Freyr

Volume

Freyr - 15.01.1982, Page 13

Freyr - 15.01.1982, Page 13
Sigurður St. Helgason er fæddur í Reykjavík árið 1940. Hann er stúdent frá M.R. árið 1960. Licenseprófi í lífeðlisfræði frá Sorbonne (Svartaskóia) í París lauk hann árið 1967 og stundaði síðan framhaldsnám í sömu grein við Gautaborgarháskóla árin 1969—1973. Árin 1971—79 var Sigurður lektor í lífeðlisfrœöi við Háskóla íslands. Hann stofnaði tilraunabú í sjávareldi laxfiska að Húsalóftum við Grinda- avík árið 1977 og hefur starfað eingöngu við það síðan árið 1979. Kona hans er Guðrún Matthíasdóltir, kennari, frá Reykjavík. frá klaki með beitingu aðferða búskapar á öllum þroskaferlinum. 3. Strandkvíaeldi að Húsatóftum. Tilraunabú í sjávareldi laxfiska að Húsatóftum hóf fyrstu uppbygg- ingu strandkvíaeldis hérlendis árið 1977. Einnig er þar unnið að eldi seiða með bráðþroska seltuþol og tilraunum, sem tengjast helst áhrifunt umhverfisþátta á vöxt og þroska laxfiska. Viðamesta til- raunin með strandkvíaeldi var gerð 1979—80, og verður nú stuttlega greint frá helstu aðstæð- um, framkvæmd og niðurstöðum þeirra tilrauna. a) Eldisaðstæður, framkvæmd tilraunar. Eldið fórfram í sexstrendri 100 m3 steinsteyptri þró undir beru lofti. í hana var dælt lífsnauðum jarðsjó úr borholum, sem eftir blöndun og loftun gaf möguleika á stýringu hitastigs milli 7.5°—10°C og seltustigs frá 2—33%o, en full sjáv- arselta er um 33%o. Hitastig úr borholunum var stöðugt allt árið, en er líða tók á haust og vetur, varð vindkæling i kerinu allveruleg. Seltustigi var breytt á kerfisbund- inn hátt, sem ég mun ekki fara nánar út í hér. Þurrfóður var eingöngu gefið fyrstu mánuðina, en síðan var fryst loðna uppistaðan í fóðrinu ásamt nokkru magni af þurrfóðri og mal- aðri humarskel um tíma. Um 700 tveggja ára gönguseiði frá Fiskifélagi íslands, sem alin höfðu verið að Öxnalæk, voru flutt að Húsatóftum undir lok júlí 1979, þá 80—100 g að þyngd. Seiðin voru alltof létt miðað við lengd, enda fór fyrsti mánuðurinn í að ná þeim í eðlileg hold. b) Niðurstöður. I lok febrúar, eða eftir um 7 mánaða eldistíma, var megninu af laxinum slátrað eða tæplega einu tonni. Reyndist þá meðalþyngd vera 1,5 kg, en hjá 40% af fisk- inunt var meðalþyngd 2,3 kg. Nokkrir af stærstu einstakl- ingunum voru um 4 kg eða 8 pund. Hef ég ekki áður séð greint frá svo örum vexti á jafn skömmum tíma. Stærðardreifing í hópnum var mjög mikil, og greinilegt, að stærri fiskurinn var mun frekari til fóð- ursins en þeir minni, sem fengu því ekki nóg fóður. Ekki reyndist þó unnt vegna plássleysis að grisja fiskinn í svipaða stærðarflokka. Kynþroskamerki voru lítt greinanleg, þegar slátrað var. Afföll voru um 12%, aðallega fyrsta mánuðinn. Handfóðrað var allan eldistímann, gefið að vild, en reynt að stilla svo til, að fóðurleifar yrðu sem minnstar. Fóðurnýting varð þannig, að um 4 kg af loðnu þurfti fyrir 1 kg af laxi.Við slátrun var laxinn feitur vel og þótti bragð- góður í besta lagi, en var mjög ljós á holdið. c) Mat á niðurstööuin. Mjög er athyglisvert hve vöxtur reyndist mikill, þrátt fyrir það, að hitastig væri allfjarri kjörhita verulegan hluta eldistímans vegna vindkælingar, en kjörhitastig til vaxtar er almennt talið kringum 12°. í vaxtarforspá fyrir lax (Sig. St. Helgason, 1977) sem byggð var á fræðilegri túlkun gagna úr vaxtar- tilraunum frá Noregi og Kanada og miðuð við 10° stöðugan hita og fulla sjávarseltu (33 %o), var gert ráð fyrir mjög sviðaðri þyngdar- aukningu á 7 mán. eldistíma og hér FREYR 53

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.