Freyr - 01.12.2000, Síða 52
Uppeldi á kvígum
Niðurstöður úr hollenskri doktorsritgerð
Nýverið barst mér í hendur
ný doktorsritgerð frá Hol-
landi þar sem fjallað er um
líkan til að meta hagkvæmasta fyr-
irkomulag við uppeldi á kvígum til
endumýjunar í mjólkurkúastofnin-
um, (enska heitið er: Economic
modelling to optimize dairy heifer
management decisions). Höfundur
hennar heitir M.C.M. Mourits.
Þekkt er að Hollendingar eru taldir
öðrum bændum fremri í mjólkur-
framleiðslu. Þessi vegna er forvitni-
legt að skoða aðferðir þeirra aðeins
nánar. í annarri grein hér í blaðinu
er fjallað um þróun í aldri og burð-
artímadreifingu hjá fyrstakálfs
kvígum hér á landi síðustu ár. Þær
niðurstöður er forvitnilegt að reyna
að meta með hliðsjón m.a. af þess-
um hollensku niðurstöðum.
Ritgerðinni er skipt í þrjá megin-
þætti. í fyrsta lagi er yfirlit um til-
tæka þekkingu um þá þætti sem
hafa mest áhrif á uppeldi og þroska
hjá kvígunum. í öðru lagi er fjallað
um niðurstöður úr mjög víðtækri
skoðanakönnum sem varpar ljósi á
hvernig þessum þáttum er háttað í
hollenskri mjólkurframleiðslu í
dag. Meginhlutinn er hins vegar
fræðileg lýsing á uppbyggingu á
því líkani sem höfundurinn byggði
upp og þeim niðurstöðum sem hann
fékk við notkun þess. Hér á eftir
verður aðallega gluggað í það sem
lesa má úr tveimur fyrstu köflun-
um.
Höfundur byrjar á því að fullyrða
að kostnaður vegna endumýjunar á
mjólkurkúastofninum sé einn af
stærri kostnaðarliðum mjólkur-
framleiðslunnar. Þessi kostnaður sé
á bilinu 15-20% af heildarkostnaði
í framleiðslunni og sé yfirleitt mik-
ið vanmetinn, auk þess sem þekk-
ing á áhrifum þeirra þátta, sem
mestu ráða þar sé miklu minni en
eftir
Jón Viðar Jónmundsson,
Bændasamtökum íslands
um flesta aðra þætti í framleiðslu-
ferlinum.
Þó að talsvert hafi verið gert af
tilraunum víða um heimsbyggðina í
sambandi við uppeldi á kvígum þá
hafa þær ekki veitt nein afdráttar-
laus svör um ýmsa mikilvæga
þætti, m.a. vegna þess að um er að
ræða samspil fjölmargra þátta, sem
grípa hver inn á annan. Hér þarf
m.a. að skoða ýmis áhrif frá upp-
eldinu á gripinn í framleiðslu
nokkrum árum síðar.
Áhrif vaxtarhraða
á afurðir
Áhrif vaxtarhraða á uppeldis-
skeiðinu á afurðir hjá kúnum full-
orðnum hafa mikið verið rannsak-
aðar. Um tveir áratugir eru síðan
niðurstöður komu fram í mjög
þekktum tilraunum í Danmörku um
að mikill vöxtur hjá kvígukálfunum
um og strax eftir kynþroska gæti
haft umtalsverð neikvæð áhrif á
mjólkurframleiðslu þeirra. Þarna
eru mæld neikvæð áhrif á bilinu 10-
20% í mjólkurmagni. Skýringin er
talin að mjög hraður vöxtur á þess-
um aldri leiði til fitusöfnunar í
mjólkurblöðrum í júgurvefnum,
sem skerði varanlega framleiðslu-
möguleika þeirra síðar á æviskeiði
gripsins. Því hefur verið ráðlagt að
vöxtur hjá kvígum af stærri naut-
gripakynjum fari ekki yfir 700-800
g/dag og hjá Jerseykúm, sem eru
líkar þeim íslensku að stærð, hafa
þessi mörk verið sett við 500-600
g/dag. Höfundur vísar hins vegar
til allmargra nýrra tilrauna þar sem
kvígur hafa verið aldar langt um-
fram þetta þar sem ekki hafa verið
staðfest þessi neikvæðu áhrif.
Ályktun hans er að skýrari svör um
þessi áhrif séu mjög brýn til þess að
uppeldi megi skipuleggja á sem
hagkvæmastan hátt.
Tilraunir um eldi á kvígum þegar
líður á meðgöngutímann eru einnig
fjölmargar. Auk þess hafa fjöl-
margar hjarðrannsóknir verið gerð-
ar á þessum áhrifum. Höfundur
segir að hér séu niðurstöður skýrari.
Greinilegt sé að góður vöxtur
kvígnanna á þessu aldursskeiði
skili sér í auknum afurðum þegar
þær fara að mjólka. Neikvæð áhrif
eru aðeins dæmi um þegar um um-
talsverða offóðrun er að ræða.
Möguleg neðri mörk þess hvenær
kvígumar hefja framleiðslu ráðast
af því hvenær gripimir eru kyn-
þroska. Það er löngu vel þekkt að
kynþroski nautgripa ræðst verulega
af þroska þeirra og þannig er hægt
að stýra honum vemlega með fóðr-
un. Samkvæmt ritgerðinni er kyn-
þroski hjá nautgripum þegar kvíg-
umar hafa náð um 43% af eðlileg-
um fullorðinsþunga.
Burðarerfiðleikar hafa mikil og
oft langvinn neikvæð áhrif. Höf-
undur telur að lesa megi út úr rann-
sóknum að þroski kvígnanna ráði
langsamlega mestu um burðarerfið-
leika hjá þeim. Bein áhrif aldurs
óháð þroska séu sáralítil. Hann
bendir á að á síðustu árum, með
góðum upplýsingum um sæðinga-
naut, séu bændur auk þess farnir að
stýra þessum þætti að verulegu
marki með vali þeirra.
Rannsóknir á frjósemi hjá kvíg-
um em ekki umfangsmiklar en höf-
undurinn bendir á að vísbendingar
geti verið um lægra fanghlutfall hjá
mjög ungum kvígum en hjá lítið
eitt eldri gripum. Hér má einnig
benda á það, sem vel er þekkt hjá
sauðfé, að frjósemi í fyrsta egglosi
52 - FREYR 11-12/2000