Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 38
um kr. 90.614 eða um 40,4%, fyrning og
viðhald útihúsa um kr. 70.579,00 eða um
73,6%.
Um aðra þætti verðlagningar svo sem
slátrunar-, frystingar- og heildsölukostnað
kjöts, vinnslu- og dreifingarkostnað mjólk-
ur, verðlagningu kartaflna og hrossakjöts,
svo og um vaxta- og geymslugjald kjöts og
kartaflna o.fl. vísast til skýrslu Framleiðslu-
ráðs, sem útbýtt er á fundinum.
Undirbúningur að haustverðlagningu nú
hófst á venjulegum tíma, þegar gögn komu
írá Hagstoíu íslands um miðjan ágústmán-
uð. Þá komu upplýsingar um breytingar á
verðlagi rekstrarvara frá 1. júní sl. Einnig
voru þá fengnar upplýsingar um kaupgjald
hjá þeim aðilum, sem kaup í verðlags-
grundvelli er við miðað. Þá lá fyrir niður-
staða búreikninga sl. árs. Hins vegar kom
ekki úrtak Hagstofunnar úr skattskýrslum
fyrr en 21. þ.m.
Niðurstaða búreikninga sýnir, að meðal-
tekjuaukning á búreikningabúunum frá ár-
inu 1976 hefur orðið um 65% á fjölskyldu-
launum og vöxtum af eigin fé. Þetta skiptist
misjafnt á búin eftir samsetningu þeirra.
Kúabúin sýna 79% aukningu þessara tekna,
blönduðu búin 63,2% og fjárbúin 44,9%.
Skýringa á þessum mun er að leita í ýmsu,
t.d. varð afurðaaukning á nautgripahluta
búanna en ekki hjá sauðfjárbúunum.
Tíðarfar var mun betra á mjólkurfram-
leiðslusvæðunum sunnan- og vestanlands
1977 en 1976. Mjólkurframleiðslan naut
auk þess sérstaklega lágs kjarnfóðurverðs
á árinu. Hins vegar koma hækkaðir vextir
meira niður á sauðfjárbúunum vegna tregari
sölu og lengri veltutíma afurða þeirra og
hlutfallslega lægra útborgunarhlutfalls en
árið 1976 vegna seinkunar á gerð aðal-
grundvallar haustsins, sem venja er að
miða haustgreiðsluna við. Enginn fram-
leiðsluauki kom fram í sölu sauðfjárafurð-
anna, en ásetningur varð meiri en árið áður
og í því fólst nokkur framleiðsluauki.
Úrtak búreikningabúanna var vel unnið
að vanda, eini gallinn er sá, að flokkun út-
gjaldanna er ekki í samræmi við það, sem
er í verðlagsgrundvelli.
Samkvæmt sérúrtaki Hagstofu íslands
hafa nettótekjur 60 búa, er í úrtakið koma,
aukist frá árinu 1976 um 77,3%. Augljósir
eru gallar á tölum skattskýrslnanna. T.d.
telja 7 bændur engan rafmagnskostnað,
sem er augljóslega rangt, og vaxtagjöldin
eru allt of lág miðuð við skuldafjárhæð, og
flutningskostnaður er alls ekki allur talinn
fram, hvorki á mjólk né á sláturfé, og fleira
er mjög óljóst og illa upplýst í úrtökunum.
T.d. telja 12 bændur ekkert viðhald girðinga
og átta bændur engin vaxtagjöld, þó aðeins
tveir bændur telji engar skuldir.
í tekjuhlið framtalanna eru taldar tekjur
utan bús og þær skiptast þannig, að bænd-
urnir sjálfir eru með að meðaltali kr. 98.
856,00, börn innan 16 ára aldurs að meðal-
tali kr. 102.500,00 og eiginkonur að meðal-
tali kr. 102.617,00.
Ég verð að segja, að tölurnar fyrir börnin
og eiginkonurnar eru tortryggilegar í mín-
um augum. Ég þekki ekki, að börn í sveit-
um eða konur í sveitum vinni almennt fyrir
verulegum launum utan heimilis. Því er
þetta úrtak tortryggilegt í mínum augum af
þessum og mörgum öðrum ástæðum. Mér
þykir illt, að bændur skuli ekki geta gengið
þannig frá framtölum sínum, að unnt sé að
byggja á þeim og draga af þeim raunhæfar
ályktanir. Ég vil skora á bændur að hrista
af sér það óorð, sem á þeim liggur, um
óvönduð skattframtöl. Þeir eiga mikið í húfi
sjálfir að taka megi mark á þeim og þeir,
sem að hagsmunamálum þeirra vinna, geti
treyst því, að þeir séu með réttar upplýs-
ingar í höndunum, þegar úrtak skatt-
skýrslna er um að ræða.
Stéttarsambandið sjálft lét vinna úrtak úr
skattskýrslum núna eins og undanfarin ár.
Niðurstaða þess úrtaks staðfestir flesta þá
galla, sem eru í úrtaki Hagstofu íslands, þó
gallarnir séu ekki alveg eins miklir. T.d. eru
meðalvextir af skuldum í árslok, öðrum en
við Bjargráðasjóð, í því úrtaki 10,5%, en
vextir skv. úrtaki Hagstofu íslands eru að
648
F R E Y R