Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 65

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 65
maðurinn, Hans Haga, yfirlit um störf sam- takanna síðastliðið ár, en jafnframt var lögð fram í bókarformi (210 bls.) ítarleg ársskýrsla um starfsemi samtakanna, með yfirliti yfir alla þá málaflokka, stóra og smáa, er samtökin höfðu haft til umfjöll- unar á starfsárinu. Væntanlega mun „FREYR“ geta miðlað ýmsum fróðleik úr ársskýrslunni í „Molum“ sínum á næstunni. í upphafi yfirlits síns minnti formaður- inn á þær breytingar, er átt hefðu sér stað í efnahagslífi norsku þjóðarinnar frá því síðasti ársfundur var haldinn. Síðan rakti hann stuttlega efnahagsþróunina almennt, en sérlega orsakir þess efnahagsvanda, sem Norðmenn eiga nú við að glíma. Taldi hann þann vanda að verulegu leyti heimatilbú- inn, og að allar stéttir þjóðfélagsins yrðu að leggjast á eitt til að leysa þann vanda. Þrátt fyrir skýlausa staðfestingu Stór- þingsins frá 1975 á jöfnun tekna bænda og viðmiðunarstéttanna á sjö árum mundu bændur ekki skorast undan að axla sinn hluta byrðanna, þó það kynni að seinka fullum tekjujöfnuði, — enda hefðu kjara- kröfur bændasamtakanna í nýströnduðum samningaviðræðum við ríkið einkennst af hófsemd og viðurkenningu á þeim vanda, sem við væri að etja. Eigi að síður mættu bændasamtökin ekki tapa sjónum á mikil- vægur kröfugerðum, svo sem: — að tryggja samkeppnisaðstöðu norskra bænda gagnvart framleiðendum helstu viðskiptalandanna, — að standa vörð um óbreytta búsetu í dreifbýli, — að stuðla að jafnari tekjuskiptingu í þjóðfélaginu, — að stuðla að samræmingu við gerð kjarasamninga ólíkra hagsmunahópa þjóðfélagsins. Af öðrum mikilvægum framtíðarverk- efnum, sem formaðurinn drap á, má nefna: stjórnun búvöruframleiðslunnar með til- liti til markaðsaðstæðna og nýtingar auð- linda (t. a. m. beitilands) á hverjum stað, eflingu heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu til sveita, áframhaldandi starf til eflingar lýðræði innan bændasamtakanna og flutn- ing ákvarðanatöku í afdrifaríkum málum út til hvers einstaks bónda. Að ræðu formanns lokinni voru frjálsar umræður um ársskýrslu samtakanna. Stór hluti hinna 207 fulltrúa tók til máls, og virtist meirihluti þeirra ánægður með störf stjórnarinnar, ekki síst í kjaramálum bænda. Það, sem vakti sérstaka athygli mína í umræðunum, var, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem til máls tóku, var ungir bændur, konur og karlar, — en full- trúar bændakvenfélaga eiga rétt til setu á ársfundinum. Að loknum umræðum um ársskýrslu samtakanna gerði formaður stuttlega grein fyrir framvindu samningaviðræðna bænda og ríkisvaldsins um kjarasamning til næstu tveggja ára. Einkum ræddi hann þau ágreiningsatriði, er valdið höfðu við- ræðuslitum. Að því loknu var flutt erindi um heilsu- far og heilsugæslu til sveita. Þar kom fram, að 43% allra slysatilfella í landbúnaði má rekja til vélanotkunar og 25% eru dráttar- vélaslys. Ennfremur var í erindinu nefnt, að þekking á atvinnusjúkdómum sveita- fólks sé afar takmörkuð, og fyrir vikið væru fyrirbyggjandi aðgerðir mjög af skornum skammti. Mikið skorti á, að sveita- fólk sitji við sama borð og aðrar atvinnu- stéttir í beim efnum. Til að mynda væri nýbúið að lögfesta víðtækar reglur um að- stæður og aðbúnað á allflestum vinnustöð- um, en þar fyndist ekki stafkrókur, er varð- aði aðbúnað vinnandi fólks til sveita. Þar væri mikið verk óunnið, sem bændasam- tökin yrðu að gefa aukinn gaum á næst- unni. Því næst voru teknar til afgreiðslu til- lögur, sem þinginu höfðu verið sendar, svo og lagabreytingar, en að lokum var gengið til stjórnarkjörs og var stjórn samtakanna einróma endurkjörin. F R E Y R 675
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.