Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 23

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 23
Haukur Steindórsson flutti endurskoðaða tillögu frá lánamálanefnd á þessa leið: Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn á Akur- eyri 29.—31. ágúst 1978, telur ekki æskilegt að breyta því fyrirkomulagi, sem nú er, að afgreiða afurða- og rekstrarlán landbúnaðarins til sölufélaga bænda. Stefán A. Jónsson lagði til, að skilið yrði á milli afurða- og rekstrarlána og athugað yrði um að greiða rekstrarlán beint til bænda. Ingi Tryggvason mælti með tillögunni. Engilbert Ingvarsson benti á, að sumir bændur keyptu rekstrarvörur sínar af öðr- um en þeim sölufélögum, sem fengju rekstr- arlánin í hendur. Þá væri eðlilegt, að bænd- ur fengju beina greiðslu. Fundarstjóri óskaði þess, að nefndin tæki tillöguna enn til athugunar, og var af- greiðslu hennar frestað í bili. 16. Tillögur frá allsherjarnefnd. Jón G. Jónsson flutti þessa tillögu nefndar- innar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 felur stjórn sambandsins að fá niðurfelldan innflutningstoll af íblöndunarefni til votheysgerðar. Samþykkt samhljóða. Grímur Jónsson lagði fram í annað sinn tillögu um húsnæði Landssambands veiði- félaga, sem allsherjarnefnd hafði endur- skoðað. Var hún nú svo: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 gerir sér fyllilega Ijósa þörf Landssamþands veiðifélaga fyrir söluskrifstofu á hagfelldum stað. Því beinir fundurinn því til hússtjórnar Bændahall- arinnar, að Landssambandið haldi aðstöðu á 1. hæð Bændahallarinnar. En fari svo, að það sé ekki mögulegt, verði þvl séð fyrir húsnæði á öðrum stað í Bændahöllinni, sem það gæti sætt sig við. Auk framsögumanns tóku þessir til máls: Sveinn Guðmundsson, Agnar Guðnason, Magnús Sigurðsson, Þórður Pálsson og Guðm. Ingi Kristjánsson. Sveinn Guðmundsson lagði fram þessa breytingartillögu: Niðurlag tillögunnar „haldi aðstöðu o. s. frv. falli burt, en í staðinn komi ,,fái aðstöðu á eins hag- stæðum stað í Bændahöllinni og hægt er“. Magnús Sigurðsson lagði fram þessa breytingartillögu: Síðasta málsgrein falli burt. Breytingartillaga Magnúsar var felld með 17:8 atkv. Breytingartillaga Sveins var samþykkt með 19:14 atkv. Aðaltillagan þar með talin samþykkt. Þá var tekin fyrir endurskoðuð tillaga allsherjarnefndar um niðurfellingu gjalda af landbúnaðarvélum. Einar Þorsteinsson mælti íyrir henni: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 ítrekar samþykktir fyrri aðalfunda um iækkun aðflutnings- gjalda af jeppabifreiðum, niðurfellingu tolla, vöru- gjalds og söluskatts af vélum og tækjum til land- búnaðar og varahlutum til þeirra. Jafnframt þakkar fundurinn þær tollalækkanir á tækjum til landbún- aðar, er samþykktar voru á síðast Alþingi. a) Fundurinn mótmælir þeim hækkunum á tolli og innflutningsgjöldum af jeppabifreiðum, sem komu til framkvæmda árið 1976, og gerir kröfu til, að álögur ríkisins á þessar bifreiðar til bænda séu ekki hærri en á atvinnubifreiðar til leigu- og vöru- bifreiðarstjóra, þar sem hér er um að ræða nauð- synleg atvinnu- og samgöngutæki í dreifbýli. b) Þá leggur fundurinn ríka áherslu á, að tollar, vöru- gjald og söluskattur af vélum, sem fluttar eru inn vegna landbúnaðarins, og varahlutum til þeirra verði felldur niður, svo landbúnaðurinn fái notið sömu kjara og sjávarútvegur og iðnaður. Felur fundurinn því stjórn Stéttarsambandsins að fylgja þessum miklu hagsmuna- og réttlætismálum landbúnaðarins fast eftir við stjórnvöld. Samþykkt samhljóða. 17. Tillögur framleiðslunefndar. Hermann Guðmundsson flutti ræðu um stöðu landbúnaðarins á íslandi og vanda hans. Mælti hann síðan fyrir þessari tillögu nefndarinnar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn á Akur- eyri 29.—31. ágúst 1978, telur brýnt, að gripið verði nú þegar til stjórnunaraðgerða í framleiðslumálum landbúnaðarins. F R E Y R 633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.