Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1978, Page 32

Freyr - 15.09.1978, Page 32
hefur þaS sýnt árangur í aukinni sölu á fyrri hluta þessa árs. Þriðja atriðiS var um aðstoð við smjör- sölu á niðursettu verði. Ákveðið var að selja smjör á niðursettu verði frá 18. janúar. Útsöluverðið var ákveðið 880 kr. á kg í stað kr. 1.342,00 á kg, sem það var í desember. Ríkið jók niðurgreiðslu sína um 432 kr. á kg eða í 1.010 kr. Bændur tóku á sig hækkun þá, sem koma átti á smjörið í byrjun desember, kr. 339 á kg. Síðan hækk- aði grunnverð smjörsins 1. mars um 207 kr. á kg, og var þá hlutur bænda kominn í kr. 546,00 og enn hækkaði það 1. júní um 317 kr., og þá var hlutur bænda kominn í kr. 836 á kg, og þótti þá sýnt, að ekki væri unnt að halda slíku lengur áfram. Smjörútsölunni var hætt 10. júlí og var þá búið að selja á niðursettu verði um 935 tonn af smjöri og birgðirnar höfðu minnkað úr 1.104 tonnum við áramótin í um 856 tonn 10. júlí. En 17. júlí ákvað ríkisstjórnin lækkun niðurgreiðslnanna aftur í hið fyrra horf, þ.e. 578 kr. á kg, og hefur niðurgreiðsl- an aldrei verið jafn lágt hlutfall af smjör- verði sem nú eða 21,7%. Hætt er við, að smjörsala verði lítil, meðan þannig er háttað verðlagi þess og niðurgreiðslu. Framleiðsla smjörs á útsölutímabilinu nam um 730 tonn- um. Til að standa straum af kostnaði við út- söluna o.fl. var ákveðið að taka í verðjöfn- unargjald kr. 5,50 á lítra mjólkur frá ára- mótum. En heildarútgjöld bænda af smjör- útsölunni eru um kr. 510 milljónir. Verð- jöfnunargjaldið var hækkað í 6 krónur á kg frá 1. júlí til ársloka. Nánar verður vikið að þessu í sambandi við sölumál búvara al- mennt. Úthlutað var úr styrktarsjóði Stéttarsam- bandsins til 45 aðila á síðasta ári kr. 4.471 þúsund, og voru upphæðir til hvers aðila frá 80 þúsund kr. til 181 þúsund kr. Á þessu ári hefur sjóðurinn til ráðstöfunar 8 milljónir króna. Nokkrir nýir aðilar hafa bæst við með fullgildar umsóknir, en samt er unnt að hækka greiðslur til hvers einstaklings nokkuð eða í 130 þúsund lægst og í 230 þúsund hæst. Stjórnin hefur tilnefnt eða kosið menn í ýmsar nefndir og stjórnir. í sexmannanefnd voru kosnir sem aðalmenn: Gunnar Guð- bjartsson og Þórarinn Þorvaldsson. í til- raunaráð Rannsóknastofnunar landbúnað- arins: Gunnar Guðbjartsson og Hermann Guðmundsson á Blesastöðum. í stjórn Framleiðnisjóðs var tilnefndur Gunnar Guð- bjartsson. Fulltrúar sambandsins á Landverndar- þingi voru kosnir sem aðalmenn: Ingi Tryggvason, Þórarinn Þorvaldsson og Árni Jónasson. Fulltrúi sambandsins á Náttúruverndar- þingi var Hákon Sigurgrímsson. í verðbólgunefnd var tilnefndur Gunnar Guðbjartsson. í nefnd, sem landbúnaðar- ráðherra ákvað að skipa skv. tillögu Búnað- arþings til að fjalla um vandamál landbún- aðarins í markaðs- og skipulagsmálum, voru tilnefndir af sambandsins hálfu: Gunn- ar Guðbjartsson, Sveinn Guðmundsson, Sellandi, og Þórarinn Þorvaldsson, Þór- oddsstöðum. Aðrir nefndarmenn eru: Sig- urður Jónsson, Kastalabrekku, Sveinn Jónsson, Kálfsskinni, og Jón Ólafsson í Geldingaholti, tilnefndir af Búnaðarfélagi íslands. Formaður var skipaður Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri. Tillaga Búnaðarþings, sem nefndin á að fjalla um, er í 7. hefti Freys frá aprílmánuði sl. Nefndin hóf störf í byrjun maímánaðar og hefur haldið allmarga fundi. Hún aflaði sér margvíslegra upplýsinga og ræddi við fjöl- marga menn um vandamálin. Á fundi sínum 14. þ.m. gekk hún frá drögum að tillögu til úrlausnar vandanum. Er það frumvarp, er felur í sér heimild til kvótakerfis og töku kjarnfóðurgjalds, er notað yrði bæði til að bæta upp útflutning búsafurða, er ekki fengjust greiddar að fullu með útflutnings- bótafé ríkissjóðs. Einnig til að verðlauna menn fyrir að draga úr óhagkvæmri fram- leiðslu, og fleira er í tillögum nefndarinnar, 642 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.