Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1978, Page 74

Freyr - 15.09.1978, Page 74
að framan greinir, var það von flestra, að með þeim mætti takast að losna við riðu- veiki, ekki síst þar sem fjárlaust var í eitt ár á stórum hluta riðusvæðisins. Því miður fór á annan veg. Tveimur til fjórum árum eftir fjárskiptin á þessu svæði fór riðuveiki að verða vart í nýja fjárstofninum á sumum þeirra bæja, þar sem riða hafði verið land- læg fyrir fjárskiptin. Frá þessum fyrstu riðu- bæjum dreifðist sjúkdómurinn til nágranna- bæja og síðan með fjárkaupum enn víðar næstu árin, svo að á sjöunda áratugnum var riða aftur orðin þekkt í mörgum sveitum í Austur-Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarsýslum og gerði víða talsverðan usla. Meðan á fjárskiptum stóð, var ekki vitað um riðuveiki á Vestfjörðum, en árið 1953 mun hennar hafa orðið vart á Barðaströnd. Síðan hefur riðuveikin breiðst nokkuð út og valdið miklu tjóni á einstökum bæjum á Barðaströnd. Árið 1958 varð riðuveiki vart hjá tveim fjáreigendum á Akranesi. Mun veikin síðan hafa breiðst þaðan á fjárbú í sveitinni innan við Akranes. Riðuveikin kom upp í Kelduhverfi í Nor- ur-Þingeyjarsýslu árið 1972 og um svipað leyti á bæ í Mývatnssveit og hjá fjáreigend- um á Húsavík í Suður-Þingeyjarsýslu. Grip- ið var til niðurskurðar á bæ þeim, þar sem veikinnar varð fyrst vart í Kelduhverfi, en það kom fyrir ekki, og heldur riðuveikin þar enn velli. í Reykjavík varð riðuveiki vart árið 1968. Þaðan mun veikin hafa borist til Hvera- gerðis og í Ölfus með fjárkaupum og fóðra- kindum. Árið 1970 kom riðuveiki upp í Borgarfirði eystra í Norður-Múlasýslu. Barst veikin til flestra bæja í sveitinni næstu átta árin og olli sums staðar tilfinnanlegu tjóni. Árið 1971 kom riðuveiki upp í Norðfirði og barst á næstu árum til flestra bæja f byggðarlaginu. Síðan hefur veikin borist suður á bóginn til Breiðdals, og á Brú á Jökuldal mun veikinnar fyrst hafa orðið vart á liðnu vori (1978). Af þessu stutta yfirliti sést, að riðuveiki hefur síðustu tvo áratugi borist til lands- hluta, sem eru víðs fjarri þeim svæðum á Mið-Norðurlandi, þar sem veikin hefur verið landlæg síðan fyrir aldamót. Enn er ekki vitað, hvernig á útbreiðslu stendur, því ekki er kunnugt um neinar samgöngur fjár frá svæðum, þar sem riða er landlæg, við fé á bæjum, þar sem veikin hefur náð fótfestu á nýjum stöðum. Að svo komnu máli verður því að álykta, að um óbeint smit geti verið að ræða í vissum tilvikum. Einkenni. Riðuveiki kemur fram í kindum, sem eru ársgamlar og eldri, og bæði kyn verða iafnt fyrir barðinu á henni. Algengast er, að kind- ur 2—4 vetra taki veikina, en fé getur veikst á öllum aldri. Fyrstu einkenni sjúkdómsins munu oftast vera þau, að kindin kviðdregst og leggur af. Fljótlega fer að bera á óeðli- legum ótta og hræðslu, kindin kippist til, hendist frá jötunni allt í einu, án þess að verða fyrir nokkurri styggð. Ef handsama á kindina, virðist hún oft tryllast af hræðslu og hleypur á hvað sem fyrir er, og oft hníg- ur hún niður, þegar henni er náð. Sé tekið þéttfast í horn á þessum kindum, má finna sífelldan, örfínan titring á höfðinu. Stundum verður vart óeðlilega mikils rennslis úr nös- um, og er þá kindin í sífellu að reyna að hreinsa nasirnar. Oft breytist röddin, jarm- urinn verður hás og kraftlítill, stundum hverfur röddin að mestu. Eitt af fyrstu ein- kennum riðuveiki er mikið tannagnísturog smá krampadrættir í augna- og tyggivöðv- um. Kindin leggur smám saman af og í Ijós koma hin eiginlegu riðueinkenni, riða og óreglulegur og óstyrkur gangur. Ofstast er óstyrkleikinn mest áberandi á afturfótum og slettist kindin þá til að aftan eða hoppar, líkt og væri hún í hafti, en fram- fætur ber hún hátt. Ef kindin er rekin hratt á þessu stigi sjúkdómsins, er henni hætt við að hendast um koll og fær þá oft krampa- flog. Titringur eða riða á höfði og limum 684 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.