Sameiningin - 01.02.1912, Blaðsíða 6
358
Soli Deo Gloria.
Guöi einum sé dýrðin.
Eftir séra N. Steingrím horláksson
Þetta gamla hákristilega einknnnarorð ætti að vera
einkunnarorð livers kristins manns. Því um dýrð guðs,
en ekki sína, á lionum mest að vera lmgað.
Jólasöngr englanna er lofsöngr guði til dýrðar.
Hersveitir himnanna eru gagnteknar af dýrð guðs. ITra
hana hugsa þær. Tilbiðja hana. Lofsyngja henni.
Mikla liana. En dýrðin er guðs-dýrð sú, sem þá var að
birtast, réttlætissólin upprennandi yfir mannheiminn
með grœðslu undir vængjum sínum (Mal. 4, 2).
Oft hafði dýrð guðs opinberazt áðr; en aldrei eins-
og þá. Fœðing guðs sonar var dýrlegasta opinberan
dýrðar guðs. Náð hans sú er oss syndföllnum og sek-
um mönnum mesta dýrðin hans. 1 henni lætr hann
skærustu og hlýjustu geisla sína á oss stafa. Frammi
fyrir lienni ætti lotning vor og tilbeiðsla að vera inni-
legust.
Allt líf mannanna á að vera guði til dýrðar. En
maðrinn féll. Hann var tældr til að sœkjast eftir dýrð
sinni. Afdrif fallsins voru þau, að upp frá því hefir
maðrinn sókzt eftir eigin dýrð sinni. Hana hefir hann
metið mest. Sókzt því eftir því, að nafn hans yrði
sem dýrlegast og' því sungin sem mest dýrð. „Dýrð sé
guði í upphæðum!“ — er ekki söngr hins náttúrlega
syndfallna manns, heldr er lofsöngrinn hans þetta:
„Dýrð sé mér sjálfum á allri jörðinni!“
En svo sendi guð einkason sinn. Líf hans allt var
guði til dýrðar. Hann sýndi oss mönnunum, hvernig
líf vort átti og á að vera. í ljósi þess sjáum vér bezt,
ef vér viljum sjá, að vér erum elcl’i það, sem vér eigum
aið vera.
En ekki var þetta öll dýrðin, sem liann opinberaði.
Og ekki lifði hann eingöngu í þessum skilningi guði til
dýrðar. Þeir, sem sjá ekki í honum opinberun annarr-