Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1982, Side 41

Freyr - 15.01.1982, Side 41
Þórir Dan Jónsson, fiskifræðingur Frá starfsemi veiðimálastofnunar í Borgarnesi Árið 1978 urðu nokkurþáttaskil ístarfsemi Veiðimálastofnunar, en þá var Vesturlandsdeild hennar sett á laggirnar í Borgarnesi. Við hana starfar einn fiskifrœðingur að staðaldri, en vegna fjárskorts er aðstoðarmaður aðeins ráðinn endrum og eins yfir sumarmánuðina. Höfuðverkefni deildarinnar er að rannsaka ár og vötn og leiðbeina veiðiréttareigendum og veiðimönnum í umdœmi deildarinnar sem er allt frá Botnsá í Hvalfirði og norður í veiði- mönnum í umdæmi deildarinnar sem er allt frá Botnsá í Hvalfirði og norður í Hrútafjörð Þórir Dan Jónsson flytur erindi sitt á fáðstefnunni. Með stofnun deildarinnar gefst fiskifræðingi tækifæri til að afla sér staðþekkingar, auk þess sem allar rannsóknir í ám verða auðveldari. Með árlegum athugunum og sam- anburði á milli ára verður orsaka- samhengi hinna ýmsu þátta skýrari. Meðfylgjandi súlurit (mynd 1) gefur glöggt til kynna kosti árlegra rannsókna. í>að sýnir lengdar- og aldursdreifingu laxaseiða úr Grjótá, sem fellur í Hítará, og nær yfir árin 1976, 1978, 1979 og 1980. Niðurstöður þriggja síðustu áranna eru töluvert frábrugðnar niðurstöðum ársins 1976, því að eins og tveggja ára árganga vantar. Skýring á frávikinu er sú að vet- urna 77—78, 78—79 og 79—80 þornaði áin svo til alveg. Þó var nægilegt vatn í botnmölinni til þess að hrogn úr hrygningunni frá haustinu áður komust af, en seiði drápust. Nú hafa verið gerðar ráðstafanir sem eiga að koma í veg fyrir seiðadauða. Annað gott dæmi um gildi ár- legra athugana eru niðurstöður af rannsóknum á nokkrum ám á Norðvestur- og Norðurlandi. Samanburður á rafveiðum 1980 og rafveiðum fyrri ára í þeim sýnir að vorkuldarnir 1979 og tiltölu- lega stutt eftirfarandi sumar hafa þurrkað út árganginn 1979 að nokkru eða öllu leyti í stöku ám. Verður því fróðlegt að fylgjast með þessum árgangi á næstu árum. Á undanförnum árum hefur komið í ljós að laxaseiði þrífast vel í mörgum stöðuvötnum. Standa nú yfir rannsóknir á því hvernig fer fyrir sumaröldum seiðum sem sleppt er í stöðuvötn. Mig langar að nefna tvö dæmi um gildi stöðu- vatna sem uppeldissvæða fyrir lax- aseiði. Árið 1980 var sumaröldum seiðum sleppt í Laxárvatn, sem er eitt af upptakavötnum Laxár í Dölum. Árið 1981 var veitt í vatninu og hafði þá u. þ. b. helm- ingur seiðanna, sem veiddust, náð sjógöngustærð. Þess má geta að í Laxá ná laxaseiði ekki sjógöngu- stærð fyrr en fjögurra til fimm ára gömul. í Laxárvatni er urriði en í vatninu er ekki offjöldi fiska. í Eyrar- og Geitabergsvötnum, sem Laxá í Leirársveit kemur úr, er hins vegar of mikið af silungi, en þar ná laxaseiði þó sjógöngustærð ári fyrr en í ánni sjálfri. Fyrst ég er farinn að tala um stöðuvötn langar mig að minnast á stofnstærðarsveiflur bleikju í Hólmavatni á Tvídægru, en grunur leikur á að svipað gildi um nokkur vötn á Arnarvatnsheiði. Jón Kristjánsson, fiskifræð- ingur, stundaði tilraunaveiðar í Hólmavatni á tímabilinu 1971— 1977, en ég hef síðar haldið þeim rannsóknum áfram. Áður en lengra er haldið er þó rétt að víkja að nokkrum atriðum varðandi lífsferil silungs, en þau sýna glöggt að „fiskirækt" án fyrirhyggju getur haft óheppilegar afleiðingar. Samspil bleikju og urriða Breivatn í Noregi (í Harðangurs- firði) var fyrir aldamótin síðustu mjög gott urriðavatn. Árið 1910 var bleikjuseiðum sleppt í vatnið. FREYR — 81

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.