Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 58
Álit sjömannanefndar-
innar er mjög í samræmi
við þá stefnu, sem
mörkuð var á Eiðum.
Ég hygg, að það hafi ekki legið nógu ljóst fyrir mörg-
um bændum, að þetta er nánast heimild. Þetta er ekki
neinn fastur skattur, sem verið er að taka upp. Þessu
yrði ekki beitt nema þegar á þurfi virkilega að halda.
Ég er viss um, að við náum aldrei góðum tökum á
þessum málum nema með því að geta stjórnað fram-
leiðslunni sjálfir, og hef lengi verið þeirrar skoðunar.
Nú eru líkur til, að þetta hljóti meðbyr. Þó að nokkrir
séu anóvígir, eins og oft vill verða og ekki getur talist
óeðlilegt, þá eru allir sammála um, að til einhverra ráða
verði að grípa, það, sem menn deila um, eru leiðir en
ekki markmiðin.
Böðvar Pálsson,
Búrfelli, Árnessýslu.
Afleysíngamálið eitt það
stærsta, sem við viljum
þoka áfram.
Allsherjarnejnd er sú nefndin á Stéttarsambandsfund-
um, sem að jafnaði fœr flestar tillögur tíl meðferðar.
Böðvar Pálsson var að því S'purður, hvað hann teldi
athyglisverðast af því sem hann var að fjalla um.
Til okkar komu 18 tillögur, sem við erum að velta fyrir
okkur. Við erum þegar búnir að skipta þeim niður í
flokka og nefndinni í hópa til að fjalla um þá og berum
okkur svo aftur saman á eftir, þegar búið er að gera
uppkast að ályktunum. Af því, sem mér kemur fyrst í
hug, get ég nefnt kröfur um afnám á tollum og inn-
flutningsgjöldum af landbúnaðartækjum. Eftir þeim
upplýsingum, sem við höfum fengið, álítum við, að þarna
geti verið um gjöid að ræða, sem nema um 200 þúsund
krónum á hvert bú í landinu á ári, ef þetta fengist allt
fellt niður.
Eitt stærsta mál, sem við erum með, er það, að við
viljum þoka áfram afleysingamálum bænda. Þar ligg-
ur fyrir tilbúið frumvarp, sem samið var af nefnd, þar
sem sæti áttu tveir menn frá Búnaðarfélagi íslands og
tveir frá Stéttarsambandinu, en formaður var blaðafull-
trúi bændasamtakanna.
Við viljum ýta á ríkisstjórnina með það að flytja þetta
frumvarp og lögfesta það.
Hvert er aðalefni þessa frumvarps?
Fyrirmyndin er einfaldlega sótt í norsk lög. Þetta
gengur út á það, að bændur geti fengið menn til að leysa
sig af í veikindatilfellum. Þetta er sem sagt fyrst og
fremst forfallaþjónusta. Við höfum rætt um það í nefnd-
inni, að sjálft orlofsmálið mundi bíða. Það virðist ekki
vera almennur vilji fyrir því hjá bændum, að orlof verði
að einhverju leyti skyldubundið eða að stofnaður verði
668
F R E Y R