Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 41
örari endurræktun fylgir seinni
sláttur.
Stór hluti kostnaðar vegna fóður-
framleiðslu heima á búi er fastur
kostnaður sem er óháður magni og
gæðum fóðursins. Hagkvæmni
mismunandi skipulags sláttutíma
og endurræktunar byggir því að
nokkru leyti á kostnaði við það um-
framfóður sem kaupa þarf inn á bú-
ið til þess að uppfylla fóðurþarfir
gripanna. Verð á því fóðri hefur
því áhrif á hagkvæmni mismunandi
jarðræktarskipulags. Ljóst er að
með hækkandi kjarnfóðurverði
eykst hagkvæmni tíðari endurrækt-
unar. Þetta kemur ekki á óvart því
að meiri kostnað má leggja í að ná
gæðafóðri ef kjamfóðurverð er hátt.
Kjörtímakostnaðurinn verður meiri
eftir því sem kjarnfóðurverðið
verður hærra, en það er í samræmi
við það sem búast má við. Hvort
þessi áhrif em svo sterk að þau
standi undir aukinni vélvæðingu
skal ósagt látið en fyrri rannsóknir
benda ekki til þess (Eiríkur
Blöndal, 1998).
Stærðarhagkvæmni í landibúnaði
hefur verið mikið til umræðu sam-
fara fækkun bænda og stækkun búa
sem átt hefur sér stað um nokkurt
skeið. Stærðarhagkvæmni í fóður-
framleiðslunni byggir helst á betri
nýtingu aðfanga á borð við fasta-
fjármuni og vinnuafl. Rauntölur
benda ekki til þess að afskriftir véla
á kúabúum lækki á framleidda ein-
ingu með stækkandi búum (Hag-
þjónusta landbúnaðarins, 1999). Ef
stuðst er við fall afskrifta véla af
bústærð kemur ekki fram stærðar-
hagkvæmni í útreikningum á fóður-
framlagi. Þvert á móti vottar fyrir
örlítilli stærðaróhagkæmni á inn-
lagðan lítra með stækkandi búum.
Lokaorð
Hagkvæmni jarðræktar á kúabú-
um og samspil hennar við aðra
þætti búsins er geysilega flókið
rannsóknarefni. Inn í slíka útreikn-
inga hljóta að koma óvissuþættir
sem tengjast staðbundnum aðstæð-
um hvað varðar umhverfí og stjóm-
un búsins. Útreikningar á fóður-
framlagi gefa ákveðnar vísbending-
ar um hagkvæmni mismunandi
leiða í búrekstrinum en hafa verður
í huga þá þætti sem ekki eru teknir
með í slíka útreikninga, s.s. fastan
kostnað af byggingum og launa-
kostnað. Mikilvægt er að skerpa
þær forsendur sem liggja að baki
útreikningunum einkum hvað varð-
ar vinnuþáttinn og bæta við út-
reikningum sem bera saman launa-
kostnað við mismunandi fram-
leiðsluskipulag. Hugsanlegt er að
tengja þessa útreikninga við aðra
vinnu sem innt hefur verið af hendi
á svipuðum sviðum þannig að til
verði öflugt tæki sem nýtist við
gerð rekstraráætlana fyrir kúabú.
Heimildaskrá
Eiríkur Blöndal, 1998. Kjörtfmaáhrif
á heyskap. í: Rit Ráðunautafundar
1998, bls. 30-34.
Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir
Bjömsson, 1990. The effects of weath-
er on growth, cmde protein and digesti-
bility of some grass species in Iceland.
Búvísindi 4, 1990, bls. 19-36.
Gunnar Olafssson, 1976. Efnainni-
hald og meltanleiki ýmissa túngrasa á
mismunandi þroskastigi. Fjölrit Rala
nr. 42.
Gunnar Ríkharðsson, 1994. Áhrif
grastegunda og aldurs kúa á át og af-
urðir. í: Rit Ráðunautafundar 1994,
bls. 143-150.
Gunnar Ríkharðsson og Einar Gests-
son, 1995. Grænfóður og þurrhey fyrir
kýr á fyrsta mjaltaskeiði. í: Rit Ráðu-
nautafundar 1995, bls. 128-139.
Hagþjónusta landbúnaðarins, 1999.
Búreikningar 1998.
Hólmgeir Björnsson og Friðrik
Pálmason, 1994. Áhrif áburðar og
sláttutíma á efnainnihald í grasi. I: Rit
Ráðunautafundar 1994, bls. 193-205.
Hólmgeir Bjömsson og Jónatan Her-
mannsson, 1983. Samanburður á melt-
anleika nokkurra túngrasa. I: Rit Ráðu-
nautafundar 1983, bls. 145-160.
Ingvar Bjömsson, 2000. Er heyið
þitt dýrara en kjamfóður?. Freyr, 1. tbl.
96. árg. bls. 12-14.
Laufey Bjarnadóttir og Þóroddur
Sveinsson, 1999. Áhrif sláttutíma á
fóðrunarvirði vallarfoxgras. I: Rit
Ráðunautafundar 1999, bls. 164-173.
Magnús Oskarsson og Bjami Guð-
mundsson, 1971. Rannsóknir á vallar-
foxgrasi (Engmo) I Áhrif sláttutíma,
köfnunarefnisáburðar og sambýlis við
túnvingul á uppskeru og efnamagn vall-
arfoxgras og gildi þess til heyverkunar.
ísl. landbún. 3, 2 bls. 40-73.
Ríkharð Brynjólfsson, 1996. Áhrif
áburðartíma, áburðarmagns og sláttu-
tíma á uppskeru og efnamagn túngrasa.
í: Rit Ráðunautafundar 1996, bls. 113-
123.
Sigríður Bjarnadóttir, 1996. Snarrót
fyrir mjólkurkýr. I: Rit Ráðunauta-
fundar 1996, bls. 206-217.
Þóroddur Sveinsson og Gunnar Rík-
harðsson, 1995. Vallarfoxgras, vallar-
sveifgras og snarrót fyrir mjólkurkýr. 1:
Rit Ráðunautafundar 1995, bls. 116-
127.
Meðferð svína í
ESB verði bætt
Evrópsk dýraverndarsamtök
að nafni „Eurogroups for
Animal Welfare“ hafa snúið sér
til yfirmanns matvælasviðs ESB,
David Byme, með áskomn um
að bæta aðbúnað svína.
David Byrne lýsti sig sammála
samtökunum og lofaði að vinna
að framgangi málsins. Meðal at-
hugaverðra atriða nefndi hann að
gyltumar væm bundnar í stíum,
grísir gengju á rimlagólfi og að
augntennur væru klipptar í grís-
um. Sumt af þessu er þegar
bannað í ýmsum löndum ESB en
David Byme vill að bannið gildi
í öllum löndum sambandsins.
Þess má einnig geta að vís-
indanefnd ESB, sem fjallar um
heilsu og velferð húsdýra, gaf
nýlega út skýrslu þar sem
svokallaður „verksmiðjurekstur'*
í svínarækt í mörgum löndum
sambandsins er gagnrýndur.
(Landsbygdens Folk nr. 39/2000).
FREYR 11-12/2000 - 41