Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.2000, Side 29

Freyr - 01.12.2000, Side 29
Mynd 4. Aðlögunartími kjarnfóðurs fyrir burð. kemur að undirbúningsfóðrun fyrir burðinn byrjaði hái hópurinn seinna að aðlaga kýrnar að kjarnfóðurgjöf í samanburði við lága hópinn, tæplega 80% háu búanna aðlagaði kýrnar frá 1-3 vikum fyrir burð á sama tíma og rúm 65% lágu búanna héldu sig við þann tíma, hinir byrjuðu enn fyrr eins og sjá má á mynd 4. Þarna er um marktækan mun að ræða milli hópanna. Við burðinn eru flestir farnir að gefa gripnum 2 kg kjarnfóðurs á dag. Þó svo að ekki mælist marktækur munur á kjam- fóðurgjöfinni eftir burðinn milli hópa er tilhneigingin hjá háu bú- unum að auka gjöfina hraðar í sam- anburði við lága hópinn. Þau bæta hiklaust allt frá 500 upp í 1000 grömmum við kjamfóðrið á dag eins og mynd 5 gefur til kynna. Samspil veðurfars og gróðurs er samtvinnað og skiptir mestu máli þegar kýmar em settar út að vori, gróðurfarið þó eitthvað meira á háu búunum. Um helmingur búanna setti kýmar út seinni hluta maímán- aðar og í byrjun júnímánaðar á ár- unum 1997 og 1998. Snemmsum- ars voru þær yfirleitt í sérstökum dag- og næturhólfum en beitarlagið síðsumars einkenndist fyrst og fremst af marghólfabeit á hánni. Marktækur munur mældist milli hópanna þar sem hærra hlutfall lágu búanna randbeitti kúnum á hána samanborið við háu búin þar sem kýmar ganga meira frjálst að henni. Nálægt 10% búanna beittu á snemmþroska grænfóðurtegundir með annarri beit, óháð flokki. Hey- gjöf með beitinni tíðkast að vori og hausti og ívið fleiri háir bæir gefa hey fram eftir sumri. Rúm 30% bæjanna í báðum hópum gáfu hey með allt sumarið og töldu það reyn- ast ákaflega vel. Átið væri gott, kýmar hreinsuðu vel upp fóðrið sem þeim væri gefið og tréni úr heyinu til viðbótar við beitina hefði jákvæð áhrif á heilsufarið. Hvað varðar haustbeitina þá mælist munur milli hópanna, þar sem 84% af háu bæjunum beittu kúnum á grænfóður en 71% lágu bæjanna. Hópamir ræktuðu svip- aðar tegundir þar sem repja, rýgresi og kál í blöndu með rýgresi var al- gengast. Samkvæmt mynd 6 má sjá mismunandi áherslur milli hóp- anna þegar kemur að samsetningu grænfóðursins. Sé litið á grænfóð- ur til sláttar snýst dæmið við, þar vom lágu bæimir að slá grænfóður í meira mæli en háu bæimir og rý- gresið var vinsælasta tegundin. Þær kröfur sem bændur gera til kúnna um að mjólka af beitinni eru ekki eins milli hópanna. Þannig fékk kýr í 13,4 kg dagsnyt á háu búi kjamfóður en ekki fyrr en hún var komin í 15,5 kg á lágu búi. Hvenær kýr voru teknar inn að hausti réði veðurfarið mestu um. Munurinn milli hópanna um hven- ær það gerðist mælist ekki mark- tækur en háu búin vom ívið fyrri til þess, bæði þegar farið var að hafa kýmar inni á nóttunni og eins þegar þær voru alveg teknar inn. Beiösli Sé kýr sædd fljótt eftir burð getur það haft neikvæð áhrif þar sem kynstarfsemin er ekki komin vel af stað. Það getur þá haft í för með sér tíðari uppbeiðsli. Beiðsliseftirlit er mjög mikilvægt þannig að hægt sé að sæða kýmar á hagstæðum tíma eftir burð, þær séu sæddar á réttum tíma í beiðsli og einnig að ná þeim sem beiða upp sem fyrst. Tíðari ferðir í fjósið þar sem hugað er að beiðsli auka líkumar á því að sjá fleiri kýr beiða. Beiðsliseinkennin verða yfirleitt sterkari hjá kúnum eftir því sem fjær dregur frá burði. Haldi kýrin ekki við sæðingu þarf það ekki endilega að þýða að frjóvgun hafi ekki orðið heldur get- ur verið um fósturdauða snemma á meðgöngunni að ræða. Ástæður fósturdauða geta verið vegna erfða- galla, sýkinga, rangrar fóðrunar, □ Há bú □ Lág bú 100-300 g/d 300-600 g/d 600-900 g/d > 1000 g/d e.burð e.burð e. burð e.burð Mynd 5. Aukning á dagsskammti kjarnfóðurs eftir burðinn. FREYR 11-12/2000 - 29

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.