Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 37
Birgðir osta eru nú talsvert meiri en í
fyrra á sama tíma og smjörbirgðir meiri en
nokkru sinni áður á þessum árstíma. Nauð-
synlegt er að minnka mjólkurvörubirgðir til
að losa fé mjólkursamlaganna og bank-
anna, sem er bundið í birgðum. 1. ágúst sl.
voru birgðir af smjöri 1.065 tonn og ostum
1.196 tonn.
Verðlagsmál.
Eins og fram kom á aðalfundinum í fyrra
var þá samið til bráðabirgða og átti það
samkomulag að gilda til 15. októþer. Strax
eftir aðalfundinn var farið að vinna að gerð
nýs grundvallar, en þá stóð á upplýsingum,
sem von var á frá Hagstofunni, um úrtak af
framtölum bænda frá rekstrarárinu 1976.
Það úrtak kom 12. október. Því var naumur
tími til stefnu með tillögugerð og samninga.
Fulltrúar framleiðenda gerðu strax tillögu
til nýs verðlagsgrundvallar, er fól í sér marg-
víslegar leiðréttingar frá fyrra grundvelli og
gerði hún ráð fyrir 26,0% hækkun útgjalda
við vísitölubúið. Megináhersla var lögð á
leiðréttingu fjármagnsþátta grundvallarins
svo og á laununum. Þar á meðal var tillaga
um 312 stunda helgidagagreiðslu til bónd-
ans vegna viðveruskyldu, og að húsfreyjan
fengi sömu laun og bóndinn. Fleiri leiðrétt-
ingar fólust í þessu.
Fljótlega kom í Ijós, að neytendafulltrú-
arnir töldu sig ekki geta fallist á þessa til-
lögu og raunar ekki á neitt, er fæli í sér
einhverja verðhækkun búvara, og því var
ágreiningi um gerð grundvallarins vísað til
yfirnefndar 28. október.
Yfirnefndin var ekki fullskipuð fyrr en um
miðjan nóvember, m.a. vegna þess, að neyt-
endafulltrúarnir vildu ekki tilnefna mann í
nefndina sjálfir, og kom það í hlut félags-
málaráðherra að gera það.
Yfirnefndin var skipuð þessum mönnum:
Guðmundi Magnússyni, tilnefndum af
Hæstarétti sem formaður, Sveini Tryggva-
syni, tilnefndum af framleiðendafulltrúum
sexmannanefndar, og Jóni Þorsteinssyni,
F R E Y R
skipuðum af ráðherra fyrir hönd neytenda-
fulltrúa sexmannanefndar.
Nefndin felldi úrskurð 2. desember. Úr-
skurðurinn fól í sér 7,1 % hækkun gjaldaliða
verðlagsgrundvallarins frá bráðabirgða-
grundvellinum 1. seþt. Mestur niðurskurð-
ur á tillögum framleiðenda var á fjármagns-
og launaliðnum, m.a. var synjað kröfunni
um sömu laun húsfreyju og bóndans. Leitað
var til Jafnréttisráðs um úrskurð um lög-
mæti þeirrar ákvörðunar. Svar Jafnréttis-
ráðs var á þá leið, að það teldi úrskurðinn
um þetta efni rangan, en taldi sig ekki hafa
rétt til að fella dóm um málið. Stjórn Stétt-
arsambandsins fjallaði ítarlega um þetta
atriði og leitaði sérstaks lögfræðiálits um
það, og var það álit á sömu lund og svar
Jafnréttisráðs. En þar sem hálft verðlags-
árið var liðið, þegar þessi svör lágu fyrir,
og gera mátti ráð fyrir, að málshöfðun og
málarekstur fyrir almennum dómstólum
tæki nokkra mánuði, þótti stjórninni ekki
rétt að leggja í opinberan málarekstur að
sinni, en reyna með öllum ráðum að fá
þetta leiðrétt við verðlagningu nú í haust.
Með skýrslu þessari fylgir yfirlit um til-
lögur framleiðenda um nýjan verðlags-
grundvöll og til samanburðar niðurstaða úr-
skurðar yfirnefndar.
Eftir að yfirnefndarúrskurðurinn féll, var
grundvöllurinn umreiknaður að nýju miðað
við verðlags- og kaupbreytingar frá 1. sept-
ember og einnig reiknað tap bænda vegna
dráttar á verðlagningu og því bætt við verð-
lagið, er tók gildi 7. desember. Síðan var
gerður framreikningur, bæði 1. mars og 1.
júní, svo sem venjulegt er. Grundvöllurinn
hefur hækkað frá 1. september 1977 til og
með 31. ágúst um kr. 2.793.499,00 eða
47,45%.
Mest hækkun er á launaliðnum, kr. 1.552.
787,00 eða 47,18%, á kjarnfóðri er hækk-
unin 230 þúsund eða 34%, á áburði kr.
221.562 eða 35,4%, rekstur véla kr. 213.413
eða 45,9%, vextir hafa hækkað um kr.
86.387 eða um 33,76%, annar kostnaður
um kr. 189.828 eða um 96,2%, flutningar
647
L