Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.01.1982, Qupperneq 12

Freyr - 15.01.1982, Qupperneq 12
Sigurður St. Helgason Strandkviaeldi 1. Inngangur. Hvers vegna er Búnaðarfélag íslands að efna til ráðstefnu um fisk? Hvað á fiskur, í þessu tilfelli lax, sameiginlegt með öðrum þeim lífverum, sem bændur annast? Einn þáttur er sameiginlegur öllu því, sem okkur er tamt að flokka undir búskap. Maðurinn stjórnar og hefur áhrif á umhverfisþætti dýra, sem áður hafa verið villt i náttúrunni. Petta er árþúsunda þróun, sem hægt og bítandi hefur fært manninn af stigi veiðimannaþjóðfélágsins, þar sem afrakstur fór eftir afkomu dýranna við óbreytanleg ytri veðurfarsskilyrði og tæknikunnáttu mannsins til veiða. Æ fleiri tegundir hafa þannig í tímans rás fallið undir stjórnandi hönd mannsins, og nú eru laxfiskar komnir í hóp annars búfénaðar okkar og því rökrétt og sjálfsagt, að bændur láti þá sig varða. Það er 'einnig eðlilegt, að á íslandi, þar sem sauðkindin hefur lengst af verið okkar heilaga dýr, veljist búskap með sporðfénað nafngiftir, sem tengjast aldagömlum hefðum sauðfjárræktarinnar, og raunar má segja, að málvitund okkar hafi nú þegar skipað laxinum á bekk með sauðkindinni frekar en þorskinum. Við tölum um hafbeit, þegar lax- inum er beitt á mið hafsins og hví ekki árbeit fyrir ungseiðin í heimahögum í ám og vötnum? Það kallast eldi, þegar fiski er haldið innan afmarkaðra svæða og hann fóðraður eða alinn til frálags. Flot- kvíaeldi: Svæði afmarkað með flotnót í sjónum. Strandkvíaeldi: Ker eða kvíar á sjávarbakka. 2. Frá veiðimennsku til búskapar. Það er kunnara en frá þurfi að greina, að afskipti mannsins af eðlilegum lífsferli þessarar dýra- tegundar, þ. e. fyrstu sporin í þá átt að gera laxinn að húsdýri, ,,dom- estikera" hann, hafa nú þegar borið mjög ríkulegan ávöxt. I flestum ám hérlendis þurfa seiðin að dveljast 3—4 ár frá klaki, áður en þau geta hafið sjávargöngu, 20—40 g að þyngd. Með nýtingu jarðvarma til að skapa bestu vaxt- arskilyröi hafa eldisstöðvar í reynd stytt þennan tíma niður í 1 ár, og geta nú í dag enn stytt hann um helming. Meiri hluti laxins hefur náð 2,5 kgþyngd eftir ársdvöl í sjó, er hann snýr aftur á uppeldis- stöðvar. Þá eru liðin um 2 1/2 ár frá klaki seiða í eldisstöð. Endur- heimtur teljast allgóðar, ef þær ná 8—10%. Þetta er hafbeitin. Fyrsti þáttur lífsferil laxins er hér kominn undir stjórn mannsins, en náttúran sjálf annast meginvaxtarþáttinn, sem fram fer í sjó. Hversu miðar hjá okkur að ná einnig stjórn á sjávarþættinum? Tilraunir með flotkvíaeldi hér við land undanfarinn áratug hafa sýnt mun lakari vöxt en fæst í flot- kvíum við Noregsstrendur, en þar vex lax að jafnaði úr 35 g í 1 kg á einu ári. Hér er meðalhiti sjávar á nokkrum stöðum við suðvestur- ströndina 7—8° sem er nokkru lægra en í flotkvíaeldi Norðmanna. Þó er verra að brimnót hamlar víða flotkvíaeldi hér á vetrum. Einnig er þá hætta á undirkælingu sjávar, sem valdið getur dauða fisksins. Þarna eru ytri skilyrði, sem við höfunt sáralitla möguleika til að hafa áhrif á , en ákvarðast fyrst og fremst af veðráttu og haf- straumum. Þess er því ekki að vænta, að árangur sambærilegur við seiðaeldið, þarsem ytri þáttum er glöggt stjórnað, náist í að hraða þorskaferli. Strandkvíaeldi miðar að því að búa kjörskilyrði umhverfisþátta til vaxtar laxfiska, sem aldir eru i af- mörkuðum kvíum á ströndinni. Unnt er að stjórna helstu um- hverfisþáttum þannig, að best henti þroskastigi fisksins á hverj- um tíma. Tilraunir með strandkvíaeldi hófust fyrst hér við land fyrir þremur árum að Húsa- tóftum við Grindavík. Síðustu niðurstöður benda til þess, að unnt sé að ná fiski í 2,0—2,5 kg. þyngd á 8— 10 mánuðum, ef upphafsþyngd sjóeldisseiða er 100—200 g. Með ítrustu beitingu hita— og seltu- stigsstjórnunar í seiðaeldi benda líkur til, að unnt sé að ná sjóeldis- seiðum í 100—200 g þyngd á 12 mánuðum frá klaki. Þannig opnast leiðir til að ná laxi í sláturstærð (2—2,5 kg) á tæpum tveimur árum 52 — FREYR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.