Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.01.1982, Qupperneq 32

Freyr - 15.01.1982, Qupperneq 32
Böðvar Sigvaldsson, Barði Veiðifélag Miðfirðinga Rekstur veiðifélaga. Þegar ég var beðinn að tala um rekstur veiðifélaga þá lá beinast við fyrir mig að tala um rekstur á því félagi þar sem ég er formaður. Þess vegna rœði ég um rekstur Veiðifélags Miðfirðinga. Veiðifélag Miðfirðinga var stofnað í nóvember 1938, eftir lögum frá 1932 um lax og silungsveiði. Tilgangur félagsins var að vinna að fiskirækt og að leggja niður netaveiði sem sumir töldufastsótta og aflítillifyrirhyggju jafnvelsvo aðfiskistofnar vœru íhœttu vegna ofveiði, en taka þess í stað upp veiðar á félagslegum grundvelli og þá helst stangaveiði. Veiðifélagið gerði í fyrstu leigu- samning við útlending sem ætlaði ána til stangaveiði. Þessi samning- ur féll að hluta til úr gildi vegna stríðsins sem þá braust út. Þá tók félagið það til bragðs að veiða á félagslegum grundvelli í svokall- aða kistu og seldi síðan laxinn ferskan til Reykjavíkur. Þessi að- ferð mun hafa verið notuð í um það bil tvö ár. Síðan hefur félagið nytjað vatnasvæðið undantekningarlaust til stangaveiði. Fyrstu árin var engin aðstaða við ána til þjónustu við veiðimennina. Þá var málið leyst þannig að veiðimennirnir dvöldu á sveitaheimilum og ferð- uðust oft með ánni fótgangandi eða á hestum. Fyrsta veiðihúsið við ána var byggt árið 1945. Þetta hús var að öllu leyti í eigu leigutaka og allur búnaður sem þurfti til reksturs þess. Þetta hús gekk eitthvað kaupum og sölu milli leigutaka. Árið 1964 byggja leigutakar nýtt 180 m2hús við ána. Þarna másegja að verði þáttaskil hjá félaginu, en í samningum þá eignast Veiðifélag Miðfirðinga þetta hús á næstu 5 árum og varð það á ýmsan hátt til mikils hægðarauka fyrir félagið, t. d. við útleigu árinnar. Þetta þótti á sínum tíma gott og vandað hús og á allan hátt til fyrirmyndar á þeim tíma. En tímarnir breytast og kröf- urnar aukast. í kringum 1970 var farið að ræða um viðbótarbygg- ingu sem þjónaði betur nútíma- kröfum um vandað og fullkomið veiðihótel. Á fundi sem haldinn var í félag- inu 20. nóvember 1973 var sam- þykkt að ráðast í byggingu til stækkunar og fullkomnunar á hús- eign félagsins. Þessi stækkun var rúmlega 300 m2 til viðbótar því sem áður hafði verið byggt. Á þessum fundi kom fram mikill áhugi á að gera nýbygginguna sem best úr garði og m. a. segir í fundargjörð frá þessum fundi, þar sem rætt var um nýbyggingu, að miklar umræður urðu um þessi mál og komu fram ábendingar um að hafa snyrtingu við flest eða öll her- bergin, hafa möguleika til að koma upp gufubaði, stækka dagstofu, bæta aðstöðu við síma, eldhús þyrfti að vera gott og anddyri veg- legt. Hafist var handa við bygg- ingarframkvæmdir þá strax um veturinn og grunnurinn steyptur mars í einmuna góðu veðurfari. Húsið var síðan tekið í notkun 1. júlí þá um sumarið. Ekki átti félag- ið peninga í sjóði til að fjármagna nýbygginguna. Helstu lánamögu- leikar voru víxillán hjá þeirri lána- stofnun sem félagið skiptir við og síðan lánaði Stofnlánadeild land- búnaðarinsum 17% afkostnaðar- verði. Þessi skortur á langtíma lánsfé eykur mjög á fjármögn- unarerfiðleika og t. d. varð félagið að fella niður greiðslu á arði til fé- lagsmanna í tvö ár eftir þessar byggingarframkvæmdir. Áhugi á fiskeldisaðstöðu á veg- um Veiðifélags Miðfirðinga hefur verið mikill. Fyrsta tilraun til að klekja út hrognum og sleppa seið- unum í ána var gerð við frumstæð- ar aðstæður í litlu klakhúsi sem byggt var við ána. Sumir félags- menn töldu sig merkja árangur af þessu starfi. Árið 1964 tók Veiði- félag Miðfirðinga þátt í undirbún- ingsviðræðum af hálfu veiðifélaga í Húnavatnssýslu um stofnun félags um byggingu og rekstur fiskeídis- stöðvar fyrir Húnavatnssýslur. í þessu sambandi voru skoðaðir álit- legir staðir í Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu. Þetta mál var þá komið á nokkurn rekspöl en þótti af ýmsum ástæðum ekki framkvæmanlegt að leggja út í byggingu laxeldisstöðvar á þeim tíma og var því þá slegið á frest. Síðan var það að árið 1977 að þessar hugmyndir eru endurvaktar og þá í samvinnu við veiðifélög í Skagafjarðarsýslu. Þá er aftur leit- að eftir aðstöðu fyrir laxeldisstöð í Norðurlandskjördæmi vestra. Þetta mál hefur nú þróast þannig að nú er risin og tekin til starfa laxeldisstöð að Hólum í Hjaltadal, Hólalax h. f., í eigu veiðifélaga í 72 — FREYR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.