Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.2000, Qupperneq 33

Freyr - 01.12.2000, Qupperneq 33
4. tafla. Ýmislegt er varðar sjúkdóma og skráningu. Há bú Lág bú Lyf- og dýralæk.kostnaður* 133.450 194.308 Hlf. búa m. ýtarl. skráningu* 47% 36% Fjöldi kúa með Se-skort* 9 2,5 Hlf.búa sem fyrirb. Se-sk.* 35% 51% Fjöldi kúa með Mg-skort* 3,3 2,5 Hlf.búa sem fyrirb. Mg-sk.* 59% 82% Fjöldi kúa sem beiða ekki* 2,7 7,7 Fjöldi kúa sem halda ekki* 2,3 3,4 Hlf. búa sem snyrtir klaufir* 56% 33% *Marktækur munur milli hópa, p<0,05. þetta og aðspurðir sögðu þeir fang- skoðunina yfirleitt fara fram á bú- unum innan þessara marka. Eitthvað var um slysafang í kvíg- um á búunum og mældist munurinn marktækur milli hópanna á árinu 1997. Hlutfallið var hærra á lágu búunum, sbr. mynd 9. Sjúkdómar Þegar litið er á dýralækniskostn- að búanna kemur fram marktækur munur, háu búin voru að spara mik- ið og fyrir árið 1997 nam munurinn milli hárra og lágra búa rétt rúmum 60 þúsundum króna. Að meðaltali greiddu háu búin í lyf og dýralækn- iskostnað 133.450 krónur en þau lágu 194.308 krónur. Sjúkdóma- skráning var svipuð milli hópanna, um það bil helmingur búanna var með einhverja skráningu. Sú skráning var misjöfn milli hópa og munurinn þar á marktækur; hái hópurinn hélt frekar nákvæmari skráningu þar sem hver gripur átti sitt blað í fjósbók. Bændur voru beðnir um að rifja upp hvort vart hefði orðið ákveð- inna sjúkdóma eða einkenna á árinu 1997 og hálfu árinu 1998. Þannig var sá gripafjöldi sem fékk viðkom- andi sjúkdóm eða einkenni áætlað- ur. I flestum tilvikanna var ekki um nákvæmar tölur ræða en þær gefa engu að síður vísbendingu um hvað er í gangi á búinu. Ennfremur var þess getið hver meðhöndlaði við- komandi mein. Vart var við fastar hildir hjá fleiri kúm á háum búum þó svo að mun- urinn væri ekki marktækur. Fastar hildir geta verið vísbending um sel- enskort en hans var líka vart í fleiri kúm á háu búnum. Sá munur var marktækur. Selensprautur og snef- ilefnastautar, sem innihalda m.a. selen, voru notuð marktækt meira á lágu búunum, sprautumar í meira mæli en stautamir. Þannig fyrir- byggja lágu búin í meira mæli sel- enskortinn. Burðarerfiðleikar voru álíka miklir í báðum hópum. Yfirleitt var dýralæknir kallaður til aðstoðar. Eins var svipað hlutfall dauðfæddra kálfa í báðum hópum. Marktækur munur er á milli hóp- anna þar sem fleiri kýr á lágu búun- um hvorki beiddu né festu fang. Ekki var marktækur munur á milli hópa hvað legbólgu snerti en ívið fleiri kýr fengu hana á lágu búun- um. Hærri búin höfðu meiri til- hneigingu til að farga „vandamála- kúm” sem hvorki beiddu né festu fang þó svo að munurinn væri ekki marktækur milli hópanna. Hópam- ir vom á nokkuð svipuðu róli þegar að legbólgu kom og kölluðu í meirihluta tilfella á dýralækni sér til aðstoðar. Nokkuð bar á lystarleysi gripa á búunum og súrdoði kom upp á um 85% búanna á athugunartímanum. Heldur fleiri gripir fengu hann á lágu búunum en munurinn var ekki marktækur. Algengara var að heimafólk meðhöndlaði gripina á lægri búunum og margs konar „bætiefni” í umferð. Fleiri tegundir „bætiefna” vom í notkun á háu bú- unum. Það er eins með magnesíum- skortinn og selenskortinn, hann greindist í fleiri gripum á háu búun- um. Lægri búin notuðu fyrirbyggj- andi aðgerðir við skortinum og ým- ist sprautuðu kýrnar eða settu forðastauta í vömb. Vítamín vom notuð á helmingi allra búa í báðum hópum. Einhver tilfelli voru af klauf- sperru, beinaveiki og skemmdum klaufum en ekki afgerandi munur milli hópanna. Marktækt hærra hlutfall hárra búa snyrti klaufir kúnna, 56% á móti 33% á lágu bú- unum. Meirihluti búanna klippti kýmar en ekki var það gert eins reglulega á lágu búunum. Rúm 40% búanna gaf ungviði, kvígum og gripum, sem litu ekki nógu vel út, ormalyf. Háu búin virtust hall- ast meira að því að gefa fleiri grip- um en þau lágu meðhöndluðu fyrst og fremst kvígur og/eða einstaka gripi. í töflu 4 kemur fram hvaða atriði þessa kafla mældust marktæk milli hópanna. Samantekt Eins og áður hefur komið fram er samspil margra þátta, erfðafræði- legra og umhverfis, sem hafa áhrif á útkomu hinna ýmsu eiginleika. Frjósemi er ákaflega flókið samspil margra þátta sem eiga sér stað inni í sjálfri skepnunni sem síðan er hægt að hafa áhrif á með samspili margra fóðrunarþátta sem aftur ákvarðast af samspili margra að- gerða sem bóndinn framkvæmir. Þannig getur eitt atriði haft áhrif á allan ferilinn, til hins jákvæða eða neikvæða, án þess að beint sé hægt að skilja það út úr og benda á sem orsök. I athugun sem þessari var víða komið við og hverjum einstök- um þætti gerð skil án þess að taka tillit til hugsanlegs innbyrðis sam- spils. Þó má draga ályktanir út frá ýmsum afgerandi atriðum. Valin voru bú sem að flestu leyti FREYR 11-12/2000 - 33

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.