Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Síða 64

Freyr - 15.09.1978, Síða 64
Úrsfundur norsku bændasamtakanna Norsku bændasamtökin „Norges Bondelag" bjóða jafnan Búnaðarfélagi íslands að senda fulltrúa á aðal- fund sinn. Vegna kostnaðar af ferð til Noregs hefur þetta boð ekki nema stundum verið þegið. En nú og í fyrra fékk stjórn Búnaðarfélagsins námsmenn, sem eru í framhaldsnámi í búfræði á Ási í Noregi, til að mæta á aðalfundinum sem fulltrúa sinn. í ár mætti Gunnar Guð- mundsson, frá Kirkjubóli í Dýrafirði, fyrir hönd Bún- aðarfélagsins og sendir hann eftirfarandi frásögn af fundinum. Ársfundur norsku bændasamtakanna var að þessu sinni haldinn í Sandefjord í Vest- foldfylki dagana 15.—16. júní. Að venju var bændasamtökum annarra Norðurlanda boð- ið að senda fulltrúa til fundarins, og að beiðni stjórnar Búnaðarfélags íslands sótti greinarhöfundur fundinn sem fulltrúi þess. Fundurinn hófst með hátíðarsamkomu í ráðhúsi Sandefjordbæjar að kvöldi mið- vikudagsins 14. júní. Allmargt manna var þar saman komið til að hlýða á vandaða skemmtidagskrá, 1 formi söngs og tónlistar- flutnings, en inn á milli atriða flutti for- maður samtakanna, Hans Haga, ræðu og forsætisráðherrann, Oddvar Norli, flutti kveðju ríkisstjórnarinnar. í ræðum sínum fjölluðu þeir einkum um kjaramál bændastéttarinnar, en þá skömmu áður hafði slitnað upp úr kjarasamninga- viðræðum bænda og ríkisins og úrlausn sáttmálans var lögð í hendur kjaradómi. Hátíðarræðu kvöldsins flutti Kjell Bonde- vik, og fjallaði hún um norska bænda- menningu gegnum árin. Tíðum var þar vitnað í Snorra, enda ekki um auðugan garð innlendra, fornsögulegra heimilda að gresja, er skyggnast skal til baka og kanna þær rætur, sem norsk bændamenning byggir á. Aðalfundurinn hófst svo að morgni 15. júní með því, að bæjarstjóri Sandefjord rakti stuttlega sögu byggðar þar og for- maður búnaðarsambands fylkisins kynnti landbúnað þess. Að því loknu flutti for- 674 F R E Y R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.