Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 64
Úrsfundur norsku
bændasamtakanna
Norsku bændasamtökin „Norges Bondelag" bjóða
jafnan Búnaðarfélagi íslands að senda fulltrúa á aðal-
fund sinn. Vegna kostnaðar af ferð til Noregs hefur
þetta boð ekki nema stundum verið þegið. En nú og í
fyrra fékk stjórn Búnaðarfélagsins námsmenn, sem eru
í framhaldsnámi í búfræði á Ási í Noregi, til að mæta á
aðalfundinum sem fulltrúa sinn. í ár mætti Gunnar Guð-
mundsson, frá Kirkjubóli í Dýrafirði, fyrir hönd Bún-
aðarfélagsins og sendir hann eftirfarandi frásögn af
fundinum.
Ársfundur norsku bændasamtakanna var
að þessu sinni haldinn í Sandefjord í Vest-
foldfylki dagana 15.—16. júní. Að venju var
bændasamtökum annarra Norðurlanda boð-
ið að senda fulltrúa til fundarins, og að
beiðni stjórnar Búnaðarfélags íslands sótti
greinarhöfundur fundinn sem fulltrúi þess.
Fundurinn hófst með hátíðarsamkomu í
ráðhúsi Sandefjordbæjar að kvöldi mið-
vikudagsins 14. júní. Allmargt manna var
þar saman komið til að hlýða á vandaða
skemmtidagskrá, 1 formi söngs og tónlistar-
flutnings, en inn á milli atriða flutti for-
maður samtakanna, Hans Haga, ræðu og
forsætisráðherrann, Oddvar Norli, flutti
kveðju ríkisstjórnarinnar.
í ræðum sínum fjölluðu þeir einkum um
kjaramál bændastéttarinnar, en þá skömmu
áður hafði slitnað upp úr kjarasamninga-
viðræðum bænda og ríkisins og úrlausn
sáttmálans var lögð í hendur kjaradómi.
Hátíðarræðu kvöldsins flutti Kjell Bonde-
vik, og fjallaði hún um norska bænda-
menningu gegnum árin. Tíðum var þar
vitnað í Snorra, enda ekki um auðugan
garð innlendra, fornsögulegra heimilda að
gresja, er skyggnast skal til baka og kanna
þær rætur, sem norsk bændamenning
byggir á.
Aðalfundurinn hófst svo að morgni 15.
júní með því, að bæjarstjóri Sandefjord
rakti stuttlega sögu byggðar þar og for-
maður búnaðarsambands fylkisins kynnti
landbúnað þess. Að því loknu flutti for-
674
F R E Y R