Freyr - 01.12.2000, Page 47
Tafla 1. Fjöldi sýna á hverjum
bæ og hæsta og lægsta gildi
GSH-Px
Bær Fjöldi sýna GSH-Px (U/g Hb)
Lægsta Hæsta
gildi gildi
1 7 13 32
2 3 75 137
3 10 15 55
4 21 20 133
5 7 12 22
6 8 31 200
7 5 11 27
8 6 26 45
9 6 20 146
10 3 31 80
Allir 76 11 200
Tafla 2. Fjöldi og hlutfall sýna
á hverju styrkbili GSH-Px
GSH-Px Fjöldi Hlutfall
(U/g Hb) sýna (%)
0-50 47 62
51-100 18 24
101-150 9 12
151-200 2 2
Samtals 76 100
geta leitt til dauða frumanna. Á
mynd 1 eru dregin upp á ein-
faldaðan hátt, helstu efnahvörf
sem E-vítamín og selen hafa
áhrif á.
Rannsókn á styrk
selens í blóði fyrsta
kálfs kvígna
Haustið 1999 voru tekin
blóðsýni úr 76 fyrstakálfs
kvígum um burð á tíu bæjum á
Vesturlandi. Mældur var styrk-
ur glútatíon peroxíðasa (GSH-
Px), sem gefinn er upp í eining-
um á hvert gramm hemoglob-
ins (U/g Hb). 100 U GSH-Px/g
Hb jafngilda ~0,083 pg Se/ml
heilblóðs.
Engar af kvígunum höfðu
fengið sérstaka steinefna- eða
snefilefnagjöf á beitartímabil-
inu eða á innistöðu fram að
burði en sumar voru famar að
éta kjarnfóður nokkrum dögum
eða vikum fyrir burð.
Nokkuð er misjafnt eftir
heimildum hvað gefið er upp
sem viðmiðunargildi fyrir
æskilegan styrk glútatíon per-
oxíðasa en algengt er að miða
við að styrkur ensímsins sé
a.m.k. 100 einingar en helst
meiri en 130, jafnvel um 240.
Tafla 1 sýnir fjölda sýna sem tek-
in voru á hverjum bæ og hæsta og
lægsta styrk af glútatíonperoxíðasa
sem mældist í sýnum frá hverjum
bæ.
Styrkur glútatíon peroxíðasa var
jafn eða innan við 50 einingar í
62% sýnanna eða hjá 47 kvígum, í
65 sýnum var styrkur ensímsins
jafn eða innan við 100 einingar
eða í 86% sýnanna og í 98% sýn-
anna var styrkur þess jafn eða
innan við 150 einingar, sbr. töflu 2
og mynd 2.
Umræða
Styrkur glútatíon peroxíðasa í
blóði mikils meirihluta kvígna í
þessari rannsókn er innan við þau
mörk sem miðað er við sem
æskilegt lágmark.
Sama er að segja um ungneyti,
sem fengu ekki sérstaka snef-
ilefnagjöf, í rannsókn sem Þor-
steinn Ólafsson o.fl. gerðu 1998 á
Stóra-Ármóti, á áhrifum orma-
lyfja og snefilefnagjafar á vaxtar-
hraða kálfa og óborinna
kvígna. Þar var styrkur glúta-
tíon peroxíðasa mældur í
blóði 40 gripa í lok júnímán-
aðar og í lok októbermánað-
ar. Sama aðferð var notuð
við mælingarnar og í rann-
sókninni sem lýst er hér að
ofan. Styrkur ensímsins í
júní var innan við 100 ein-
ingar í 35% sýnanna. Lægsta
gildi var 68 einingar en
hæsta var 319. Styrkur en-
símsins í blóði gripa sem
höfðu ekki fengið sérstaka
snefilefnagjöf á beitartíma-
bilinu var í október innan við
100 einingar í 65% sýnanna.
Lægsta gildi var 64 einingar
en hæsta var 171.
Gunnar Þorkelsson, dýra-
læknir, rannsakaði tengsl
fastra hilda og seleninnihalds í
blóði 130 mjólkurkúa í ná-
grenni Kirkjubæjarklausturs
árið 1994. Virkni glutation
peroxíðasa var mæld og gefin
upp í einingunni pkat/1 en 2
pkat/1 jafngilda ~1 ng Se/ml
heilblóðs. Meðalstyrkur
glútatíon peroxíðasa í rann-
sókninni var 102 pkat/1 eða
-0.05 lpg Se/ml. Þau viðmið-
unarmörk sem áður voru nefnd um
lágmarksstyrk ensímsins jafngilda
að æskilegur styrkur selens sé
a.m.k. 0,083 pg/ml og að selen
Frh. á bls. 49
GSH-Px (U/g Hb)
Mynd 2. Hlutfallsleg dreifmg sýna á hvert styrkbil GSH-Px.
FREYR 11-12/2000-47