Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 33
sem verða skýrðar sérstaklega á fundin-
um.
Stjórn sambandsins hefur fjallað um
margháttaðar styrkbeiðnir á árinu. Kvenfé-
lagasamböndin fengu sl. ár kr. 2.508 þús-
und skv. fyrri samþykkt aðalfundar.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins sótti
um styrk til rannsóknar á kjötgæðum dilka,
sem aldir voru á mismunandi hátt, þar á
meðal á káli, og var tilgangurinn sá að meta
áhrif fóðursins á fallþunga þeirra, hlutfall
fitu og vöðva og bragðgæði kjötsins í hverj-
um flokki. Einnig efnagreining kjötsins og
samsetning fitunnar.
Farið var fram á 3 milljóna kr. styrk til
þessa verkefnis. Stjórnin taldi sér ekki fært
að ráðstafa svona miklu fé án samþykkis
Stéttarsambandsfundar, en taldi þó málefn-
ið svo mikilsvert fyrir kjötmarkaðinn, að
nauðsynlegt væri að sinna því. Stjórnin tók
þá ákvörðun að láta allt að einni milljón
króna í verkið. Hún beitti sér fyrir, að Fram-
leiðnisjóður lét annað eins, en hefur á-
kveðið að leggja fyrir aðalfund tillögu um
viðbótarframlag, svo verkinu yrði lokið.
Ákveðið var að verja 100 þúsund kr. til
styrktar útgáfu á bréfum Torfa í Ólafsdal.
Ungum bændum, sem fóru á fund í Nor-
egi, var veittur 50 þúsund kr. ferðastyrkur.
Svínaræktarfélagi íslands voru veittar 150
þúsund kr. í rekstrarstyrk. Fleiri minniháttar
styrkir hafa verið veittir.
Eins og áður hefur komið fram var mikið
unnið að umbótum í rekstrar- og afurða-
lánum, bæði með viðræðum við ráðamenn
og bréfaskriftum til Seðlabankans með upp-
lýsingum um breytingar á verði og magni
búvöru. Sérstök hríð var gerð í þessu efni
í desember, eftir að verðið var hækkað um
h.ub. 18%, og fékkst þá viðurkenning á,
að tekið yrði tillit til þeirrar hækkunar við
aígreiðslu afurðalánanna.
Heilbrigðisráðherra var skrifað bréf um,
að sveitakonur fengju greitt fæðingarorlof
eins og konur, sem vinna launþegastörf.
Útvarpsráði var skrifað og þess krafist,
að búnaðarþátturinn „Spjallað við bændur“
yrði aftur upp tekinn. Árangurinn varð þátt-
ur sá, sem Jónas Jónsson sér um og hófst
í maímánuði sl.
Bændur í Barðastrandarhreppi skrifuðu
stjórn sambandsins og óskuðu eftir stuðn-
ingi við kröfu sína um forgangsrétt til grá-
sleppuveiða utan við strönd sveitarinnar.
Stjórnin varð við þessari beiðni og ritaði
sjávarútvegsráðherra bréf um málið, en
fékk svarbréf með algjörri synjun.
Ákveðið var, að Stéttarsambandið tæki
þátt í þróunardeild landbúnaðarsýningar-
innar á Selfossi, og var Hákon Sigurgríms-
son fulltrúi Stéttarsambandsins í nefnd
þeirri, er undirbjó þann þátt sýningarinnar.
Þessu fylgdi engin kvöð um fjárhagslega
ábyrgð á sýningarhaldinu umfram hlutdeild
í kostnaði þessarar deildar. Sýning þessi
var mjög myndarlega úr garði gerð, og má
vænta góðs árangurs af henni. Einkunnar-
orð hennar voru aukin kynning sveitar og
þéttbýlis.
Á sl. ári var gerð krafa til greiðslu eign-
arskatts af Bændahöllinni. Þessari kröfu
var synjað á þeirri forsendu, að bænda-
samtökin væru ekki skattskyld fremur en
önnur stétta- og menningarfélög. Þessi
krafa hefur ekki enn náð fram að ganga,
en verði gerð gangskör að innheimtu
skattsins, er vegið að öllu frjálsu félags-
starfi í landinu og hætt er við, að það geti
haft alvarlegar afleiðingar, því þykir mér
Alþingi ekki hafa markað línur nægjanlega
skýrt varðandi skattlagningu félaga, svo
sem áður er frá greint.
Gengið var frá kaupum á íbúð fyrir for-
mann sambandsins að Kaplaskjólsvegi 39,
og hefur hann búið þar síðan í nóvember.
Kaup þessi voru mjög hagstæð að öllu
leyti.
Fjölmörg erindi hafa sambandinu borist.
Sum þeirra hafa verið þess eðlis, að
unnt hefur verið að svara þeim um hæl, en
önnur koma fyrir þennan fund, þar á meðal
fjöldi tillagna frá bændafundum og ýmsum
aðilum. Meðal annars eru þar tillögur um
breytingar á samþykktum sambandsins. Er
F R E Y R
643