Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 29

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 29
lækkun vísitölu framfærslukostnaðar yrði dýrari, ef greitt yrði niður verð áburðar, fóðurbætis og vextir af stofn- lánum en með því fyrirkomulagi, sem nú er, að greiða niður verð neysluvör- unnar. Hætta er á, að niðurgreiðslur á kostnaðarliðum ýttu undir óarðbæra framleiðsluaukningu. Til þess að draga úr þeirri hættu mætti skammta það magn, sem einstakir framleiðendur ættu kost á með niðurgreiddu verði. Hættan yrði minnst, ef niðurgreiðslur til ein- stakra framleiðenda væru óháðar því, hvað viðkomandi framleiðandi kæmi til með að nota af þeim framleiðsluþátt- um, sem um er að ræða. Ef þeirri hugs- un er fylgt út í æsar, sýnist bestur ár- angur nást með því að greiða ekki nið- ur kostnaðarliði heldurveita einstökum framleiðendum verðuppbót fyrir tak- markað magn framleiðslu sinnar. 14. Tillaga um að flýta greiðslum jarðrækt- arframlaga var send fjármálaráðherra, landbúnaðarráðherra og Búnaðarfélagi íslands. Ekkert hefur áunnist í þessu efni og heldur gengið í öfuga átt við það, sem áður var búið að ákveða að gera. 15. Tillaga um breytingu á Framleiðslu- ráðslögunum fór til nefndar þeirrar, sem unnið hefur að endurskoðun lag- anna tvö sl. ár. Hluti af tillögum nefnd- arinnar kom fram á aukafundinum 30. nóvember sl., og fer ég ekki nánar út í að segja frá því, þar sem öllum fulltrú- um eru þær tillögur kunnar. 16. Tillaga um breytingu ákvæða frumvarps um vinnuaðstoð í sveitum þess efnis að tryggja rétt húsfreyju til jafns við bóndann var gerð, svo sem til var ætl- ast, og frumvarpið svo breytt sent land- búnaðarráðherra með bréfi, þar sem óskað var eftir því, að hann beitti sér fyrir flutningi og samþykkt þess á Al- þingi. Ekki varð af því, en í maímánuði sl. skipaði ráðherra þriggja manna nefnd til að semja frumvarp um orlof og afleysingaþjónustu í sveitum. í nefndina voru skipaðir: Leifur Kr. Jó- hannesson í Stykkishólmi, formaður, Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, og Ólafur Andrésson í Sogni. Formaður nefndar- innar hefur fengið í hendur öll gögn Stéttarsambandsins varðandi þessi mál. 17. Tillaga um lánamá! var í fernu lagi. Sá þáttur hennar, sem fjallaði um rekstrar- og afurðalánin, var sendur Seðlabank- anum. Annar þátturinn, sem fjallaði um almenn lán til landbúnaðar og lánakjör- in, var sendur Stofnlánadeild landbún- aðarins og landbúnaðarráðherra, og þriðji þátturinn, sem laut að því, að lausaskuldum bænda yrði breytt í föst lán, var sendur landbúnaðarráðherra og fjórði þátturinn varðandi aukna að- stoð við frumbýlinga var sendur land- búnaðarráðherra og Byggðasjóði. Um lánamálin væri hægt að flytja langt mál. Rekstrar- og afurðalánin eru í sífelldri umræðu við Seðlabankann, landbúnað- arráðherra og fleiri stjórnmálamenn. Árangur hefur orðið næsta rýr annar en sá, að afurðalánin hafa fylgt verðlagi öllu betur þetta árið en áður, fram til vors, en síðan hefur skort á það varð- andi mjólkurvörur. Aftur er aðra sögu að segja um rekstrarlánin. Þau hafa ekki fylgt verðlagi og hafa rýrnað hlut- fallslega miðað við síðasta ár. Skýrsla Seðlabankans um þetta efni fylgir hér með. Almenn útlán Stofnlánadeildar munu væntanlega dragast saman í krónutölu á þessu ári miðað við fyrra ár, og var deildin knúin af fjárskorti til að synja fjölda lánsumsókna frá bændum og vinnslustöðvum þeirra. í lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar, sem afgreidd var á Alþingi með fjárlögum í vetur, var gert ráð fyrir sömu fjárhæð lána hjá Stofn- lánadeild eins og sl. ár. En nú eru horfur þær, að stórlega muni vanta upp F R E Y R 639
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.