Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.09.1978, Qupperneq 15

Freyr - 15.09.1978, Qupperneq 15
8. Tillögum vísað til nefnda. Árni Jónasson gerði grein fyrir 142 tillög- um, er borist höfðu, og skiptingu þeirra milli nefnda. Flestar þeirra höfðu verið lagðar fyrir fundarmenn í fjölriti, en nokkrar þær, sem síðast höfðu borist, las erind- rekinn upp. Tillögurnar voru flestar frá bændafundum víðs vegar um land, en nokkrar frá öðrum aðilum. Var þeim skipt þannig: Allsherjarnefnd hlaut 37 tillögur um ýmis efni. Fjárhagsnefnd fékk til meðferðar fjár- hagsáætlun frá stjórninni ásamt tillögu um fjárveitingu til markaðsleitar og 9 umsóknir um styrki. Framleiðslunefnd hlaut 53 tillög- ur frá mörgum fundum og auk þess drög að tillögum sjömannanefndar. Lánamála- nefnd fékk 13 tillögur um lánamálin. Verð- lagsnefnd hlaut til umfjöllunar 22 tillögur frá ýmsum aðilum. Laganefnd fékk í sinn hlut ábendingu frá stjórn Stéttarsambands- ins ásamt óskum frá 4 búnaðarsamböndum um athugun á hugsanlegum breytingum á samþykktum Stéttarsambandsins, ennfrem- ur tillögu Miólkursamlags KEA um aukið samband milli bænda almennt og stjórnar Stéttarsambandsins. Um klukkan 19 var fundi frestað til næsta dags. Um kvöldið var þegið kvöldverðarboð Kaupfélags Eyfirðinga á Hótel KEA. Boðið var hið ánægjulegasta og veitingar ágætar. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, bauð gesti velkomna með skemmtilegri ræðu. Af hálfu boðsgesta tóku þessir til máls: Sveinn Tryggvason, Guðm. Ingi Kristjáns- son, Jóhann Jónasson, Gunnar Guðbjarts- son, Halldór Pálsson og Einar Ólafsson. Þökkuðu þeir boðið og lýstu kynnum sínum af Akureyri og Eyjafirði ásamt ýmsum gam- anmálum. Síðan talaði Valur Arnþórsson aftur. Miðvikudaginn 30. ágúst hófst fundur kl. 9. Árni Jónasson, erindreki, lauk þá við að lýsa tillögum og skipta í nefndir. 9. Almeitnar umræður. Haldið var áfram umræðum um fundarmálin frá deginum áður. Engilbert Ingvarsson ræddi markaðsmál. Spurði hann um útflutning á kjöti til Dan- merkur samkvæmt þar til veittu leyfi utan við venjulega útflutningsaðila. Hann taldi fært að hækka rekstrarlán og greiða þau beint til bænda gegn víxiltryggingu. Jónas R. Jónsson ræddi tillögur sjö- mannanefndar. Lagði hann til, að minnstu búunum, sem ekki hafa tekjur af öðru en landbúnaði, yrði sleppt við gjaldtöku, en hækkað gjald á stærstu búin upp í 10% til jafns við þéttbýlisbúa. Þá ræddi hann til- lögur um breytingar á uppbyggingu Stéttar- sambandsins og taldi ólíklegt, að breytt kosningafyrirkomulag Stéttarsambandsfull- trúa yrði til bóta. Einar Þorsteinsson sagði, að landbúnað- armálin hefðu að undanförnu hlotið nokk- urn andbyr. Landbúnaðarsýningin á Sel- fossi hefði m.a. verið hugsuð til að snúa mótbyrnum í meðbyr. Síðan ræddi hann til- lögur sjömannanefndar og lagði áherslu á að lækka sem mest framleiðslukostnaðinn. Einar taldi, að tillögur um skattlagningu á ríkisbú eða tilraunastöðvar væru ósann- gjarnar, þar sem þessi bú væru mikilvæg vegna öflunar og útbreiðslu þekkingar fyrir landbúnaðinn. Varaði hann við því, að bændur léðu því fylgi að vega að tilrauna- starfsemi landbúnaðarins, svo mikilvæg sem hún er. Kristófer Kristjánsson ræddi tillögur um breytingar á kosningu Stéttarsambandsfull- trúa og hugsanlegt fyrirkomulag á annan veg en nú er. Hann lýsti fylgi sínu við þá hugmynd að taka ekki kvótagjald af minnstu búunum. Hann lagði áherslu á að verja ríf- legum hluta þess fjár, sem Stéttarsamband- ið hefði ráð á, til markaðsöflunar og bú- vörukynningar. Haukur Steindórsson taldi þörf á skipu- Iagsbreytingu á uppbyggingu Stéttarsam- bandsins með það fyrir augum, að tengslin milli bænda almennt og Stéttarsambands- F R E Y R 625
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.