Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 74

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 74
að framan greinir, var það von flestra, að með þeim mætti takast að losna við riðu- veiki, ekki síst þar sem fjárlaust var í eitt ár á stórum hluta riðusvæðisins. Því miður fór á annan veg. Tveimur til fjórum árum eftir fjárskiptin á þessu svæði fór riðuveiki að verða vart í nýja fjárstofninum á sumum þeirra bæja, þar sem riða hafði verið land- læg fyrir fjárskiptin. Frá þessum fyrstu riðu- bæjum dreifðist sjúkdómurinn til nágranna- bæja og síðan með fjárkaupum enn víðar næstu árin, svo að á sjöunda áratugnum var riða aftur orðin þekkt í mörgum sveitum í Austur-Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarsýslum og gerði víða talsverðan usla. Meðan á fjárskiptum stóð, var ekki vitað um riðuveiki á Vestfjörðum, en árið 1953 mun hennar hafa orðið vart á Barðaströnd. Síðan hefur riðuveikin breiðst nokkuð út og valdið miklu tjóni á einstökum bæjum á Barðaströnd. Árið 1958 varð riðuveiki vart hjá tveim fjáreigendum á Akranesi. Mun veikin síðan hafa breiðst þaðan á fjárbú í sveitinni innan við Akranes. Riðuveikin kom upp í Kelduhverfi í Nor- ur-Þingeyjarsýslu árið 1972 og um svipað leyti á bæ í Mývatnssveit og hjá fjáreigend- um á Húsavík í Suður-Þingeyjarsýslu. Grip- ið var til niðurskurðar á bæ þeim, þar sem veikinnar varð fyrst vart í Kelduhverfi, en það kom fyrir ekki, og heldur riðuveikin þar enn velli. í Reykjavík varð riðuveiki vart árið 1968. Þaðan mun veikin hafa borist til Hvera- gerðis og í Ölfus með fjárkaupum og fóðra- kindum. Árið 1970 kom riðuveiki upp í Borgarfirði eystra í Norður-Múlasýslu. Barst veikin til flestra bæja í sveitinni næstu átta árin og olli sums staðar tilfinnanlegu tjóni. Árið 1971 kom riðuveiki upp í Norðfirði og barst á næstu árum til flestra bæja f byggðarlaginu. Síðan hefur veikin borist suður á bóginn til Breiðdals, og á Brú á Jökuldal mun veikinnar fyrst hafa orðið vart á liðnu vori (1978). Af þessu stutta yfirliti sést, að riðuveiki hefur síðustu tvo áratugi borist til lands- hluta, sem eru víðs fjarri þeim svæðum á Mið-Norðurlandi, þar sem veikin hefur verið landlæg síðan fyrir aldamót. Enn er ekki vitað, hvernig á útbreiðslu stendur, því ekki er kunnugt um neinar samgöngur fjár frá svæðum, þar sem riða er landlæg, við fé á bæjum, þar sem veikin hefur náð fótfestu á nýjum stöðum. Að svo komnu máli verður því að álykta, að um óbeint smit geti verið að ræða í vissum tilvikum. Einkenni. Riðuveiki kemur fram í kindum, sem eru ársgamlar og eldri, og bæði kyn verða iafnt fyrir barðinu á henni. Algengast er, að kind- ur 2—4 vetra taki veikina, en fé getur veikst á öllum aldri. Fyrstu einkenni sjúkdómsins munu oftast vera þau, að kindin kviðdregst og leggur af. Fljótlega fer að bera á óeðli- legum ótta og hræðslu, kindin kippist til, hendist frá jötunni allt í einu, án þess að verða fyrir nokkurri styggð. Ef handsama á kindina, virðist hún oft tryllast af hræðslu og hleypur á hvað sem fyrir er, og oft hníg- ur hún niður, þegar henni er náð. Sé tekið þéttfast í horn á þessum kindum, má finna sífelldan, örfínan titring á höfðinu. Stundum verður vart óeðlilega mikils rennslis úr nös- um, og er þá kindin í sífellu að reyna að hreinsa nasirnar. Oft breytist röddin, jarm- urinn verður hás og kraftlítill, stundum hverfur röddin að mestu. Eitt af fyrstu ein- kennum riðuveiki er mikið tannagnísturog smá krampadrættir í augna- og tyggivöðv- um. Kindin leggur smám saman af og í Ijós koma hin eiginlegu riðueinkenni, riða og óreglulegur og óstyrkur gangur. Ofstast er óstyrkleikinn mest áberandi á afturfótum og slettist kindin þá til að aftan eða hoppar, líkt og væri hún í hafti, en fram- fætur ber hún hátt. Ef kindin er rekin hratt á þessu stigi sjúkdómsins, er henni hætt við að hendast um koll og fær þá oft krampa- flog. Titringur eða riða á höfði og limum 684 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.