Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 36

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 36
d)80 millj. vegna sælgætisgerða verði aflétt. 2. Aðgerðir til að auka sölu búvöru innan- lands. 3. Létt verði af bændum verðjöfnunargjöld- um á þessu ári. 4. Lausaskuldum bænda verði breytt í föst lán. 5. Komið verði á afleysingaþjónustu fyrir bændur. 6. Rekstrar- og afurðalán verði aukin. 7. Almenn lánakjör verði bætt. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til aðstoðar ungum bændum vegna bústofnsmynd- unar. 8. Ekki verði gerðar breytingar á eignar- rétti eða umráðarétti bænda yfir jörðum og landsnytjum þeirra. 9. Gerðar verði ráðstafanir til, að hægt verði að Ijúka nauðsynlegum bygging- um vinnslustöðva búvara. 10. Búnaðarbankinn starfi áfram sjálfstætt. H.AImennar efnahagsráðstafanir verði ræddar við bændasamtökin. Ótal margt fleira hefur komið fyrir stjórn- arfundi, en það verður ekki rakið hér, enda of langt mál. Framleiðsla og sala búvöru. Innvegið kjöt í sláturhúsin á sl. hausti var 13.963.858 kg, og var það 21.317 kg minna en haustið 1977 eða 0,15%. En þegar slátr- un hófst eða 1. september 1977, voru talin í birgðum af kindakjöti um 1980 tonn, og var það mun meira en áður hefur verið. Til sölumeðferðar á verðlagsárinu voru því 15.944 tonn af kindakjöti. Innanlandssala frá 1. september 1977 til 1. ágúst 1978 hefur orðið um 8.611 tonn á móti 7.967 tonnum sama tímabil 1976— 1977. Söluaukning er því 644 tonn eða 8,08%. Útflutningur hefur nú orðið 4.679 tonn á móti 5.122 tonnum á sama tímabili fyrra verðlagsárs. Gert er ráð fyrir, að í birgðum í upphafi sláturtíðar verði nokkru minna kindakjöt nú en í fyrra eða um 800—900 tonn. Nautakjötsframleiðsla, sem kom fram í skýrslum sláturhúsanna á síðasta ári, var um 260 tonnum minni en árið 1976. Sala á nautgripakjöti var aðeins 24 tonnum minni árið 1977 en 1976 og var því gengið á birgðir, og voru þær taldar aðeins 420 tonn í byrjun þessa árs. Slátrun nautgripa, það sem af er þessu ári, hefur orðið nokkru meiri en á fyrra ári, og er talið, að kjötmagnið, sem komið hef- ur, sé 456 tonn á móti 433 tonnum 1977. Skortur hefur verið á nautakjöti á markaðn- um. Birgðir 1. ágúst voru 157,6 tonn á móti 357 tonnum árið 1977. Sérstakur skortur hefur verið á öllu vinnslukjöti, bæði af naut- gripum og sauðfé, og má ætla, að það hafi verkað tii aukinnar sölu dilkakjöts. Garðræktin gekk ekki vel sunnanlands sl. ár, en aftur á móti mjög vel norðanlands. Innlendar kartöflur, sem voru á Reykjavík- urmarkaði, voru að stórum hluta lélegar, smáar og illa útlítandi, og var allmikil óá- nægja meðal neytenda með þær og sala varð með minnsta móti fyrri hluta vetrar af þeim sökum. Horfur á uppskeru nú eru all- góðar. Mjólkurframleiðsla varð 6,2% meiri sl. ár en 1976 og varð hin mesta, sem um getur. Aftur á móti varð samdráttur í sölu nýmjólkur 4,3% til viðbótar samdrætti 1976, sem var álíka mikill. Einnig dróst rjómasala saman um 2,1%, skyrsala um 6,7% og smjörsala um 20,5% Sala á ostum jókst lítilsháttar. Það, sem af er þessu ári, hefur mjólkurframieiðsla aukist um 2,66% fram til 1. ágúst. Enn hefur haldist samdráttur í sölu nýmjólkur og er hann á fyrstu 7 mán- uðum þessa árs 2,66%. Hins vegar hefur sala aukist á rjóma eftir verðlækkun hans í desember sl. og er aukningin 5,59%. Skyrsala heldur áfram að dragast saman. Smjörsalan jókst verulega á útsölutímabil- inu, en hefur orðið lítil, síðan henni lauk. 646 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.