Freyr

Volume

Freyr - 01.12.2000, Page 22

Freyr - 01.12.2000, Page 22
/ Utlitsmat á kúm Iumræðu síðustu missera um ræktunarstarfið í nautgriparækt hefur alloft komið fram að aukna áherslu beri að leggja á þætti eins og júgur- og spenagerð kúnna. Þessir eiginleikar eru ekki mælan- legir, heldur eru bæði hér á landi og um allan heim metnir við dóma á lifandi gripum. Til að mögulegt sé að láta slíka þætti fá meira vægi en verið hefur er nauðsynlegt að meiri upplýsinga verði aflað um þessa eiginleika. Það verður aðeins gert með dómum á fleiri ungum kúm en verið hefur. Þegar búnaðarlög tóku við af bú- fjárræktarlögum, sem áður vom, þá vom þar felld niður öll ákvæði um sýningarhald á nautgripum. Þess vegna hafa hefðbundnar kúaskoðanir, sem áður vom, verið felldar niður. Hins vegar hefur verið ákveðið að stefha að víðtækari skoðun á ungum kúm en áður var. Hugmyndin er að í framtíðinni fari fram árleg skoðun á kúm á fyrsta mjólkurskeiði um allt land. Á þennan hátt á að myndast mikfu traustari upplýsingagmnnur en áður var fyrir hendi um þá eiginleika sem metnir em við slíka skoðun. Útlitsmat á kúm Hér á eftir er ætlunin að gera grein fyrir í stuttu máli hvemig núverandi útlitsmat á kúm hér á landi er byggt upp. Bændur munu nú fá tölvu- útskrift af dómblaði fyrir allar kýr sem skoðaðar em þannig að þeir geta yfirfarið öll atriði nákvæmlega sem skráð eru við dómana. Við mat á kúnum eru þær dæmd- ar eftir tveimur dómstigum. í fyrsta lagi er notaður dómstigi sem byrjað var að nota árið 1986 og hefur verið notaður óbreyttur síðan. Sam- kvæmt honum er skilgreint hámark í heildarstigum hjá kúnni 100, en nær allar kýr stigast samkvæmt þessum dómstiga á bilinu 73-90 stig. Grunnurinn í þessum dómstiga er í raun sá sami og settur var af eftir Jón Viðar Jónmundsson, Bænda- samtökum íslands Hjalta Gestssyni árið 1951, þegar hann byggði upp fyrsta dómskala fyrir nautgripi hér á landi. I núver- andi mati hefur hins vegar áhersl- um á einstaka þætti nokkuð verið hnikað til frá því sem þá var. I öðru lagi er um að ræða það sem kallað hefur verið línulegt mat. Hér er um að ræða það form á dómum sem víðast hvar erlendis hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum. Það var fyrst árið 1994 sem farið var að dæma eftir núverandi formi hér á landi en það byggir á að yfirfæra erlenda framkvæmd á þessu mati. Nokkur árin þar á undan hafði mjög einfaldað form þessa verið notað í kvíguskoðun. Snorri Sigurðsson gerði samanburð á þessum tveimur dóm- kerfum í aðalverkefni sínu við búvís- indadeildina á Hvanneyri áiið 1995. Þar fann hann að yfirleitt er línulega matið nákvæmara mat (sýnir hærra arfgengi), eins og einnig er fundið í erlendum rannsóknum. Það er nokk- uð augljóst vegna þess að þar er unn- ið með betur afmarkaða og því betur skilgreinda þætti. Þættir metnir meö dómstiganum Á mynd 1 er sýnt yfirlit um þá þætti sem metnir eru með dómstig- anum. Dómstiginn er þannig upp byggður fyrir alla þætti að eftir því sem einkunn er hærri er viðkomandi eiginleiki metinn betri. Með því að leggja saman einstakar stigatölur fæst því heildardómur fyrir kúna. Fjögur atriði í skrokkbyggingu eru metin. Yfirlína, sem fær hæst 5 stig, og síðan bolur, malir og fót- staða þar sem hæst eru gefin 10 stig. Fyrir skrokkbyggingu getur kýrin því að hámarki fengið 35 stig. Fyrir júgur getur kýrin að há- marki fengið 20 stig. Þessir þættir eru dæmdir tvískipt. Önnur eink- unnin lýsir júgurgerð, lögun þess og stærð, en hin hve vel júgrið er borið og skiptingu í júgri. Á síðari árum eru vaxandi efasemdir um hve rétt sé að lækka mat á júgri vegna skiptingar eins og lengi hefur verið hefð fyrir. Sterkt júgurband sem oft sýnir talsverða skiptingu júgurs er vafalítið fyrst og fremst merki um trausta júgurgerð. Fyrir spena getur kýrin að há- marki fengið 20 stig eins og fyrir júgur. Þama fer mat einnig fram tvískipt. Önnur einkunnin lýsir staðsetningu og lengd spena en hin lögun þeirra og gerð. Mjaltir geta að hámarki fengið 20 stig. Það mat er að öllu leyti byggt á umsögn þessi sem þekkir kúna og mjólkar hana reglulega. Fyrir skap er mest gefin 5 stig. Sú einkunn er eins og mjaltir byggð á umsögn þess sem umgengst kúna daglega. Línulegt mat Línulega matið er í meginatriðum byggt upp á annarri hugsun. Þar er eiginleikum enn meira skipt upp en við stigun og hinn línulegi skali er kvarðaður frá öðrum enda hins eðlilega breytileika að hinum. Kvarðanum er í öllu þessu mati skipt í níu bil þannig að eiginleik- amir geta fengið tölugildi frá 1 til 9. Boldýpt viljum við sjá mikið og einnig miklar útlögur þannig að fyrir þessa þætti eru háar tölur á þessum kvarða æskilegar. Yfirlína er hins vegar metin þannig að þar mundi vera talið best að hafa gildi frá 4-7 fyrir þann eiginleika. Þegar malir era skoðaðar era það þrír aðskildir þættir sem era metnir. Æskilegt er að breidd mala sé mikil, þannig að þar eru há gildi tvímæla- 22 - FREYR 11-12/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.