Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 14

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 14
tóku danskir kúabændur ákvörðun um að byggja nýja tilraunastöð nautgriparæktarinnar í næsta ná- grenni þeirrar starfsemi sem er á Foulum. Um leið voru lagðar niður tilraunastöðvar á öðrum stöðum í Danmörku. Hinni nýju tilraunastöð er ætlað að sinna hagnýtum rann- sóknum fyrir greinina. Rök þeirra fyrir uppbyggingu þarna eru að með þessu ætli þeir að tryggja eins náið samband og mögulegt er á milli þeirra sem sinna grunnrannsóknum og meira hagnýtum rannsóknum og þannig m.a. að geta nýtt nýja þekkingu innan greinarinnar eins hratt og framast er kostur. Þessari nýju tilraunastöð er ætlað að sinna vandamálum hinna nýju, stóru kúabúa þar í landi. Þessi þró- un kalli á enn öflugri rannsóknar- starfsemi en áður. A stöðinni eru 150 mjólkurkýr með tilheyrandi uppeldi og í annarri deild er rými fyrir 150 gripi í kjötframleiðslu auk 40 holdanautgripa. Þama eru settir upp mjaltaþjónar sem hlýtur að segja hvernig forysta danskra kúa- bænda meti að framtíðin verði í þeim efnum. Rannsóknarverkefni í upphafi snúa m.a. að hinni nýju mjalta- tækni, fóðrun hámjólka kúa, þróun í nýrri tækni í fjósum og aukinni sjálfvirki, auk rannsókna á erfða- þáttum sem hafa áhrif á átgetu gripa og heilbrigði þeirra. Ráðgjafaþjónusta í Danmörku Niels Bo, sem er danskur naut- griparæktarráðunautur, fjallaði um ráðunautaþjónustu. Hann benti á að hinar miklu breytingar í uppbygg- ingu búanna kölluðu á breytt vinnu- brögð á þessu sviði. Kröfur til bú- stjórnar breyttust og þekking bænd- anna færi vaxandi. Hann dró fram ýrnis einkenni í breytingum síðustu ára; stækkun og fækkun búa, fækkun mjólkurkúa en fjölgun holdagripa. Síðasta breyt- ingin er síðan sú að nú nálgast það að 20% af dönsku mjólkinni sé framleidd af hollenskum bændum sem þangað hafa flust á síðustu ár- um. Þessar breytingar hafa gert bændahópinn enn sundurleitari en áður. Annars vegar væru mjög sér- hæfðir bændur með mjög stór bú en hins vegar annar hópur „tóm- stundabænda". Báðum verður að sinna. í hinni dreifðu ráðagjafaþjónustu landbúnaðarins í Danmörku eru nú um 2500 starfsmenn. Niels Bo fjallaði í stuttu máli um tvö þætti ráðgjafar. Hin almenna framleiðsluráðgjöf beindist í dag mjög mikið að fóðurleiðbeiningum, framleiðsluáætlunum og aðstoð við bændur í tengslum við kaup á mjólkurkvóta. Hann taldi að ein- kenni þessara starfa í dag væru að of miklum tíma væri varið í skrán- ingu og eftirlit en of lítið í að horfa til framtíðar. í ræktunarleiðbeining- um, sem hann sjálfur starfar að, sagði hann verkefnin vera fólgin í dómum á kúm, setja upp áætlanir um sæðingar, val nautsmæðra og gripasýningar. Þessu fylgdu einnig mikil fundarhöld. Taldi hann að 65- 80% af tími þessara ráðgjafa væri bundinn símtölum, stjórnun og fundarhöldum. Hann taldi sameiginlegt einkenni þessara starfa í dag vera að starfið væri virkt en ráðgjafarnir mjög störfum hlaðnir. Starfið væri mikið bundið föstum störfum og stjórnun, en störfum sem litu að þróun og breytingum væri of lítið sinnt. Hann taldi að ráðgjafarstarfið mundi á næstu árum þróast meira og meira í þá átt að vera sala á þjón- ustu til að rnæta breytilegum þörf- um bænda. Það kallaði líka á tíma ráðgjafanna til að kortleggja þessar þarfir og þeir þyrftu að verða miklu harðari við að bjóða fram þjónustu sína. Hann taldi að þörfin færi vaxandi fyrir heildarráðgjöf fyrir búið þar sem meiri áhersla en áður væri lögð á langtímasjónarmið. Meginatriðið verður að þekkja óskir bændanna, sem veita á þjónustu sem allra best, og bjóða þjónustu sem kemur til móts við þær. Lokaorð hans voru: Ráðgjöf verður umfram allt að vera faglega rétt og mæta þörfum bónd- ans og verður alltaf að byggja á for- sendum hans og uppfylla markmið hans. Það markmið verður meira að ná sem mestum tekjum með eins lítilli vinnu og mögulegt er. Áse F. Andersen, sem unnið hef- ur við ráðgjafastörf fyrir norska kúabændur í rúma þrjá áratugi, fjallaði um stöðu leiðbeiningaþjón- ustunnar þar í landi með saman- burði við nágrannalöndin Dan- mörku og Svíþjóð. I Noregi er þessi starfsemi tiltölulega sérhæfð gagn- Jóhannes Torfason, fráfarandi formaður NÖK, afhendir nýjum formanni, Lars H. Pedersen, fundarhamar sem tákn wn skiptin. 14 - FREYR 11-12/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.