Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Síða 48

Freyr - 01.12.2000, Síða 48
Samhengi milli átgetu, fylli og tyggitíma hjá nautgripum Inngangur Á ferðum mínum sl. vetur kom oft upp sú spurning af hverju og hvernig Danir nota fylli og tyggi- tíma til að gera fóðuráætlanir? Hér verður reynt að svara þessari spurn- ingu og skýra samhengið á milli át- getu, fylli og tyggitíma. Átgeta eftir Louise Molbak, Land- búnaðar- háskólanum á Hvanneyri Hámarks átgeta kúnna Hámarks átgeta er skilgreind sem heildar fylli á fóðri, sem kýrin getur étið, þegar tillit er tekið til vambar- getu. Þetta er getustuðull (G-stuð- ull) og er miðaður við tvær dagleg- ar gjafir og að fóðursamsetningin sé heppilega eðlisfræðilega saman- sett. Stærð G-stuðuls er háð ýmsum eiginleikum kýrinnar: Stjórnun áts er samspil milli eðlis- og lífeðlisfræðilegrar stjórn- unar, þar sem lífeðlisfræðileg stjórnun er ríkjandi við át á fóðri með hátt orkugildi, en eðlisfræðileg stjómun er ríkjandi við át á fóðri með mikla fylli (sjá mynd /). Ef fóðrið er fíngert, t.d. ef mikið af kjamfóðri er í því, styttist tyggitími, pH lækkar í vömb, lífeðlisfræðilega átgetan takmarkast og aukin hætta er á súrri vömb. Aftur á móti fylgist að langur tyggitími og eðlisfræðileg takmörkun á átgetu. í þessu dæmi takmarkar áttími og vambarrými átgetu og hætta er á að kýrin fái ekki næga orku til framleiðslu. Fyllistuðlakerfi í Danmörku er búið að vinna reikniaðferð, sem kölluð er fylli- stuðlakerfi. Þetta kerfi getur sagt okkur fyrirfram um væntanlega hámarks átgetu kýrinnar. Reikniað- ferðin byggist á að átgetu á mjalta- skeiðinu er aðallega stjórnað eðlis- fræðilega. Aðferðin samanstendur af þekkingu á hversu mikil fylli fóðursins er og þekkingu á hámarks átgetu kúnna. Notuð er eftirfarandi jafna: IÞEí*FFí = G (A) Þar sem ÞEj = kg þurrefni fyrir hvert fóðurefni (þar sem i stendur fyrir sérhvert fóðurefni) FFj = fyllistuðull á kg þurrefni fyrir hvert fóðurefni (þar sem i stendur fyrir sérhvert fóðurefni) og G = hámarks átgeta kúnna. 1. Kyn (þung eða létt kyn) 2. Mjaltaskeið (1. kálfs eða seinni mjaltaskeið) 3. Meðalnyt búsins (kg orkuleiðrétt mjólk (OLM) yfir árið) 4. Staða á mjaltaskeiði (vikur frá burði) 5. Eðlisvirkni (t.d. fjós þar sem kýmar eru bundnar eða lausa- ganga/beit). í töflu 1 em sýndir nokkrir K- stuðlar fyrir Jersey kýr sem hafa yf- irleitt 88 % af getu miðað við stærri kyn. Þar sem enginn K-stuðull er til fyrir íslenska kynið má reikna með svipuðum stuðli og er fyrir Jersey kynið. Fyllistuðull fyrir fóðrið Út frá umfangs- miklum dönskum fóðrunartilraunum og vitneskju um fylli fóðurs hafa verið ákveðnir stuðlar fyrir fóðrið frá 0,2 til 1 FF/kg þurrefni. Grófur rúghálmur er settur sem 1, hæsta gildi, þar sem ákveðið var að þetta fóðurefni væri rheð mestu fylli. Fyllistuðullinn 0,2 er fyrir allt Át (kg þe/dag) ► Fyllieiningan/kg þe Mynd 1. Tvíþœtt lögmál jyrir stjórnun af átgetu hjá jórturdýri, þar sem átgetu er stjórnað líf- og/eða eðlisfrœðilega. Búast má við hámarks átgetu þar sem eftirspurn eftir orku er fullnœgt með eðlisfrœðilegri stjórnun. 48 - FREYR 11-12/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.