Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1978, Page 29

Freyr - 15.09.1978, Page 29
lækkun vísitölu framfærslukostnaðar yrði dýrari, ef greitt yrði niður verð áburðar, fóðurbætis og vextir af stofn- lánum en með því fyrirkomulagi, sem nú er, að greiða niður verð neysluvör- unnar. Hætta er á, að niðurgreiðslur á kostnaðarliðum ýttu undir óarðbæra framleiðsluaukningu. Til þess að draga úr þeirri hættu mætti skammta það magn, sem einstakir framleiðendur ættu kost á með niðurgreiddu verði. Hættan yrði minnst, ef niðurgreiðslur til ein- stakra framleiðenda væru óháðar því, hvað viðkomandi framleiðandi kæmi til með að nota af þeim framleiðsluþátt- um, sem um er að ræða. Ef þeirri hugs- un er fylgt út í æsar, sýnist bestur ár- angur nást með því að greiða ekki nið- ur kostnaðarliði heldurveita einstökum framleiðendum verðuppbót fyrir tak- markað magn framleiðslu sinnar. 14. Tillaga um að flýta greiðslum jarðrækt- arframlaga var send fjármálaráðherra, landbúnaðarráðherra og Búnaðarfélagi íslands. Ekkert hefur áunnist í þessu efni og heldur gengið í öfuga átt við það, sem áður var búið að ákveða að gera. 15. Tillaga um breytingu á Framleiðslu- ráðslögunum fór til nefndar þeirrar, sem unnið hefur að endurskoðun lag- anna tvö sl. ár. Hluti af tillögum nefnd- arinnar kom fram á aukafundinum 30. nóvember sl., og fer ég ekki nánar út í að segja frá því, þar sem öllum fulltrú- um eru þær tillögur kunnar. 16. Tillaga um breytingu ákvæða frumvarps um vinnuaðstoð í sveitum þess efnis að tryggja rétt húsfreyju til jafns við bóndann var gerð, svo sem til var ætl- ast, og frumvarpið svo breytt sent land- búnaðarráðherra með bréfi, þar sem óskað var eftir því, að hann beitti sér fyrir flutningi og samþykkt þess á Al- þingi. Ekki varð af því, en í maímánuði sl. skipaði ráðherra þriggja manna nefnd til að semja frumvarp um orlof og afleysingaþjónustu í sveitum. í nefndina voru skipaðir: Leifur Kr. Jó- hannesson í Stykkishólmi, formaður, Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, og Ólafur Andrésson í Sogni. Formaður nefndar- innar hefur fengið í hendur öll gögn Stéttarsambandsins varðandi þessi mál. 17. Tillaga um lánamá! var í fernu lagi. Sá þáttur hennar, sem fjallaði um rekstrar- og afurðalánin, var sendur Seðlabank- anum. Annar þátturinn, sem fjallaði um almenn lán til landbúnaðar og lánakjör- in, var sendur Stofnlánadeild landbún- aðarins og landbúnaðarráðherra, og þriðji þátturinn, sem laut að því, að lausaskuldum bænda yrði breytt í föst lán, var sendur landbúnaðarráðherra og fjórði þátturinn varðandi aukna að- stoð við frumbýlinga var sendur land- búnaðarráðherra og Byggðasjóði. Um lánamálin væri hægt að flytja langt mál. Rekstrar- og afurðalánin eru í sífelldri umræðu við Seðlabankann, landbúnað- arráðherra og fleiri stjórnmálamenn. Árangur hefur orðið næsta rýr annar en sá, að afurðalánin hafa fylgt verðlagi öllu betur þetta árið en áður, fram til vors, en síðan hefur skort á það varð- andi mjólkurvörur. Aftur er aðra sögu að segja um rekstrarlánin. Þau hafa ekki fylgt verðlagi og hafa rýrnað hlut- fallslega miðað við síðasta ár. Skýrsla Seðlabankans um þetta efni fylgir hér með. Almenn útlán Stofnlánadeildar munu væntanlega dragast saman í krónutölu á þessu ári miðað við fyrra ár, og var deildin knúin af fjárskorti til að synja fjölda lánsumsókna frá bændum og vinnslustöðvum þeirra. í lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar, sem afgreidd var á Alþingi með fjárlögum í vetur, var gert ráð fyrir sömu fjárhæð lána hjá Stofn- lánadeild eins og sl. ár. En nú eru horfur þær, að stórlega muni vanta upp F R E Y R 639

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.