Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 16

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 16
ins yrðu styrkari. Hann ræddi tillögur sjö- mannanefndar og varpaði fram þeirri hug- mynd að taka 10% af framleiðsluaukningu búa yíir grundvallarstærð. Útborgunarfyrir- komulagi rekstrarlána vildi hann ekki breyta. Þórður Pálsson taldi að beita þyrfti bæði kvótakerfi og kjarnfóðurgjaldi samhliða, en lagði til, að ekki yrði tekið kvótagjald af minnstu búunum. Hann taldi vafasamt, að framkomnar tillögur um fulltrúakjör Stéttar- sambandsins væru til bóta. Fjárhagsaðstoð vegna lausaskulda bænda taldi hann eiga að takmarkast við færri bændur en áður, aðeins þá, sem verst væru settir. Hann lagði til, að kjörmannafundir yrðu haldnir árlega, þótt ekki yrði kosið nema annað hvert ár. Sigurður Sigurðsson hvatti til, að Stéttar- sambandið yki fjárframlög til að örva sölu búvara. Þá ræddi hann skattamál, taldi, að girðingar ættu að færast á fyrningarskýrslu. Sigmundur Sigmundsson taldi ekki til bóta að breyta kjörmannafyrirkomulaginu nema þá helst að fjölga kjörmönnum. Hann taldi nauðsyn að tryggja, að fóðurbætisverð væri hið sama um land allt og að niður féllu tollar og skattar af vélum og söluskatt- ur af kjötvörum. Gunnar Guðbjartsson svaraði fyrirspurn- um. Hann sagði, að kjöt, sem spurt var um og flutt var tii Danmerkur, hefði verið selt á 9 kr. danskar eða svipað og aðrir hafa greitt fyrir kjötið, en í þessu tilfelli var það staðgreitt. Gunnar benti á, að aukning á notkun erlends kjarnfóðurs hefði á síðasta ári verið 10% á hvert ærgildi umfram sam- drátt í söiu innlends kjarnfóðurs, sem varð rúmlega 1800 tonn á sl. ári. Hann taldi að fara ætti með mikilli gætni í að breyta kjörmannafyrirkomulaginu inn- an Stéttarsambandsins, en æskilegt væri að halda árlega kjörmannafundi, en þá yrði jafnframt að auka starfslið Stéttar- sambandsins. Skattlagningu á ríkisbúin taldi hann skipta litlu máli til fjáröfl- unar vegna þess, hve þar væri um lítinn hluta búvöruframleiðslunnar að ræða. Gunnar skýrði ástæður fyrir ágreiningi um húsnæði, sem Landssamband veiðifé- laga hefur haft í Bændahöllinni, Búnaðar- bankinn þyrfti á þessu húsnæði að halda, en Landssambandið ætti kost á öðru hús- næði á 7. hæð Bændahallarinnar. Hann iagði áherslu á, að lánareglur til bygginga væru í samræmi við ákveðnar reglur um stærð bygginga og það fram- leiðsluskipulag, sem ákveðið kynni að vera með kvótakerfinu. Fyrningar á girðingum í skattframtölum bænda eru umdeildar vegna þess, að auðvelt er að færa endurnýjunar- kostnað á viðhald. Gunnar benti á, að kjarnfóðurgjald, notað til verðjöfnunar, væri hliðstætt gjaidi verka- fólks í atvinnuleysistryggingasjóð. Klukkan 12 lauk umræðum og var þá fundi írestað til kvölds. Að kvöldverði loknum, hinn 30. ágúst, hófst fundur að nýju um kl. 20.30. Höfðu nefndir þá lokið störfum og voru tillögur þeirra teknar til afgreiðslu. 10. Tillögur verðlagsnefndar. Jón Guðmundsson mælti fyrir tillögu nefnd- arinnar um úrskurð yfirnefndar. Sveinn Tryggvason bar fram ábendingu um orða- lagsbreytingu, og var hún tekin til greina. Tillagan var borin undir atkvæði á þessa leið: Aðalfundur Stéttarsambands bænda lýsir yfir undrun á úrskurði meirihluta yfirnefndar á verðlagsgrund- velli landbúnaðarvara frá 2. des. sl. og harmar, að slíkar rökleysur skuli viðgangast, þar sem bændur eiga lögum samkvæmt að hafa sömu laun og svo- nefndar viðmiðunarstéttir. Hins vegar fagnar fundurinn því, að nú lítur út fyrir, að leiðréttingar fáist á sumum liðum grund- vallarins í sexmannanefnd, en hvetur fulltrúa sína til að standa fast á rétti bænda til lagfæringa á þeim liðum, sem enn eru stórlega vanmetnir í verðlags- grundvelli, einkum fjármagns- og vaxtalið. Samþykkt samhljóða. 626 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.