Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.2000, Qupperneq 2

Freyr - 01.12.2000, Qupperneq 2
Þynning nautasœðis Aárunum 1994 til 1998 var gerð tilraun með mis- munandi þynningu nauta- sæðis við Nautastöð BI á Hvann- eyri. Forvígismaður tilraunarinnar var Sigurborg Daðadóttir dýra- læknir, þáverandi framkvæmda- stjóri stöðvarinnar, en Sveinbjörn Eyjólfsson eftirmaður hennar hélt síðan tilrauninni áfram. Astæða til- raunarinnar var einkum sú að reynsla er fyrir því erlendis að óhætt sé að þynna nautasæði mun meira en gert hafði verið hérlendis. Nú á haustdögum 2000 hef ég undirritaður gert tilraunina upp og er efniviður og niðurstöður eftirfar- andi: Naut alls til uppgjörs: 113; 17 fædd 1993; 24 fædd 1994; 26 fædd eftir Guðlaug Antonsson, Nauta- stöð BÍ, Hvanneyri 1995; 22 fædd 1996; 24 fædd 1997. Fjöldi nauta sem hlaut tilrauna- þynningu (mestu reynda þynn- ingu): 1 fætt 1993; 5 fædd 1994; 19 fædd 1995; 18 fædd 1996; 0 fædd 1997. Sæðingar sem til uppgjörs voru teknar eru 53.725. Sæðingamar skiptast þannig eftir árum: 748, 1994; 10588, 1995; 11700, 1996; 11994, 1997; 11474, 1998; 7221, 1999. Við uppgjörið var notað vegið meðaltal innan nauta og ára en ein- falt meðaltal milli nauta. í meðfylgjandi töflu má sjá sam- andregið yfirlit yfir helstu niðurstöð- ur. Til skýringar skal þess getið að tilraunaþynning er 20 milljónir sæð- isfrumna í sæðisstrái (10 milljónir lifandi), sú þynning sem ég nota em 30 milljónir sæðisfmmna í strái (15 milljónir lifandi). Þynning fyrir tilraun er 35 milljónir sæðisfrumna í strái (17,5 milljónir lifandi). Svo sem fram kenrur í töflunni virðist vera um 4% fangárangurs- munur á tilraunaþynningunni og því sem mest hefur verið notað í gegnum tíðina, aftur á móti virðist vera sáralítill munur á 30 eða 35 milljónum sæðisfmmna í strái eða 0,4%. Hvað varðar 25 og 40 millj- ónir er þar aðeins um að ræða 3 naut þannig að ekki er um mark- tækar niðurstöður að ræða. í framhaldi af niðurstöðum þess- arar tilraunar þykir mér einsýnt að ekki verði horfið frá þeirri þynn- ingu sem viðgengst í dag eða 30 milljónum sæðisfrumna í strái. Tafla 1. Þynning, milljónir sæðisfrumna í strái Fjöldi nauta Fjöldi kúa Fang árangur 20 43 20327 65,9 25 2 986 65,6 30 26 13162 69,8 35 28 12741 70,2 40 l 459 65,1 Blandað 13 6050 66,9 Útflutningur á vatni „Þyrstir markaðir gera vatn að verðmætri útflutningsvöru". Þetta er yfirskrift á grein í breska blað- inu Financial Times frá 7. nóvem- ber sl. í greininni er fjallað um sí- fellt vaxandi skort á neysluvatni í Miðausturlöndum. í hinum þurru hlutum Miðaust- urlanda og Norður-Afríku búa um 300 milljón manns, eða 5% jarðar- búa, og þessi lönd hafa einungis aðgang að 1% af endumýjanleg- um vatnsforða jarðar. Að auki fer þetta ástand versnandi. Aðgangur að vatni á mann á þessu svæði er nú 1.200 rúmmetrar á ári en mun minnka niður í 600 rúmmetra á ári fram til ársins 2025, að áliti Alþjóðabankans. I Svíþjóð er aðgangur hvers íbúa að fersku vatni 21.000 rúmmetrar á ári. Þó að viðskipti með vatn milli landa séu viðkvæm, bæði efnahags- lega og pólitískt, þá eiga slík við- skipti nú sér stað. Þannig hefur Israel nú gert samning við Tyrkland um kaup á 15-25 milljón rúmm- etmm af vatni þaðan á ári næstu 5- 10 árin. Samningar um verð fyrir vatnið vom erfiðir en fyrir Israel er hér um að ræða annað hvort að afselta vatn eða kaupa það. Vandamál með öflun neysluvatns er einnig að finna í Evrópu. Öll Miðjaiðarhafslöndin, frá Portúgal í vestri til Grikklands í austri, glíma við það að ræktunarlönd þeirna verða sífellt þurrari. Frakkar og Spánvetjar ræða áætlanir um að flytja út vatn úr ánni Rhone í Frakk- landi til Barselona og nágrennis, en á því svæði er séð fram á alvarlegan skort á neysluvatni. (Intemationella Perspektiv nt: 34/2000 2 - FREYR 11-12/2000

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.