Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Síða 26

Freyr - 01.12.2000, Síða 26
2. tafla. Hinir ýmsu frjósemisþættir hárra og lágra búa Há bú Lág bú Bil rnilli burða (b.bil)* 390 403 Kýr með >390 daga b.bil* 8,3 11,2 Dagar frá burði að 1. sæð.* 84 76 Dagar frá 1. sæð. að burði* 305 328 Sæðingar á kú* 1,52 2,42 Fanghlutfall við 1. sæð.* 65,9 36,6 *Marktækur munur milli hópa, p<0,05. óbreytt milli áranna 1997 og 1998, 3,95%, en próteininnhaldið lækkaði úr 3,29% í 3,26%. Val á búunum byggði á upplýs- ingum úr skýrsluhaldi um bil milli burða, fjölda sæddra kúa og fjölda sæðinga á kú. Þegar búið var að velja búin var fyllt út í svokallaða frjósemisskýrslu fyrir viðkomandi býli (Excel skjal, Þorsteinn Ólafs- son). Þar þarf að færa inn upplýs- ingar um hvem grip, tvo síðustu burði og sæðingar þar á milli. Þannig fæst yfirlit yfir hina ýmsu þætti er varða hvern einstaka grip, s.s. hversu margir dagar líða frá burði að fyrstu sæðingu, hversu oft er kýrin sædd, meðgöngutími, bil milli burða o.fl. Samantekt þessara þátta fyrir allar kýr búsins kemur fram og úr þeim þáttum er unnin svokölluð frjósemistala þar sem mismikið vægi er lagt á hina ýmsu þætti. Séu 365 dagar á milli burða, 60 dagar frá burði að fyrstu sæð- ingu og 70% fanghlutfall er frjó- semistalan um það bil hundrað. Nokkur bú fóru yfir þá tölu, önnur töluvert undir og jafnvel kom fyrir að frjósemistala færi í mínus. Frjó- semistalan var að meðaltali 53 fyrir öll búin, 72 á háum búum og 35 á lágum búum. Marktækur munur var á öllum frjósemisþáttum á milli hópanna eins og tafla 2 gefur til kynna. Bil milli burða á háu búunum var 390 dagar en 403 dagar á þeim lágu. Fleiri kýr voru með meira en 390 daga burðarbil á lágu búunum, 11,2 á móti 8,3 á þeim háu. Dagar frá burði að fyrstu sæðingu voru 84 hjá háu búunum en 76 á þeim lágu. Þrátt fyrir það líða fleiri dagar frá fyrstu sæðingu að burði í þeim hópi, 328, á móti 305 dögum hjá þeim háu. Þannig er meira um að gripir séu að beiða upp á lágu búunum sem sýnir sig í fjölda sæðinga sem er töluvert meiri hjá lágu búunum. Sæðingar á hverja kú þar voru 2,42 á sama tíma og háu búin sleppa með 1,52. Fanghlutfallið við fyrstu sæðingu var 65,9% á háu búunum en aðeins 36,7% á þeim lágu. Talið er að ekki sé eðlilegt að vænta hærra fanghlutfalls en 70-80% þar sem náttúruleg afföll eiga sér stað. Aðbúnaður og fóður Það sem fæst út úr skepnunni er háð umhverfis- og erfðaþáttum hennar. Framfarimar í kynbótum ganga hraðar fyrir sig með þá erfða- þætti sem hafa hátt arfgengi. Frjó- semin hefur lágt arfgengi þar sem samspil hinna mörgu umhverfis- þátta hafa mikil áhrif. Þeir hafa mismikil áhrif og virka gjarnan hver á annan innbyrðis. Fengnar voru upplýsingar úr fjós- skráningu (og þeirra aflað ef ekki var til fjósskráning) um báslengd og - breidd, auk jötugrindar, bind- ingar, básgólfs og flórgerð í fjósum viðkomandi bæja. Ekki var töl- fræðilega marktækur munur á neinu þessara atriða milli hópa. Þó höfðu bæimir í háa flokknum gert meiri endurbætur á fjósunum frá þeim tíma sem skráning fjósanna fór fram. Það fólst einkum í betra umhverfi kúnna, s.s. að setja mottur í básana, laga beislur og koma upp kjamfóðurdöllum. I báðum hópum voru bú þar sem verið var að byggja mjaltabás. Það sem kom á óvart var að á 9% af búunum lágu kýmar á berum steininum. Leitast var eftir því að finna hvort munur væri á hvemig lýsingu væri háttað í fjósunum. Hái hópurinn nýtti sér fulla lýsingu í meira mæli á málum, hafði jafnvel kveikt áfram eftir kvöldmjaltimar og deyfði eða slökkti ljósið í kvöldferðinni, um 78% á móti 54% þeirra úr lága hópnum. Lági hópurinn var oftar með fulla lýsingu allan daginn, frá morgni til kvölds, 46% á móti 22% hjá þeim háa. Hvað varðar nætur- lýsinguna voru 11% lágu búanna með fulla lýsingu á móti 2% hjá þeim háu. Þetta sést í töflu 3 og munurinn var alls staðar marktæk- ur. Ljós hefur áhrif á frjósemi margra dýrategunda og það skiptir máli á hvem hátt því er háttað. Mikilvægt er að fá fram dægur- sveiflur í ljósið yfir sólarhringinn og þess vegna ekki æskilegt að full- lýsa fjósið alltaf. Ekki var munur á túnstærð og heyskap milli hópanna. Ræktað land var að meðaltali 58 hektarar þar sem hlutfall eldri túna var um 81% og yngri túnanna (5 ára og yngri) 19%. Þrátt fyrir að ekki mældist marktækur munur á hey- skap milli hópanna virtist tilhneig- ingin vera sú að rúlluheyskapurinn 3. tafla. Ljósnotkun á háum og lágum búum. Full lýs. frá morgni til kvölds* Há bú 22% Lág bú 46% Full lýs. á mál./og fram e.kv.* 78% 54% ' Full lýsing að næturlagi* 2% 11% *Marktækur munur milli hópa, p<0,05. 26 - FREYR 11-12/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.