Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 51
Væri auðveldara en menn
vilja vera láta að greiða
rekstrarlánin beint til
bænda.
láta. Og að það þurfi ekki að þreyta svo miklu, þó að
menn geti í framkvæmdinni ráðstafað þessu eins og
þeir helst kjósa.
Eitt vil ég taka fram, að mér finnst það óréttlátt og
trúi því varla, að það þurfi að setja fasteignaveð fyrir
þessum rekstrarlánum.
Mér fyndist þá eðlilegra, að það yrðu gefnir út trygg-
ingarvíxlar með loforðum um innlegg, sem ætti að nægja
sem trygging fyrir greiðslu þessara rekstrarlána, þegar
afurðirnar eru lagðar inn.
Ég held, að það sé rétt, að það komi skýrt fram, að ég
álít, að ýmsir, sem hafa mælt á móti þessari tillögu okkar,
þekki ekki þær aðstæður, sem við búum við í þessu efni.
Ég get nefnt dæmi um þetta beinum orðum. Þannig
er, að við, sem búum við ísafjarðardjúp, eða a. m. k. í
mínum hreppi, við kaupum áburðinn beint frá Áburðar-
verksmiðjunni. En á sama tíma hefur Kaupfélag Isfirð-
inga leyfi til að taka rekstrarlán vegna framleiðslu okk-
ar og getur farið með það fjármagn eins og það vill. Og
þannig getur þetta verið í ýmsum tilfellum, að við erum
sjálfir að kaupa inn ýmsar vörur, en það er viðkomandi
kaupfélag, sem annað hvort verslar alls ekki með vör-
una, eða við teljum ekki hagkvæmt að versla við það,
sem hefur rekstrarlánin með höndum.
Við felum að vísu kaupfélaginu að selja framleiðslu
okkar, en það fær rekstrarlánin án þess að spyrja okkur
nokkurn hlut um það.
Engin offramleiðsla af
búvörum á
Vestfjörðum.
Nú cr hluti af því, sem oft er tíundað sem rekstrarlán
til landbúnaðarins, lán til Áburðarverksmiðju ríkisins,
svo að hún geti lánað áburðinn. Njótið þið þess ekki?
Jú, við fáum greiðslufrest á áburðinum, en hann er
ekki eins mikill eins og afurðasölufélögin hafa, hann er
styttri hjá okkur en þeim.
Það er þekkt, að þið fulltrúar Vestfirðinga hafið lagst
meira á móti fóðurbœtisskatti en fulltrúar úr öðrum
landshlutum. Hver er ástœðan fyrir því að þínu mati?
Ég þori nú ekki að svara fyrir alla heldur lýsi minni
skoðun. En ég tel, að óánægja okkar stafi mikið af því,
að það hefur aldrei verið tekið undir þær óskir okkar
að koma á verðjöfnun á fóðurbæti, og má þó vel vera,
að þetta sé nú ekki aðalorsökin fyrir því, að við leggj-
umst yfirleitt fast gegn fóðurbætisskatti. En hitt er líka,
að við teljum, að það sé engin offramleiðsla á búvörum
á Vestfjörðum. Þvert á móti þá vantar þar búvörur. Það
er að vísu flutt kjöt á markaðinn hér syðra, en aftur
F R E Y R
661