Freyr - 01.12.2000, Page 9
með ferskt fóður sem lengst og þá
er vorbeitin þar ákveðið atriði og
síðan haustbeitin. Fjölæra rýgresið
er þama heppilegt því að það er
hægt að beita það fyrst, slá síðan
tjásumar seinni hlutann í júlí og
bera þá á og beita það síðan aftur
um haustið. Og það er úrvalsbeit.
Kornrækt í Skagafiröi
Hér í Skagafirði er nýlega hafin
kornrœkt i töluverðum mœli. Hve-
nœr hófst hún?
Þetta hófst með spjalli milli okk-
ar Eiríks Loftssonar, ráðunautar á
Sauðárkróki, sem ég tel okkur
skagfirskum bændum afar góðan
starfsmann, sem og aðra ráðunauta
búnaðarsambandsins. Þetta kom-
ræktarævintýri hófst árið 1993 með
því að Eiríkur hringir í mig og spyr
mig að því hvort ég vilji ekki prófa
að rækta bygg. Ég bara hváði, enda
hafði ég aldrei leitt hugann að
þessu. Það varð þó úr eftir nokkrar
vangaveltur að ég sáði í rúmlega
einn hektara og Jónatan Hermanns-
son fékk að setja niður tilraunareit
hér hjá mér og það gerði hann einn-
ig á Vindheimum.
Þetta ár var sáð á þremur stöðum
hér í firðinum, á Páfastöðum, Vind-
heimum og hér. Sumarið 1993 var
rnjög lélegt og hvorki gras né annað
spratt, þannig að um 10. ágúst sló
ég og rúllaði akurinn hjá mér, eftir
samráð við Eirík. Þá var kornið rétt
að skríða en vel sprottið og vel
grænt. Tilraunabletturinn fékk hins
vegar að standa og í lok september
í gaddfrosti kom Jónatan með sitt
fólk og uppskar reitina og fékk
korn, sem kom mér algjörlega á
óvart.
Ég sá þá að hér mætti fá kom
fyrst þetta ár gaf uppskeru. Því var
farið af stað næsta vor með talsvert
meiri ræktun og síðan hefur hún
aukist og styrkst ár frá ári, bæði
þekking okkar, afbrigði sem okkur
bjóðast og svo kjarkurinn. Upp-
skeran á þessu tímabili hefur farið
niður í 1,2-1,3 tonn á ha af þurrefni
á lélegustu spildunum hjá ntér upp í
hátt í sex tonn af ha og það var best
í fyrra, 1999. Reyndar fengum við
feikilega gott ár árið 1997.
Hvernig verkar þú kornið?
Þangað til í fyrra höfðum við
súrsað allt í stórsekkjum, en í fyrra
settum við upp þurrkunarsíló á
Vindheimum, en öll komrækt hér
um slóðir er rekin á sameiginlegum
félagslegum gmnni, með fyrirtæki
sem heitir Þreskir ehf., að því standa
26 aðilar. Við rekum tvær þreski-
vélar og þurrkunarsíló á Vind-
heimum, sem kynt er með olíu og
því alldýr í rekstri en samt höfum
við fengið góða útkomu úr rekstr-
inum. Sl. ár kostaði mig kr. 2,70 að
þurrka hvert kg koms að jafnaði.
Afhverju datt ykkur yfirleitt í hug
að þurrka kornið?
Þurrkunin var hugsuð til þess að
geta fengið sáðkom í bestu árum,
sem hefur reyndar ekki tekist eins
og við best vildum. Árið 1997 tók-
um við sáðkom beint af vellinum,
83% þurrt, án þess að þurrka neitt
og sáðum því vorið eftir með 98%
spírun. Haustið 1999 þurrkuðum
við um 15-20 tonn til að fá sáðkom
en við náðum ekki nógu góðri spír-
un á því. Það kom út með upp undir
70% spírun í mælingum og við
treystum því sl. vor, þegar við sáð-
um, að það yrði enn betra í akrin-
um, sem er t.d. reynsla Eyfirðinga,
en það reyndist ekki svo.
Þeir blettir, sem þessu korni var
sáð í, eru lélegir en þessi 20 tonn
eru aðeins hluti af því sem við sáð-
um, en sl. vor var hér í firðinum sáð
í 300 ha. Það er hins vegar leiðin-
legt að lenda í þessu fyrsta árið sem
þetta er reynt.
Ákvörðun um þessa þurrkun var
tekin fyrir þremur árum, þá var
verð á sáðkomi 70-90 kr. á kg og
við áætluðum að við gætum ræktað
það á innan við 20 kr. á kg og selt
það á ca. 25 kr. Síðan hefur þetta
breyst og verðið á sáðkorni hefur
hrapað.
En borgar það sig þá yfirleitt fyr-
ir ykkur að rœkta ykkar eigið korn ?
Já, við höldum nákvæmt bókhald
yfir kostnaðinn sem sýnir að korn-
rækt borgar sig hér. Til viðbótar vil
ég nefna að reynsla mín er sú að
það er svolítið annað að gefa súrsað
kom en þurrt vegna þess að kýrnar
hafa miklu meiri lyst á því en þurru.
Að vísu fórnum við einhverju pró-
teini en við fáum miklu færri súr-
doðakýr og yfirleitt miklu betri
heilsufar á gripina.
Og verkar þú komið í stórsekkj-
um?
Já, hingað til, en í haust stefni ég
Kornsláttur á Stóru-Ökrwn; Korni dœlt úr þreskivél íflutningsvagn.
FREYR 11-12/2000 - 9