Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 44
Fylgjandi innflutnings-
gjaldi á fóðurbæti —
ef féð og ráðstöfunar-
réttur á því yrði að öllu
leyti í höndum
bændasamtakanna.
Tel að báðar leiðir eigi
að vera opnar.
trygginn á það, það er að segja framkvæmd þess. Það
virðast alltaf vera svo margir hugsanlegir möguleikar
til að fara kringum það. En þessar tillögur nefndarinnar
eru nákvæmari og gleggri varðandi framkvæmd þessa
heldur en aðrar, sem ég hef áður séð gerðar, síðan ég
fór að velta þessu fyrir mér, og eru að mörgu leyti at-
hyglisverðar og sjálfsagt raunhæfar.
Ég benti þó á, að æskilegt væri, að minnstu búin yrðu
ekki gjaldskyld. Það er talað um að taka 2% gjald af
framleiðslu allra búa, hve lítil sem þau eru. Ég tel eðli-
legra, að t.d. 200 ærgilda bú og minni yrðu gjaldfrí,
jafnvel þó að það yrði að fara upp í hærri hundraðs-
hluta með gjaldið á stærri búin.
Finnst þér líklegt á þessari stundu, þegar fundur er í
miðjum klíðum, að það verði samþykkt að halda opnum
báðum þessum leiðum? Og í öðru lagi að þær verði
farnar báðar?
Þessar tillögur eru ekki endanlegar frá sjömanna-
nefndinni, en lagðar fram til að fá álit okkar á þeim.
Ég þykist vita, að það komi og verði jákvætt.
Ég tel, að báðar þessar leiðir eigi að vera opnar og
að það verði möguleiki að grípa til þeirra beggja. Fram-
leiðsluráð á að hafa í þessu efni nokkurt svigrúm. Ég
hef bent á það á bændafundum í umræðum um þessi
mál, að Framleiðsluráð eigi að hafa miklu meiri stjórn-
unarmöguleika í sambandi við það fjármagn, sem kem-
ur frá opinberum aðilum í sambandi við þessi mál. Á
ég þar við niðurgreiðslur, útflutningsbætur og hluta af
jarðræktarstyrk. Ég vil, að þetta þróist í það horf, að
þetta verði ákveðnar upphæðir, sem ákvarðaðar séu
eftir ákveðnum forskriftum, annað hvort í hundraðs-
hlutum eða á annan hátt, hvernig svo sem þær verða
fundnar, og svo hafi Framleiðsluráð möguleika á að
beita þeim til stjórnunar. Við yrðum þá ekki háðir
pólitísku ákvörðunarvaldi, til dæmis með það hvað
niðurgreiðslur yrðu stór þáttur af útsöluverði vara okk-
ar hverju sinni. Það er of hættulegt fyrir markaðinn,
að ég hygg. Frumskilyrði er að breyta þeirri samnings-
stöðu, sem við höfum, því að nú getum við aðeins samið
um hluta af því, sem við þurfum að semja um. Því vil
ég semja við ríkið.
654
F R E Y R