Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Síða 46

Freyr - 01.12.2000, Síða 46
Rannsókn á styrk selens í blóði fyrsta kálfs kvígna, 1. áfangi Inngangur Skortur á E-vítamíni eða snefil- efninu seleni hjá kálfum getur leitt til skemmda á hjarta- og öðrum vöðvafrumum og afleiðingin er svonefnd hvítvöðvaveiki, sem get- ur dregið þá til dauða ef ekkert er að gert. Einnig hafa fundist tengsl á milli skorts á seleni og fastra hilda og ýmissa frjósemisvandamála hjá kúm. Auk þessa hafa líkur verið leiddar að því að skert virkni en- símsins glutathion peroxíðasa, t.d. vegna skorts á seleni (en það er hluti af ensíminu), dragi úr hæfi- leika hvítra blóðkoma til að drepa bakteríur, sem leiðir til þess að lík- aminn á erfiðara með að ráða niður- lögum þeirra sýkla sem á hann herja, m.a. júgurbólgusýkla. Mynd 1. Verkun E-vítamíns og selens. 46 - FREYR 11-12/2000 eftir Auði Lilju Arnþórsdóttur, dýralækni júkursjúkdóma, Hvanneyri Á vegum Embættis yfírdýralæknis og Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri stendur yfir rannsókn á júgur- bólgu hjá fyrsta kálfs kvígum. Hluti af fyrsta áfanga rannsóknarinnar var könnun á styrk selens í blóði kvígna á tíu bæjum á Vesturlandi haustið 1999. Niðurstöður þessa hluta verða kynntar í þessari grein. Verkun selens Snefilefni eru steinefni sem finn- ast í mjög litlu magni í plöntum og líkama manna og dýra en mörg þeirra em samt sem áður lífsnauð- synleg. Nokkur algeng snefilefni em jám, joð, kobolt, kopar, mang- an, molybden, sink og selen. Skort- ur á sumum snefilefnum getur haft alvarleg áhrif á líkamsstarfsemina en eins geta þessi efni haft neikvæð áhrif í of miklu magni. Samspil er á milli margra snefilefna í líkaman- urn og einnig á milli þeirra og ann- arra efna í líkamanum, s.s. vítamína og annarra steinefna. Snefilefnið selen hefur m.a. mik- ilvægu hlutverki að gegna í líkam- anum við að vemda frumuhimnur, það sama gildir um E-vítamín. Við niðurbrot á fjölómettuðum fitusýr- um myndast lípíð- peroxíð, sem geta valdið skemmdum á frumuhimnunum. Selen er nauðsynlegur hluti ensímsins glútatíon per- oxíðasa, sem brýtur niður peroxíð en E- vítamín er líffræðilegt andoxunarefni í fmmu- himnunum og dregur úr myndun peroxíða. Þannig stuðla E-vítamín og selen hvort á sinn hátt að því að draga úr skaðlegum áhrifum per- oxíða. Ef þessi efni skortir fer af stað keðju- verkun af völdum per- oxíðanna sem hvarfast við lípíð og við það myndast fleiri peroxíð og önnur efni sem skaða frumuhimnurnar og

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.