Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 42
Þingfulltrúar teknir tali
Fulitrúar voru teknir tali á öðrum degi fundarins, þegar lokið var skýrslu-
flutningi og almennum umræðum um þær. Tillögur höfðu verið lagðar fram,
en nefndir voru að störfum.
Betra samband þyrfti
að vera á milli bænda og
fulltrúa þeirra á Stéttar-
sambandsfundum
Kristófer Kristjánsson,
Köldukinn, A.-Húnavatns-
sýslu.
I almennum umræðum var töluvert rætt um breyt-
ingar á samþykktum Stéttarsambandsins, m. a. breyttri
tilhögun á kosningu fulltrúa. Kristófer í Köldukinn var
einn þeirra, er ræddu þetta mál, og var hann að því
spurður, hvaða atriði það væru, sem honum fyndist helst
þurfa að breyta.
Það er fyrst og fremst það, að ég tel, að þurfi að
breyta skipulagi Stéttarsambandsins varðandi kjör á
fulltrúum. Ég tel, að kjörmannafundirnir gefi okkur
ekki þann bakhjarl, sem við þurfum að hafa, sem erum
kosnir fulltrúar á aðalfundinn.
Ég hef í umhugsun um þetta staðnæmst við tvö atriði.
Annað hvort að taka kjör Stéttarsambandsfulltrúa og
þá umræður um Stéttarsambandsmálin beint inn á bún-
aðarsambandsfundina, eða þá að kjósa Stéttarsambands-
fulltrúana almennri kosningu á svipaðan hátt og kosið
er til Búnaðarþings.
Eins og kunnugt er, er fyrirkomulagið slíkt núna, að
kjörmenn eru kosnir tveir í hverri sveit, og þeir koma
saman annað hvert ár í hverri sýslu og kjósa þar full-
trúa á Stéttarsambandsfund. Strangt til tekið eru þetta
þeir aðilar, sem við erum ábyrgir gagnvart. En eftir
því sem ég best veit, þá hittast þeir næstum því aldrei
nema í þetta eina skipti, sem þeir koma saman til að
kjósa.
Þarna tel ég því, að á vanti. Betra samband þyrfti
að vera milli bænda og fulltrúa þeirra á Stéttarsam-
bandsfundum. Það kann að vera, að sumum sé ekki
fyllilega ljós þessi munur á uppbyggingu Stéttarsam-
652
F R E Y R