Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 36
d)80 millj. vegna sælgætisgerða verði
aflétt.
2. Aðgerðir til að auka sölu búvöru innan-
lands.
3. Létt verði af bændum verðjöfnunargjöld-
um á þessu ári.
4. Lausaskuldum bænda verði breytt í föst
lán.
5. Komið verði á afleysingaþjónustu fyrir
bændur.
6. Rekstrar- og afurðalán verði aukin.
7. Almenn lánakjör verði bætt. Sérstakar
ráðstafanir verði gerðar til aðstoðar
ungum bændum vegna bústofnsmynd-
unar.
8. Ekki verði gerðar breytingar á eignar-
rétti eða umráðarétti bænda yfir jörðum
og landsnytjum þeirra.
9. Gerðar verði ráðstafanir til, að hægt
verði að Ijúka nauðsynlegum bygging-
um vinnslustöðva búvara.
10. Búnaðarbankinn starfi áfram sjálfstætt.
H.AImennar efnahagsráðstafanir verði
ræddar við bændasamtökin.
Ótal margt fleira hefur komið fyrir stjórn-
arfundi, en það verður ekki rakið hér, enda
of langt mál.
Framleiðsla og sala búvöru.
Innvegið kjöt í sláturhúsin á sl. hausti var
13.963.858 kg, og var það 21.317 kg minna
en haustið 1977 eða 0,15%. En þegar slátr-
un hófst eða 1. september 1977, voru talin
í birgðum af kindakjöti um 1980 tonn, og
var það mun meira en áður hefur verið. Til
sölumeðferðar á verðlagsárinu voru því
15.944 tonn af kindakjöti.
Innanlandssala frá 1. september 1977 til
1. ágúst 1978 hefur orðið um 8.611 tonn á
móti 7.967 tonnum sama tímabil 1976—
1977. Söluaukning er því 644 tonn eða
8,08%.
Útflutningur hefur nú orðið 4.679 tonn á
móti 5.122 tonnum á sama tímabili fyrra
verðlagsárs. Gert er ráð fyrir, að í birgðum
í upphafi sláturtíðar verði nokkru minna
kindakjöt nú en í fyrra eða um 800—900
tonn.
Nautakjötsframleiðsla, sem kom fram í
skýrslum sláturhúsanna á síðasta ári, var
um 260 tonnum minni en árið 1976. Sala á
nautgripakjöti var aðeins 24 tonnum minni
árið 1977 en 1976 og var því gengið á
birgðir, og voru þær taldar aðeins 420 tonn
í byrjun þessa árs.
Slátrun nautgripa, það sem af er þessu
ári, hefur orðið nokkru meiri en á fyrra ári,
og er talið, að kjötmagnið, sem komið hef-
ur, sé 456 tonn á móti 433 tonnum 1977.
Skortur hefur verið á nautakjöti á markaðn-
um. Birgðir 1. ágúst voru 157,6 tonn á móti
357 tonnum árið 1977. Sérstakur skortur
hefur verið á öllu vinnslukjöti, bæði af naut-
gripum og sauðfé, og má ætla, að það hafi
verkað tii aukinnar sölu dilkakjöts.
Garðræktin gekk ekki vel sunnanlands sl.
ár, en aftur á móti mjög vel norðanlands.
Innlendar kartöflur, sem voru á Reykjavík-
urmarkaði, voru að stórum hluta lélegar,
smáar og illa útlítandi, og var allmikil óá-
nægja meðal neytenda með þær og sala
varð með minnsta móti fyrri hluta vetrar af
þeim sökum. Horfur á uppskeru nú eru all-
góðar.
Mjólkurframleiðsla varð 6,2% meiri sl.
ár en 1976 og varð hin mesta, sem um
getur. Aftur á móti varð samdráttur í sölu
nýmjólkur 4,3% til viðbótar samdrætti 1976,
sem var álíka mikill. Einnig dróst rjómasala
saman um 2,1%, skyrsala um 6,7% og
smjörsala um 20,5% Sala á ostum jókst
lítilsháttar. Það, sem af er þessu ári, hefur
mjólkurframieiðsla aukist um 2,66% fram
til 1. ágúst. Enn hefur haldist samdráttur í
sölu nýmjólkur og er hann á fyrstu 7 mán-
uðum þessa árs 2,66%. Hins vegar hefur
sala aukist á rjóma eftir verðlækkun hans
í desember sl. og er aukningin 5,59%.
Skyrsala heldur áfram að dragast saman.
Smjörsalan jókst verulega á útsölutímabil-
inu, en hefur orðið lítil, síðan henni lauk.
646
F R E Y R