á besta aldri, sem veikjast, og óbeint
tjón vegna varnaragerða og óþæginda í því
sarnbandi eru oft töluverð. Ekki munu þess
nein dæmi, að kindur, sem veikst hafi af
riðuveiki, nái bata.
Sjúklegar breytingar.
Við krufningu á riðukindum sjást engar
sjúklegar breytingar að kalla. Við smásjár-
skoðun finnast sérkennilegar hrömunar-
breytingar í iaugafrumum, einkum í mænu,
mænukólíi og heila, og koma breytingar
þessar að gagni til að greina sjúkdóminn
oft á tíðum. Hins vegar finnast ekki eigin-
legar bólgubreytingar í miðtaugakerfi úr
riðusjúklingum.
Sjúkdómsorsök og ferill sjúkdómsins.
Orsök riðuveiki er talin vera örsmá veira,
sem á margan hátt er frábrugðin venjuleg-
um veirum. Ekki hefur enn tekist að rækta
veiru þessa í vefjafrumum eða greina hana
í rafsjá, svo öruggt sé. Viðnámsþróttur
þessarar veiru er með ólíkindum, virðist
hún þola suðu, og ýmis sótthreinsunarefni,
sem eyða venjulegum veirum, hafa ekki
nein teljandi áhrif á riðuveirur. Gerir þetta
að sjálfsögðu allar sóttvarnarráðstafanir
gegn þessum sjúkdómi örðugar.
Ekki er vitað til, að riðuveiki hafi fundist
hér á landi í öðrum dýrategundum en sauð-
fé. Riðuveiki virðist vera sami eða mjög
náskyldur sjúkdómi þeim í sauðfé, sem
nefndur er scrapie og þekktur er í mörgum
sauðfjárræktarlöndum, bæði í sauðfé og
geitfé. Með sýkingartilraunum er hægt að
flytja sjúkdóm þennan í ýmis tilraunadýr,
t.d. mýs, rottur, hamstra og ýmsar tegundir
smáapa. Samt hefur ekki tekist að sýna
fram á, að riða eða scrapie leynist í þessum
dýrategundum, þar sem þær eru í eðlilegu
umhverfi sínu.
Þegar heilbrigðar kindur eru sýktar með
sýkingarefni úr veikum kindum, líða 8—32
mánuðir, þar ti! riðueinkenni koma fram,
F R E Y R
685