Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Síða 18

Freyr - 01.12.2000, Síða 18
Tvísæðingar - árstími Mynd 6, sjá texta. urinn fyrstu þrjú ár tímabilsins og hins vegar nú síðustu þrjú árin. Þama kemur fram mjög greinilegur munur eftir árstímum sem flestir bændur þekkja vel. Arangurinn er bestur að sumrinu og fram eftir hausti. Það sem er hins vegar mjög athyglisvert og blasir þama við er að þróunin á þessu árabili er ákaf- lega breytileg eftir árstímum. Á seinna tímabilinu er árangur betri yfir sumar- og haustmánuði en hins vegar er fallið í árangri mjög um- talsvert á vetrarmánuðum. Þessar niðurstöður, sem þarna sjást og virðast ákaflega skýrar, verða varla túlkaðar á annan veg en þann að sá slakari árangur sem staðreynd er á seinni hluta tímabilsins muni fyrst og fremst tengjast þáttum í fóðrun og meðferð kúnna en ekki eðli þeirra eða framkvæmd sæðinganna. Væri ástæðna að leita í síðamefndu þáttunum væri eðlilegt að sjá hlið- stæðar breytingar á öllum ártímum. Þessi niðurstaða þarf tæpast að koma að óvart. Það er vel þekkt að fóðmn kúnna með aukinni afkasta- getu þeirra verður sífellt meira vandaverk, eigi að tryggja að þær séu í jákvæðu næringarjafnvægi á fyrstu mánuðum eftir burðinn. Það er hins vegar vel þekkt að það er einn af allra mikilvægustu þáttum til að tryggja góða frjósemi hjá kúnum. I þessu sambandi held ég að bændur ættu að hugleiða hvort eitt- hvað megi vinna með því að færa fram burð á kvígum fyrr á haustið en verið hefur víða, jafnvel láta þær bera síðsumars. Með því skapast augljóslega meiri möguleikar til að halda fullorðnu kúnum áfram á góðum burðartíma. I þessu sam- bandi bendi ég á þróun sem sjá má í þessum efnum í nálægum löndum. Einnig bendi ég á reynslu Gunnars Sigurðssonar á Stóru-Ökrum, sem hann lýsir vel í viðtali hér í blaðinu. Tvísæðingar eru skilgreindar sem sæðingar þegar næsta sæðing er framkvæmd innan sex daga frá fyrri sæðingu. Tvísæðingar geta verið hvort tveggja að sæðingarmaður er kallaður til með dags millibili á sama beiðmáli hjá kúnni, oftast í tengslum við óljós beiðsliseinkenni eða við samstillingu gangmála. Á mynd 5 er sýnt á hvem hátt hlutfall tvísæðinga hefur verið að þróast. Hlutfall þeirra hefur stóraukist eða úr um 5% við upphaf tímabilsins í um 14% við lok þess. Á mynd 6 er sýnt hvert hlutfall tvísæðinga er í einstökum mánuðum og aukningin er augljóslega að einhverju leyti tengd breytingum á sæðingartíma. Það er öllum ljóst að tvís'æðing- Frh. á bls. 43 18 - FREYR 11-12/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.