Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 12
tíðina en oft áður. En hagur landbúnaðarins
og þjóðarinnar hlyti að fara saman.
Flutti hann að lokum hlýjar óskir til Stétt-
arsambandsins og bændastéttarinnar.
5. Drög að áliti sjömannanefndar.
Gunnar Guðbjartsson lagði drögin fram og
ræddi þau. Hann sagði, að samstaða hefði
orðið í nefndinni um tillögur til stjórnunar-
aðgerða, sem eru líklegar til að hafa haml-
andi áhrif á búvöruframleiðslu.
Meðan settu markmiði er náð, greiði rík-
issjóður þær útflutningsuppbætur, sem
tryggi bændum fullt afurðaverð verðlags-
árin 1977—1978 og 1978—1979.
Tillögur um takmörkun búvöruframleiðslu
eru í þrennu lagi í frumvarpsformi.
1. Kvótakerfi
2. Kjarnfóðurgjald
3. Verðbætur ti! þeirra, sem draga úr bú-
vöruframleiðslu.
Auk þess eru skýringar við framkvæmd
kvótakerfis og tillögur í 5 liðum um ýmiss
konar aðgerðir aðrar til að samhæfa land-
búnaðinn nýjum aðstæðum.
6. Skýrsla Árna Jónassonar.
Hann lagði fram skýrslu um meðalbústærð
í hinum ýmsu sýslum landsins, talið í ær-
gildum, og ennfremur um skiptingu búa í
kúabú, fjárbú og blönduð bú samkvæmt
spjaldskrá og reglum Stéttarsambandsins.
Samkvæmt þeim voru árið 1976 á landinu
1645 fjárþú, 1216 kúabú og 860 blönduð
bú.
Meðalstærð fjárbúa var 304 ærgildi, kúa-
búa 617 ærgildi og blandaðra búa 482 ær-
gildi.
Árni lagði ennfremur fram skrá um fjölda
manna, sem hafa lögbýli til umráða en aðra
aðalatvinnu en landbúnað og meðaltal ær-
gilda í eign þeirra. Var þessi skrá einnig
gerð eftir sýslum.
Erindrekinn lagði ennframur fram skrá
um ærgildi í eigu landsmanna (miðað við
Árni Jónasson, erindreki, flytur skýrslu.
nautgripi og sauðfé) og skiptingu þeirra
milli bænda og annarra. Síðan skipti hann
sauðfjáreign landsmanna milli bænda og
annarra eftir ærgildum. Taldi hann 89.46%
sauðfjáreignarinnar í eigu bænda, 1.30% í
eigu elli- og örorkulífeyrisþega í sveitum,
0.45% í eigu tilraunabúa, 5% í eigu manna,
sem hafa lögbýli til umráða en aðalatvinnu
af öðru en landbúnaði, og 3.79% í eigu
þéttbýl isbúa.
Árni Jónasson ræddi síðan um lausa-
skuldir bænda samkvæmt könnun, er hann
hafði gert á fjárhagslegri stöðu 406 bænda,
er óskað höfðu aðstoðar Stéttarsambands-
ins vegna skulda. Sagði hann í því sam-
bandi, að fjármagni því, sem varið var fyrir
nokkrum árum til að létta skuldabyrði illa
staddra bænda, hefði verið vel varið og enn
væri nauðsynlegt að hjálpa ungum bændum
yfir erfiðustu skuldahjallana.
7. Umræður um skýrslu stjórnar, reikninga,
drög að tiilögum sjömannanefndar og
skýrslu Árna Jónassonar.
Þórður Pálsson tók fyrstur til máls, þakkaði
hann framkomnar skýrslur og ræddi síðan
framkvæmdaatriði í kvótakerfinu og spurði
m.a., hvort ekki komi til hækkað kvótagjald
vegna framleiðsluaukningar. Hann vakti at-
hygli á því, að ekki væru komin fram ákveð-
in verkefni fyrir laganefnd, en þenti á, að
622
F R E Y R