Freyr

Volume

Freyr - 15.01.1982, Page 34

Freyr - 15.01.1982, Page 34
Friðrik Sigfússon var formaður Landssambands Stangaveiðifélaga, þegar ráð- stefnan var haldin. spjöldum með númerum sem verða í samræmi við heiti og númer veiðistaðanna á kortinu. Nokkuð hefur verið unnið að vegagerð meðfram vatnasvæðinu og hefur félagið lagt fram nokkurt fé til þeirra hluta og hefur þar áunnist töluvert. Nú er verið að teikna merki fyrirfélagið sem gæti í framtíðinni merkt þau gögn sem félagið þarf að láta frá sér fara, svo og muni félagsins. Á síðasta aðal- fundi félagsins var samþykkt að stofna sjóð sem veita má úr til framfara og menningarmála í sveitinni. Félagið veitir í þennan sjóð 2—3% af hreinum tekjum sínum. Veiðifélag Miðfirðinga hefur reynt ýmsar aðferðir við útleigu árinnar og hafa þær gefist misjafn- lega, stundum vel og stundum miður. Oftast var vatnasvæðið boðið út og tekið tilboði frá hæst- bjóðanda til misjafnlega margra ára en stundum voru samningar framlengdir án útboðs. Á almenn- um fundi í félaginu 30. nóvember 1974 var stjórn félagsins falið að sjá um sölu á veiðileyfum og rekst- ur hússins næsta veiðitímabil. Þarna má segja að orðið hafi stefnubreyting í rekstri félagsins. Áður höfðu áhugaaðilar gert til- boð í veiðiréttinum og það sem honum fylgdi, svo sem hús og bún- að. Nú var öllum tilboðum hafnað og félagið tók á sig alla áhættu og fyrirhöfn af sölu veiðileyfa og rekstri hússins. Vissulega má segja að það hafi verið erfitt að byrja. Félagið átti enga fasta viðskipta- vini og sumir fyrrverandi leigutak- ar vildu standa á móti þeirri breyt- ingu sem þarna var á ferðinni, með því að kaupa ekki veiðileyfi. Marg- ir spáðu illa fyrir þessu hjá okkur og töldu þessa sölustarfsemi al- gjörlega vonlausa og spurðu: Hvernig eigið þið búsettir úti í sveit að geta selt veiðileyfi í Reykjavík og víðar? Þessar umræður voru nú kannski ekki mjög uppörvandi en við vorum nú samt ákveðnir í að gera tilraun. Árið 1975 sendi fé- lagið út sína fyrstu verðskrá og segja má að strax fyrsta árið hafi gengið vel. Þau veiðileyfi sem boðin voru til sölu seldust vel og náðist rúmlega 80% sölunýting á þau, og það sem meira var, félagið hafði ekki haft skaða af þessari til- raun, miðað við tilboð þau sem hafnað hafði verið árið áður. En næsta ár var strax miklu auðveld- ara. Þá áttum við viðskiptavini, sem við gátum leitað til og sent verðskrá. Síðan hlóð þetta utan á sig. Menn sættu sig við að kaupa veiðileyfin beint af veiðiréttareig- endum, jafnvel þótt þeir byggju úti á landi og úti í sveit og nota yrði bréf eða síma eða hvort tveggja til að koma viðskiptum á. Það kom fljótlega í Ijós að eftirspurn eftir veiðileyfum var meiri en hægt var að anna, bæði frá íslenskum og er- Iendum veiðimönnum. Erlendu veiðimennirnir greiða hærra verð fyrir veiðileyfin, en þeir íslensku. Þeir kaupa meiri þjónustu og þannig skapa þeir meiri atvinnu heima í sveitinni, og þeir veiða að- eins á flugu og sækja veiðiskapinn ekki af eins miklum ákafa og ís- lendingarnir og fara þannig betur með veiðivatnið. Hins vegar hefur Veiðifélag Miðfirðinga eignast góðan hóp íslenskra veiðimanna, sem eru traustir viðskiptavinir og góðir og gætnir veiðimenn. Fyrir þessum viðskiptavinum ber félagið mikla virðingu og hefur oft rætt um það að auka ekki að svo komnu máli veiðileyfasölu til erlendra að- ila, jafnvel þótt þeir erlendu skapi meiri atvinnu í sveitinni og greiði hærra verð fyrir veiðileyfin. Þegar Veiðifélag Miðfirðinga 74 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.