Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 15
8. Tillögum vísað til nefnda.
Árni Jónasson gerði grein fyrir 142 tillög-
um, er borist höfðu, og skiptingu þeirra
milli nefnda. Flestar þeirra höfðu verið
lagðar fyrir fundarmenn í fjölriti, en nokkrar
þær, sem síðast höfðu borist, las erind-
rekinn upp. Tillögurnar voru flestar frá
bændafundum víðs vegar um land, en
nokkrar frá öðrum aðilum.
Var þeim skipt þannig:
Allsherjarnefnd hlaut 37 tillögur um ýmis
efni. Fjárhagsnefnd fékk til meðferðar fjár-
hagsáætlun frá stjórninni ásamt tillögu um
fjárveitingu til markaðsleitar og 9 umsóknir
um styrki. Framleiðslunefnd hlaut 53 tillög-
ur frá mörgum fundum og auk þess drög
að tillögum sjömannanefndar. Lánamála-
nefnd fékk 13 tillögur um lánamálin. Verð-
lagsnefnd hlaut til umfjöllunar 22 tillögur
frá ýmsum aðilum. Laganefnd fékk í sinn
hlut ábendingu frá stjórn Stéttarsambands-
ins ásamt óskum frá 4 búnaðarsamböndum
um athugun á hugsanlegum breytingum á
samþykktum Stéttarsambandsins, ennfrem-
ur tillögu Miólkursamlags KEA um aukið
samband milli bænda almennt og stjórnar
Stéttarsambandsins.
Um klukkan 19 var fundi frestað til næsta
dags.
Um kvöldið var þegið kvöldverðarboð
Kaupfélags Eyfirðinga á Hótel KEA. Boðið
var hið ánægjulegasta og veitingar ágætar.
Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, bauð
gesti velkomna með skemmtilegri ræðu.
Af hálfu boðsgesta tóku þessir til máls:
Sveinn Tryggvason, Guðm. Ingi Kristjáns-
son, Jóhann Jónasson, Gunnar Guðbjarts-
son, Halldór Pálsson og Einar Ólafsson.
Þökkuðu þeir boðið og lýstu kynnum sínum
af Akureyri og Eyjafirði ásamt ýmsum gam-
anmálum. Síðan talaði Valur Arnþórsson
aftur.
Miðvikudaginn 30. ágúst hófst fundur kl.
9. Árni Jónasson, erindreki, lauk þá við að
lýsa tillögum og skipta í nefndir.
9. Almeitnar umræður.
Haldið var áfram umræðum um fundarmálin
frá deginum áður.
Engilbert Ingvarsson ræddi markaðsmál.
Spurði hann um útflutning á kjöti til Dan-
merkur samkvæmt þar til veittu leyfi utan
við venjulega útflutningsaðila. Hann taldi
fært að hækka rekstrarlán og greiða þau
beint til bænda gegn víxiltryggingu.
Jónas R. Jónsson ræddi tillögur sjö-
mannanefndar. Lagði hann til, að minnstu
búunum, sem ekki hafa tekjur af öðru en
landbúnaði, yrði sleppt við gjaldtöku, en
hækkað gjald á stærstu búin upp í 10% til
jafns við þéttbýlisbúa. Þá ræddi hann til-
lögur um breytingar á uppbyggingu Stéttar-
sambandsins og taldi ólíklegt, að breytt
kosningafyrirkomulag Stéttarsambandsfull-
trúa yrði til bóta.
Einar Þorsteinsson sagði, að landbúnað-
armálin hefðu að undanförnu hlotið nokk-
urn andbyr. Landbúnaðarsýningin á Sel-
fossi hefði m.a. verið hugsuð til að snúa
mótbyrnum í meðbyr. Síðan ræddi hann til-
lögur sjömannanefndar og lagði áherslu á
að lækka sem mest framleiðslukostnaðinn.
Einar taldi, að tillögur um skattlagningu
á ríkisbú eða tilraunastöðvar væru ósann-
gjarnar, þar sem þessi bú væru mikilvæg
vegna öflunar og útbreiðslu þekkingar fyrir
landbúnaðinn. Varaði hann við því, að
bændur léðu því fylgi að vega að tilrauna-
starfsemi landbúnaðarins, svo mikilvæg
sem hún er.
Kristófer Kristjánsson ræddi tillögur um
breytingar á kosningu Stéttarsambandsfull-
trúa og hugsanlegt fyrirkomulag á annan
veg en nú er. Hann lýsti fylgi sínu við þá
hugmynd að taka ekki kvótagjald af minnstu
búunum. Hann lagði áherslu á að verja ríf-
legum hluta þess fjár, sem Stéttarsamband-
ið hefði ráð á, til markaðsöflunar og bú-
vörukynningar.
Haukur Steindórsson taldi þörf á skipu-
Iagsbreytingu á uppbyggingu Stéttarsam-
bandsins með það fyrir augum, að tengslin
milli bænda almennt og Stéttarsambands-
F R E Y R
625