Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 60
Störf markaðsnefndar
MarkaSsnefnd var skipuð af landbúnaðarráðherra fyrri hluta árs 1977.
Nefndarskipunin var í samræmi við ályktun Búnaðarþings 1977. Meðfylgjandi
skýrsla um störf nefndarinnar fyrsta árið var lögð fyrir aðalfund
Stéttarsambands bænda á Akureyri.
Markaðsnefndin hefur nú starfað í rúmt
ár, en hún hélt sinn fyrsta fund 9. ágúst
1977.
í nefndinni eiga sæti:
Sveinn Tryggvason, formaður, frá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins,
Jón Helgason, frá Stéttarsamb. bænda,
Sveinbjörn Dagfinnsson, frá landbúnað-
arráðuneytinu,
Agnar Tryggvason, frá Búvörudeild SÍS,
Sveinn Hallgrímsson, frá Búnaðarfélagi
íslands.
Ritari nefndarinnar er Jón Ragnar
Björnsson.
Nefndin hefur alls haldið 30 fundi, 12 á
síðasta ári og 18, það sem af er þessu ári.
Nú verður reynt að drepa á þau helstu
mál, sem nefndin hefur tekið til meðferð-
ar, en stiklað verður á stóru, rúmsins vegna.
Kjötsalan.
Mikið af starfi nefndarinnar hefur beinst
að kjötútflutningi, nefndarmenn og ritari
hafa rætt við kjötkaupendur og gert ýms-
ar athuganir á mörkuðum. Einnig hefur
Búvörudeild SÍS, ásamt ýmsum öðrum að-
ilum innan Sambandsins, heima og erlendis,
gert athuganir og safnað gögnum fyrir
nefndina.
Sveinn Tryggvason og Agnar Tryggva-
son ræddu við norsku og sænsku kjötkaup-
endurna í tengslum við NBC-fundinn í
Molde í Noregi s.l. haust. Einnig ræddu
þeir við fulltrúa Beijer Food í Svíþjóð, sem
sýnt hefur áhuga á kjötkaupum frá íslandi.
I sömu ferð ræddu þeir við fulltrúa dönsku
bændasamtakanna og K.C. Knudsen, sem
er umboðsaðili Sambandsins í Danmörku.
Sveinn Tryggvason hefur ritað ítarlega
skýrslu um þessar viðræður.
I byrjun nóvember fór Sveinn Tryggva-
son til Noregs og Svíþjóðar og átti við-
ræður við landbúnaðarráðherra landanna
og fleiri aðila. Tilgangur ferðarinnar var
að kanna, hvort unnt væri að fá hærra
verð fyrir okkar útflutningsvörur með ein-
hvers konar fyrirgreiðslu af hálfu stjórn-
valda, en miklar niðurgreiðslur eru á kjöti
í þessum löndum, og því fá þarlendir bænd-
ur mun hærra verð fyrir framleiðslu sína
en íslenskir bændur fá fyrir útflutta kjöt-
ið. Ráðherrarnir lofuðu að skoða þessi mál.
Ekki hefur enn fengist niðurstaða í þessu
670
F R E Y R