Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 55
Hér eru fluttar fróðlegar
skýrslur og gott yfirlit
fæst yfir stöðu málanna.
Búnaðarsamböndin eru í
reynd tengiliður
Stéttarsambands og
hinna almennu bænda.
Hvað jinnst þér svo um störf fundarins?
Hingað kemur mjög mikill fjöldi tillagna frá einstök-
um búnaðarfélögum, búnaðarsamböndum og öðrum
fundum bænda eins og kaupfélagsfundum.
Það er ljóst, þegar svo margar tillögur liggja fyrir, að
það þarf að gefa sér tíma til að vinna eitthvað úr því,
svo að vel fari. Margar tillögurnar hníga í sömu átt,
þannig að fjöldi þeirra segir ekki til um fjölda málefna,
enda er það ofureðlilegt, því að ekki vita þessir fundir
hver um annars gerðir.
Til þess, að þetta verði vel úr garði gert og það, sem
kemur frá fundinum, sé marktækt, hlýtur að þurfa að
samræma þetta verulega.
Hér eru einnig fluttar ákaflega fróðlegar skýrslur, sem
gefa gott yfirlit yfir stöðu málanna. Það má um það
deila, hvað verja á miklu af tíma fundarins til skýrslu-
gerðar. En frá mínu sjónarmiði sem nýliða, þá er farinn
þarna hóflegur vegur.
Nú eru fundunum víst ekki sett föst tímamörk og
mér þykir sýnt, að hann verði töluvert fram á þriðja
daginn. Og það er erfitt að hafa svona fjölmennan fund
lengri.
Þér finnst þá ekki óeðlilegt, að Stéttarsambandsfund-
ur standi i 2—3 daga, en Búnaðarþing í 2—3 vikur?
Það er sjálfsagt ekki allt fengið með tímalengdinni.
Stéttarlega hliðin þarf auðvitað sína umfjöllun. Hins
vegar hjálpar það sjálfsagt, ef fulltrúar hafa möguleika
til að búa sig undir fundina varðandi þau málefni, sem
vitað er, að tekin verða fyrir.
Sigurður Þórólfsson var sóttur inn á fund laganefndar,
þar sem hún var að ræða um breytingar á lögum Stéttar-
sambandsins.
Um hvað snerust umræður ykkar, Sigurður?
Það voru í fyrsta lagi tillögur um breytta tilhögun
á kosningum á fulltrúum til Stéttarsambandsfundarins.
Rætt er um að breyta þeim þannig, að þær verði annað
hvort færðar til almennra bændafunda eða þá kosning
verði almenn.
En við þarna í laganefndinni sáum nú ekki, að auð-
velt væri að koma á einu fyrirkomulagi yfir allt landið,
sem örugglega væri breyting til batnaðar,
F R E Y R
665