Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 25

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 25
8. Styrkur til útgáfu Freys ........ — 2.000.000 9. Aukaútgáfa af Frey .............. — 1.000.000 10. Nefndastörf og skýrslugerðir . — 1.200.000 11. Húsaleiga, Ijós, hiti og ræsting — 1.500.000 12. Framlag til markaðsnefndar ... — 5.000.000 13. Framlag til Byggingasjóðs ... — 600.000 14. Framlag í Tryggingasjóð ......... — 15.000.000 15. Framlag í Styrktarsjóð .......... — 10.500.000 16. Bréfaskólinn .................... — 350.000 17. Starfsfé kvenfélaga ............. — 7.500.000 18. Styrkur til kvikmyndagerðar .... — 300.000 (Þórarinn Haraldsson) 19. Framlag til fræðslukvikmyndar — 1.000.000 vegna Landbúnaðarsýningarinnar 20. Styrkir skv. samþ. aðalfundar — 650.000 21. Óviss útgjöld ................... — 4.000.000 Mismunur ........................ — 4.700.000 Samtals kr. 86.600.000 Júlíus Jónsson lagði fram þessa fjárhags- áætlun af hálfu fjárhagsnefndar og skýrði einstaka liði. Síðan var áætlunin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 20. Nefndarkosning. Þá fór fram kosning í þriggja manna milli- fundanefnd samkvæmt ályktun, er fundur- inn hafði samþykkt að tillögu laganefndar. Kosnir voru samkvæmt uppástungu: Magnús Sigurðsson, Helgi Jónasson og Hermann Guðmundsson. Sigurbergur Þorleifsson tók til máls. Ræddi hann um búskaparaðstöðu í Gull- bringusýslu og sagði, að búskapur þar væri ef til vill ekki mikilvægur fyrir landbúnaðinn á íslandi í heild, en óskaði þess þó, að munað yrði eftir búskapnum í Gullbringu- sýslu og því fólki, sem þar stundar ræktun landsins.Vonaði hann, að sýslan héldi fram- vegis sínum 2 fulltrúum á Stéttarsambands- fundum. Sjálfur kvaðst hann ekki oftar verða fulltrúi þar og þakkaði gott samstarf. Erlendur Árnason kvað fulltrúaferil sinn á aðalfundum Stéttarsambandsins kominn á leiðarenda, en hann hefur verið Stéttar- sambandsfulltrúi frá stofnun þess. Þakkaði hann ánægjulegt samstarf við góða menn í félagsmálum Stéttarsambandsins og ósk- aði því velfarnaðar. Sigsteinn Pálsson kvaðst ekki mundu gefa kost á sér í næstu kosningum til full- trúakjörs á aðalfundi Stéttarsambandsins. Þakkaði hann þar gott samstarf og flutti íslenskum bændum heillaóskir og bað fundarmenn að taka undir þær með því að hrópa húrra fyrir íslenskri bændastétt, og var það gert. Nú var kl. 12.30, og var þá tekið matarhlé til kl. 13.30, en þá hófst fundur að nýju. Ásdís Káradóttir á Hofi tók til máls og flutti þakkir fyrir hönd allra þeirra kvenna, er voru gestir fundarins. Þakkaði hún Stétt- arsambandinu að gefa þeim kost á að fylgja bændunum á aðalfundina fyrr og nú og kynnast þar bæði starfsemi sambandsins og ýmsum fögrum byggðarlögum. Einnig þakkaði hún K.E.A. rausnarlegar móttökur og Búnaðarsambandi Eyjafjarðar ágæta ferð um héraðið, til Ólafsfjarðar og um Svarfaðardal. Minntist hún þess, hve mikils virði væri fyrir börn að alast upp í sveit, og lagði áherslu á að ganga vel um landið sitt og rækta með sér ættjarðarástina og dásamaði fegurð og hlýleik Eyjafjarðar. Lauk hún máli sínu með því að flytja fyrsta erindið úr Ijóði Jóhannesar úr Kötlum, ,,Land míns föður, landið mitt“. Fundarstjórinn, Ingi Tryggvason, þakkaði Ásdísi hlý og falleg orð og kvað bændunum einnig skylt að þakka konunum fyrir það, að þær vildu fylgja þeim á fundina og gefa þeim með því auðugri og ánægjulegri blæ. Guðmundur Ingi Kristjánsson las upp fundargerð fundarins, sem ekki var þó lokið að færa til bókar. Fundurinn samþykkti fundargerðina og var fundarriturum falið að Ijúka bókun. Gunnar Guðbjartsson, formaður sam- bandsins, þakkaði fundarmönnum gott starf og sérstaklega ábyrga afstöðu og samstöðu á fundinum. Óskaði hann fulltrúum góðrar heimferðar og landbúnaðinum velfarnaðar og minnti að lokum á orð Davíðs Stefáns- F R E Y R 635
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.