Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 62

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 62
andi fé til slátrunar í íran. Mestur áhugi er fyrir veturgömlum hrútum, og hafa fyrirspurnir borist um kaup á tugum þús- unda fjár. Sambandið hefur ákveðið, að sendir verði út fáeinir lifandi hrútar flug- leiðis sem sýnishorn í haust, og verður þá hægt að gera sér betri grein fyrir, hvort hér sé um mál að ræða, sem þurfi meiri skoðunar við. Ingi Tryggvason var nýverið á ferð í írlandi á vegum Stéttarsambandsins og nefndarinnar til að kynna sér ýmsa þætti í írskum landbúnaði og þó einkum að kynna sér útflutning íra á fersku dilkakjöti til Frakklands. En kunnugt er um, að þeir fá gott verð fyrir kjötið í Frakklandi. Ástæð- an fyrir þessu hagstæða verði mun vera sérstakir samningar milli landanna, auk þess sem írar þurfa ekki að greiða toll til Frakklands, þar sem hér er um viðskipti innan Efnahagsbandalagsins að ræða. Markaðsnefndin hefur lagt talsverða vinnu í að kanna möguleika á aukinni sölu land- búnaðarafurða til herliðsins á Keflavíkur- flugvelli. í þessu sambandi hafa nefndar- menn átt viðtöl við utanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins og starfsmenn Varnarmáladeildar. Rætt hefur verið við forsvarsmenn hersins um þessi mál. Ekkert hefur orðið ágengt í þessum viðræðum og Bandaríkjamenn raunar talið, að þeir geti ekki aukið kaup sín af okkur. Þetta mál er því enn á dagskrá hjá nefnd- inni, því menn eru mjög áhugasamir um að takast megi að auka viðskipti á þessu sviði, einkum á ostum og öðrum mjólkur- vörum. Þess má geta, að herliðið kaupir neyslumjólk, rjóma, undanrennu, jógúrt og súrmjólk af íslendingum, aðrar vörur eru fluttar inn frá Bandaríkjunum. Þá hefur verið rætt við forsvarsmenn íslensks markaðar á Keflavíkurflugvelli um möguleika á aukinni kynningarstarf- semi í Fríhöfninni á íslenskum búvörum. Forráðamenn fyrirtækisins eru mjög já- kvæðir í þessu efni. Þetta mál er enn á dagskrá hjá nefndinni. Á sl. vetri var ákveðið að taka þátt í „Grænu vikunni“ í Berlín, sem svo er köll- uð. Er þetta mikil sýning, sem dregur til sín fjölda fólks víðs vegar að, og er eink- um lögð áhersla á kynningu matvæla. Sam- bandið annaðist undirbúning og fram- kvæmd íslensku sýningardeildarinnar og var lögð mikil vinna í að gera framlag okkar sem myndarlegast. Jafnhliða þessu var gerð mjög ítarleg samantekt á dilka- kjötsmörkuðum í Efnahagsbandalagslönd- unum. Var skýrsla um þetta efni unnin af Gylfa Sigurjónssyni, forstöðumanni Hamborgarskrifstofu SÍS. Hann mætti einnig á fundum hjá nefndinni og gaf ýms- ar upplýsingar. í tengslum við þessar að- gerðir var dilkakjöt haft til sölu í sérversl- unum í Berlín. Þar voru seld nær 80 tonn af kjöti. Verðið, sem fengist hefur, er ámóta og í Danmörku, en þarna erum við í sam- keppni við Nýsjálendinga, sem halda verð- inu niðri. Heyútflutningur. Aðalfundur Stéttarsambandsins í fyrra fól markaðsnefndinni að kanna möguleika á útflutningi heys. Töluvert hefur verið unnið að þessu máli ásamt Sambandinu og Búnaðarfélaginu. Einkum hefur verið athugað að flytja hey út til Noregs, Færeyja og Grænlands. Nokkur útflutningur hefur verið til tveggja fyrrnefndu landanna, þ. e. a. s. að Búnað- arsamband Eyjafjarðar seldi um 100 tonn til Noregs sl. vor og Heildverslun Guð- björns Guðjónssonar seldi 80 tonn til sama lands. Sambandið seldi um 30 tonn til Fær- eyja sl. haust og hefur nú samið um sölu á 60 tonnum þangað í haust. Ekki er enn ljóst, hvort tekst að selja hey til Noregs á þessu hausti, enda minna framboð á heyi en sl. ár. Fyrr í sumar barst fyrirspurn um verð- tilboð á heyi frá Grænlandsversluninni dönsku. Ekki var unnt að fá úr því skorið 672 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.